Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 24
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 peptíðið LL-37 er m.a. framleitt í húð en hún verður stöðugt fyrir áreiti örvera. Vitað er að peptíðin hafa ónæmisbælandi áhrif, en hlutverk þeirra í áunnum vörnum eru ekki vel þekkt. Sýnt hefur verið fram á að D-vítamín örvar framleiðslu á LL-37. Markmið: lilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif LL-37 á tjáningu viðtaka á T-frumum sem miðla ratvísi þeirra til húðarinnar. Aðferðir: T-frumur voru einangraðar úr blóði og ræstar gegnum T-frumuviðtakann, með eða án bakteríudrepandi peptíðsins LL-37, D-vítamíns eða bæði LL-37 og D-vftamíns. Hluti frumnanna var ræstur en fékk LL-37, D-vítamín eða bæði LL-37 og D-vítamín þremur dögum síðar. Tjáning viðtaka á yfirborði T-frumnanna var könnuð með mótefnalitun og frumuflæðisjár greiningu fyrir og eftir ræsingu. Niðurstöður: Ræsing T-frumna í návist LL-37 jók tjáningu CLA viðtakans, og eingöngu þeirra T-frumna sem einnig tjáðu CCR4 viðtakann. Hinsvegar hafði D-vítamín öfug áhrif; ræsing í návist þess bældi tjáningu CLA. Ályktun: Fyrstu niðurstöður benda til þess að LL-37 og D-vítamín hafi ólík áhrif á tjáningu ratvísisameinda á T-frumum sem hafa sértækni til húðar. V-63 Ónæmisglæðir eflir þroska kímmiðja og viðhald frumna sem seyta fjölsykrumótefnum í nýburamúsum Stefanía P. Bjamarson1-2, Hreinn Benónísson1, Giuseppe Del Giudice1, Ingileif Jónsdóttir11* 'Ónæmisfræöideild Landspítala, 3læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu,, 4íslenskri erfðagreiningu stefbja@iandspitaii.is Inngangur: Kímmiðjumyndun og myndun fjölsykrusértækra IgG* mótefnamyndandi frumna (PPS-IgG*-AbSC) við bólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni (Pnc-TT) er aldursháð, en LT-K63 yfirvinnur þær takmarkanir í nýburamúsum. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif LT-K63 á kímmiðjufrumur (follicular dendritic cells, FDC), átfrumur (marginal metallophilic macrophages; MMM) og viðhaldi sértækra PPS IgG+ AbSC í milta (SP) og beinmerg (BM). Aðferðir: Nýburamýs (NN) og fullorðnar mýs (AD) voru bólusettar undir húð með Pnc-TT, Pncl-TT+LT-K63, LT-K63 eða saltvatni. Miltu voru fjarlægð á degi 14 í NN en degi 10 í AD og 23, 39 eða 55 dögum eftir frumbólusetningu í NN. Vefjasneiðar voru litaðar með FDC-M2 sem einkennir fullþroskaðar FDC og MOMA-1 sem einkennir MMM í jaðarsvæðum eitilbúa. Fjöldi sértækra PPS-IgG-AbSC var metinn. Niðurstöður: í Pncl-TT+LT-K63 bólusettum NN jókst FDC-M2 litun og flutningur MMM inn í virku kímstöðvamar. Tíðni PPS-IgG-AbSC í SP og BM var marktækt hærri í NN sem voru bólusettar með Pnc-TT+LT-K63 strax á degi 14 miðað við Pnc-TT hópinn, en ekki á degi 23. Á degi 39 dróg marktækt úr tfðni PPS-IgG-AbSC í SP og BM músa bólusettra með Pnc-TT og hélt áfram að lækka á degi 55. Aftur á móti jókst tíðni PPS-IgG- AbSC marktækt frá degi 23 til dags 55 í BM Pnc-TT+LT-K63 bólusettra músa. Ályktun: LT-K63 nær að yfirvinna takmörkun í kímmiðjumyndun, þroska FDC, flutningi MMM inn í virkar kímmiðjur og myndun fjölsykrusértækra frumna í milta nýburamúsa. LT-K63 eykur einnig viðhald minnisfrumna og langlífra mótefnamyndandi frumna í beinmerg. V-64 Nýtt prótínbóluefni gegn pneumókokkum gefið með ónæmisglæðinum IC31®vekur upp verndandi vessa- og frumubundið svar í nýburamúsum Þórunn Ásta Ólafsdóttir12, Karen Lingnau3, Eszter Nagy3 og Ingileif Jónsdóttir11'1 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Intercell AG, Vín, Austurríki, 4íslenskri erfðagreiningu thorasta@landspitali.is Inngangur: Pneumókokkabóluefni sem eru á markaði í dag hafa ýmsar takmarkanir og því er verið að þróa ný prótínbóluefni sem hugsanlega geta veitt vemd óháð hjúpgerð, er ódýr í framleiðslu og geta vakið vemdandi ónæmissvar í nýbumm. Markmið: Að rannsaka vemd vessa- og frumubundin ónæmissvör nýburamúsa við bólusetningum gegn nýju pneumókokka bóluefni (IC47) sem inniheldur prótínin, PcsB, StkP og PsaA, og áhrif ónæmisglæðanna IC31® eða Alum. Aðferðir: Viku gamlar mýs voru bólusettar með IC47 (20 pg af hverju prótíni) með eða án IC31® eða Alum. Einni viku eftir aðra bólusetningu voru miltisfmmur endurörvaðar in vitro með einstökum prótínum í 48 klst. Magn boðefna í frumufloti og mótefnamagn í sermi vom mæld með ELISA. í aðskilinni tilraun voru mýsnar sýktar um nef með pneumókokkum af hjúpgerð 1 og blóð- og lungnasýking metin. Niðurstöður: Báðir ónæmisglæðamir Alum og IC31® juku heildarmótefnamagn gegn prótínbóluefninu IC47 marktækt miðað við ef bóluefnið var gefið án ónæmisglæðis. Hinsvegar, var ónæmissvarið einungis vemdandi í hópnum sem fékk IC47 ásamt ónæmisglæðinum IC31®sem verndaði fullkomlega gegn blóðsýkingu og olli marktækri lækkun á lungnasýkingu miðað við hópinn sem fékk bóluefnið eitt og sér. Alum hópurinn var ekki verndaður. Þegar ónæmissvarið var skoðað nánar kom í ljós að IC31®, en ekki Alum, jók myndun á Thl tengda undirflokknum IgG2a og var það í samræmi við mikla myndun á IFN-y í IC31® hópnum en ekki Alum hópnum. Þannig skiptir gerð mótefna máli fyrir vemd, ekki bara heildarmagn. Þetta gefur til kynna að IC31® geti yfirunnið Th2 sveigt svar nýbura ónæmiskerfisins, en Alum ekki. Ályktun: Prótínbóluefnið IC47 ásamt Thl hvetjandi ónæmisglæðinum IC31® vekur vemdandi vessa- og frumubundið ónæmissvar í nýburamúsum. V-65 T-frumur úr kverkeitlum sórasjúklinga hafa aukna tjáningu á húðrötunar sameindum Sigrún Laufey Sigurðardóttir1'2 Ragna Hlín Þorleifsdóttir1'2 Hannes Petersen3, Hannes Hjartarson4, Andrew Johnston5- Helgi Valdimarsson1 Ónæmisfræðideild Landspítala1, læknadeild HÍ2, háls-, nef- og eymadeild Landspítala3, Læknastöðin Glæsibæ4, húðlækningadeild háskólans í Michigan3 sigrunls@landspitali.is, helgiv@landspitali.is Inngangur: Sóri (psoriasis) er algengur T-frumumiðlaður sjálfsofnæmissjúkdómur í húð er lýsir sér sem rauðar, upphleyptar skellur þaktar hvítu hreistri. Meingerð sóra virðist sterkt tengd við ónæmisvirkni kverkeitla þar sem hálsbólgur af völdum streptókokka orsaka eða valda versnun í sóraútbrotum auk þess sem sórasjúklingar fá oftar slíkar sýkingar. Markmið: Tilgangur verkefnisins var að kanna hvort meðfædd ónæmissvör sórasjúklinga væm afbrigðileg og leiði þar með til aukinnar tjáningar á sameindum sem mikilvægar eru fyrir meingerð sóra. Aðferðir: Hnattkjarna hvítfrumur voru einangraðar úr 15 kverkeitlum úr sórasjúklingum (PST) og 15 kverkeitlum úr einstaklingum með endurteknar sýkingar (RT). Frumumar voru litaðar fyrir ýmsum yfirborðsviðtökum og svipgerð þeirra greind í flæðifmmusjá. Tíðni strepókokkasýkinga var sambærileg milli hópa. Tölfræði var metin með Student's t-próf með marktækni p<0,05. Niðurstöður: T-fmmur úr kverkeitlum sórasjúklinga tjáðu marktækt meira af húðrötimarsameindinni CLA heldur en T-frumur úr RT kverkeitlum. Einnig var aukning á CCR6 jákvæðum T-frumum í PST kverkeitlum. Hins vegar tjáðu T-frumur úr RT kverkeitlum marktækt meira af CCR5, CD69 og CD25. Ályktun: Niðurstöðurnar samræmast þeirri tilgátu að meðfædd ónæmissvör í PST kverkeitlum séu afbrigðileg. Hin aukna tjáning á húðrötunarsameindinni CLA og CCR6 er sérlega áhugaverð þar sem CLA er mikilvægt fyrir rötun til húðar og CCR6 er sértækt fyrir TH17 frumur sem em aðal meinvaldandi frumugerðin í sóra. Verið er að bera saman tíðni T1 og T17 fmmna í PST og RT kverkeitlum auk þess sem vefjafræðileg einkenni eru skoðuð. 24 LÆKNAblaðið 2010/96

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.