Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 29
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 heimsfaraldri. Nýburamýs og aldraðar mýs verða notaðar sem líkön fyrir aðalmarkhópana, unga og aldraða, til að rannsaka ónæmissvör gegn bóluefni úr heilli óvirkjaðri inflúensuveiru (H5N1, heimsfaraldsstofni) framleiddri í vefjarækt og blandaðri ónæmisglæðinum CoVaccine HT. Vegna erfiðleika við ræktun á einræktuðum C57bl/6 músum var ákveðið að bera saman svörun þeirra á inflúensubóluefninu við útæxlaðar NMRI mýs. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar, bæði C57bl/6 og NMRI) voru bólusettar undir húð (s.c) með 0,1 pg HA inflúensubóluefni (óvirkjuð influensuveira) ásamt lmg eða 0,lmg af CoVaccineHT, og endurbólusettar 2 vikum síðar. Viðbótarhópar fengu 0,5pg HA ásamt Alumgel eða Imject alum. Inflúensusértæk mótefni voru metin með ELISA og geta mótefna til að hlutleysa inflúensuveiru með rauðkornakekkjun (Hemagglutination Inhibition Assay). Niðurstöður: Inflúensusértæk mótefnasvörun jókst verulega með CoVaccineHT reyndist sambærileg milli músastofna. Báðar tegundir alum gáfu sambærilega svörun hjá báðum músastofnum. Undirflokkamynstur IgG var svipað milli músastofna, nema IgG2a, sem var hærra hjá NRMI músum. NMRI músastofninn virtist hafa tilhneigingu til að vera næmari en C57bl/6 í rauðkomakekkjunarprófinu. Ályktun: Niðurstöðumar gefa til kynna að svörun C57bl/6 og NMRI músa við inflúensubóluefni sé sambærileg þegar tekið er tillit til IgG mótefnasvömnar og hlutleysingargetu mótefna í rauðkomakekkjunarprófi. Niðurstöðurnar eru liður í prófun á vefjaræktuðu inflúensu (H5N1) bóluefni fyrir nýbura. V-82 Tjáning á LIMD1 og HIF1-alpha próteinunum í nýrnaæxlum Þórgunnur E. Pétursdóttir’, Sigrún Kristjánsdóttir1, Unnur Þorsteinsdóttir2, Kristrún Ólafsdóttir1, Páll H. Möller1, Stefan Imreh4, Valgarður Egilsson1, Sigurður Ingvarsson5, Jóhannes Bjömsson' ‘Rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, 2íslenskri erfðagreiningu, 3skurðlækningasviði Landspítala, 4Karolinska Institutet, Microbiology and Tumorbiology Center, Stokkhólmi, miraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum thorgep@landspitali.is Inngangur: Stutti armur litnings 3 í mönnum er afbrigðilegur í flestum æxlum. Et (elimination test) er próf sem var þróað, af samstarfsaðilum okkar á Karolinska Institutet, til að finna litningasvæði með æxlisbæligenum. Með notkun prófsins fannst svæði með tapi á erfðaefni á 3p21.3 CERl (common eliminated region 1). Þar eru 34 virk gen þeirra á meðal er LIMDl (LIM domain containing protein 1). Við höfum áður sýnt fram á að með notkun 5 erfðamarka var úrfellingatíðni á CERl í yfir 90% af æxlum m.v. eðlilegan vef og að úrfellingatíðnin á CERl var hærri en á tveimur þekktum æxlisbæligena svæðum (FHIT á 3pl4.2 og VHL á 3p25.5). Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að LIMDl próteinið taki þátt í að verjast myndun æxla. HIFl-alpha (Hypoxia inducible factor 1 alpha) er umritunarþáttur sem virkjast við lágan súrefnisstyrk innan fruma og stýrir umritun gena sem taka þátt í nýæðamyndun (angiogenesis). Nýæðamyndun er mikilvæg til að viðhalda og/eða auka vaxtarhraða æxla. Markmið: Að kanna prótein tjáningu LIMDl og HIFl-alpha í nýmaæxlum. Aðferðir: Mótefnalitanir með viðeigandi mótefnum voru notaðar til að kanna tjáningu próteina í 12 nýmaæxlis sneiðum og aðlægum eðlilegum vef. Oll æxlin vom af tærfmmu gerð (clear cell renal cell carcinoma). Niðurstöður: LIMDl próteintjáning er minnkuð í 11 af 12 (92%) nýmaæxlum. Af þeim 11 sem voru með minnkaða LIMDl prótein tjáningu voru 9 (82%) með aukna HIFl-alpha tjáningu. Ályktun: Neikvætt samband er á milli tjáningar LIMDl og HIF-lalpha í nýmakrabbameinum í mönnum, þ.e.a.s. þegar við sjáum sterka próteinlitun á Limdl er litunin á HIFl-alpha veik og öfugt. Hugsanlega tekur LIMDl próteinið með einhverjum hætti þátt í niðurbroti á HIFl- alpha. V-83 Fylgni á milli stökkla og DNA metýlunar í erfðamengi kímlínu mannsins Martin I. Sigurðsson1'2, Albert V. Smith3, Hans T. Bjömsson4'5, Jón J. Jónsson1'2 ‘Lífefna og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ, 2erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 3Hjartavemd, 'erfðalæknisfræðideild, 5Bamadeild Johns Hopkins háskóla mis@hi.is Inngangur: Mögulegt samband milli stökkla og metýlunar kímlínu mannsins er áhugavert því það gæti haft áhrif á starfsemi og tjáningu gena aðlægt stökklum. Að auki hefur verið lagt til að DNA metýlun sé hluti varnarkerfi erfðaefnisins gegn skaðlegum áhrifum stökkla. Markmið: Að kanna tengsl milli ER og metýlunar kímlínunnar Aðferðir: Við höfum nýlega sýnt fram á að þéttni metýltengdra eins basapara erfðabreytileika (mSNPs) er mælikvarði á DNA metýlun kímlínunnar. Við könnuðum nú fylgni milli þéttleika mSNPs og ER. Einnig notuðum við gögn um metýlun sæðisfruma, lokaafurðar kímlínunnar í karlmönnum, til að kanna samband DNA metýlunar og ER í hárri upplausn. Niðurstöður: Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir bjagandi breytum fundum við sterka neikvæða fylgni milli hlutfalls Alu undirfjölskyldu stökkla og þéttni mSNPs fyrir 125-1000 kb gluggastærðir. Hins vegar var neikvæð fylgni milli hlutfalls L1 undirfjölskyldunnar og mSNPs einungis í stærstu gluggastærðunum. í hárri upplausn var hlutfall Alu undirfjölskyldunnar hærra aðlægt lágmetýluðum en hámetýluðum svæðum (3-15 kb) en hlutfall L1 fjölskyldunnar var hærra aðlægt hámetýluðum en lágmetýluðum svæðum (3-5 kb). Ályktun: Einfaldasta skýringin á niðurstöðum okkar er að tvær stærstu undirfjölskyldur stökkla (Alu og Ll) stökkvi frekar inn í lágmetýluð svæði. Þessu fylgir metýlim aðlægt L1 eða val gegn innsetningu L1 í lágmetýluð svæði. DNA metýlun er ólíklega varnarkerfi erfðaefnisins gegn skaðlegum áhrifum stökkla. V-84 Orsakir iðrasýkinga á ísiandi: framskyggn rannsókn á tímabilinu 2003-2007 Ingibjörg Hilmarsdóttir4, Hjördís Harðardóttir4, Guðrún E. Baldvinsdóttirb, Haraldur Briem', Sigurður Ingi Sigurðsson'1, rannsóknarhópur um iðrasýkingar á íslandi* ‘Sýklafræðideild Landspítala, ‘Veirufræðideild, cembætti sóttvamalæknis, dHeilsugæslan Hamraborg, Kópavogi, eHeilsugæslustöðvar Akraness, Akureyrar, Kópavogs (Hvammur), Selfoss og Seltjamamess ingibjh@landspitali.is Inngangur: Iðrasýkingar eru vaxandi vandamál í nútímasamfélagi; líklega vegna aukinnar dreifingar matvæla og neyslu utan heimilis. Afleiðingamar eru sjúkdómar og samfélagslegur kostnaður vegna vinnu- taps, heilbrigðisþjónustu og innköllun matvæla. Faraldsfræði iðrasýk- inga hefur áhrif á nálgun lækna og val greiningaraðferða. Markmið: Karma, í fyrsta sirm, orsakir bráðra iðrasýkinga á íslandi. Aðferðir: Framskyggn rarmsókn á sjúklingum sem leituðu til heimil- islæknis vegna niðurgangs. Inntökuskilyrði: bráður rúðurgangur í sl4 daga. Utilokunarskilyrði: sýklalyfjanotkun, ónæmisbæling og niðurgang- ur sem var langvarandi eða hófst í sjúkrahúslegu. Sjúklingar gáfu upp- lýsingar um sjúkrasögu, ferðalög o.fl, og veittu samþykki fyrir þátttöku. Saursýni voru rarmsökuð m.t.t. veira, baktería og sníkjudýra. Niðurstöður: Fjöldi þátttakenda var 464; 53,4% voru konur, og miðgildi aldursdreifingar var 30 ár (0 - 83 ár). Iðrasýkill farmst hjá 210 sjúkl- ingum (45,3%), og fjöldi greindra sýkla var 222. Algengustu sýklarnir voru calici- og rotaveimr (23% og 18% af 222), Campylobacter sp. (17%), Cryptosporidium sp. (12%) og Salmonella sp. (9%). Aðrir sýklar vom Giardia lamblia, astro- og adenoveirur og Yersinia enterocolitica. Umræða: Þjónusturarmsóknir gefa skakka mynd af faraldsfræði iðrasýkinga vegna þess að flest saursýni eru rannsökuð m.t.t. baktería eingöngu. Þessi rannsókn veitir fyrstu upplýsingar um irmbyrðis hiutfall sýkla í greindum tilfellum hér á landi, og er búist við að niðurstöður muni nýtast læknum við val á þjónusturannsóknum. Rarmsóknin leiddi til endurbóta á Sýklafræðideild; er nú leitað að Cryptosporidium sp. í öllum saursýnum sem send em í sníkjudýrarannsókn, en áður þurfti að panta leitina sérstaklega. LÆKNAblaðið 2010/96 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.