Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 21
VISINDI A VORDOGUM FYLGIRIT 63 og offitu þess fimmtungs drengja sem jók LÞS sinn mest frá 11-13 ára aldurs var 2,05 (95%CI: 1,19-3,53) og 4,40 (95%CI: 1,70-11,39), samanborið við þann fimmtung sem jók LÞS sinn minnst. Sambærilegar tölur fyrir stúlkur voru 1,47 (95%CI: 0,88-2,55) og 2,89 (95%CI: 1,13-7,41). Útilokun of þungra barna hafði ekki áhrif á niðurstöðumar. Alyktun: Hröð þyngdaraukning meðal bama getur aukið líkurnar á ofþyngd og offitu á fullorðinsárum, þrátt fyrir að þau séu innan kjör- þyngdar. V-51 Joðhagur íslenskra unglingsstúlkna Ingibjörg Gunnarsdóttiru, Bryndís Elfa Gunnarsdóttir', Laufey Steingrímsdóttiru, Ari J. Jóhannesson3, Amund Maagc' Inga Þórsdóttiru 'Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, 2matvæla- og næringarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði Hl, 3Iyflækningasviði 1, Landspítala, 4National Institute of Nutrition and Seafood Research (NIFES), Noregi ingigunOlandspitali.is Inngangur: ísland hefur löngum verið þekkt fyrir góðan joðhag vegna mikillar fisk- og mjólkurneyslu. Alvarlegustu afleiðingar joðskorts em áhrif á fóstur í móðurkviði og mikilvægt er að leiðrétta joðskort áður en kona verður þunguð. Undanfarna áratugi hefur fisk- og mjólkurneysla minnkað, sérstaklega meðal ungs fólks. Markmið: Að kanna joðhag íslenskra unglingsstúlkna sem og áhrif helstu joðgjafa fæðunnar á joðhag þeirra. Aðferðir: Þátttakendur voru unglingsstúlkur (n=112, árin 1987- 1992) á höfuðborgarsvæðinu. Spumingalisti var notaður til að meta fæðuinntöku og joðstyrkur mældur í þvagi. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) telst joðhagur þýðis vera ákjósanlegur ef miðgildi joðstyrks er á bilinu 100-199pg/l og ekki meira en 20% einstaklinga sé með joðstyrk undir 50pg/l. Niðurstöður: Mjólkurvömr vom helsta uppspretta joðs úr fæðu (43%) og fiskur þar á eftir (24%). Meira en 65% stúlkna neytti fisks sjaldnar en tvisvar sinnum í viku og 40% þeirra neytti minna heldur en tveggja skammta af mjólkurvömm daglega. Miðgildi joðstyrks í þvagi var 140pg/g. Joðstyrkur í þvagi innan við 10% þátttakenda mældist undir 50pg/g. Jákvæð tengsl voru milli mjólkurneyslu og joðstyrks í þvagi (r=520, p<0,001). Engin bein tengsl sáust milli fiskneyslu og joðstyrks í þvagi. Alyktun: Joðhagur unglingsstúlkna á íslandi er innan viðmiðunarmarka sem WHO setur. Mjólkurvörur voru helsta uppspretta joðs og hafði mest áhrif á joðhag þátttakenda. í ljósi margþættra heilsufarsáhrifa fiskneyslu þarf að auka fiskneyslu ungra stúlkna en fiskneysla var langt undir ráðleggingum. V-52 Tengsl vaxtarhraða 8-13 ára barna við háþrýsting á fullorðinsaldri Þórhallur I. Halldórsson1J Ingibjörg Gunnarsdóttiru, Vilmundur Guðnasonu, Thor Aspelund13, Inga Þórsdóttir1'3 ’Rannsóknarstofu í næringarfræöi, -’Hjartavemd, 3heilbrigöisvísindasviði HÍ tih@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl lágrar fæðingarþyngdar og aukinnar áhættu á háum blóðþrýstingi og háþrýstingi, meðal annars hjá íslenskum börnum. í þessari rannsókn vom sjálfstæð áhrif vaxtar- hraða barna með tilliti til blóðþrýstings og háþrýstings skoðuð. Aðferð: Mælingum á hæð og þyngd var safnað fyrir 1333 drengi og 1258 stúlkur (fæðingarár 1918-1932) á aldrinum 8 til 13 ára Þessir einstaklingar tóku síðar þátt í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Meðalvaxtarhraði með tilliti til þyngdar og hæðar (Avöxtur/tíma) barnanna var reiknaður fyrir aldursbilin 8-10 ár, 11-13 ár og 8-13 ár. Könnuð voru tengsl vaxtar- hraða við blóðþrýsting og háþrýsting, leiðrétt fyrir upphafsvaxtargildi, fæðingarþyngd, fæðingarári og aldri við blóðþrýstingsmælingu (mið- gildi: 51ár). Niðurstöður: Drengir sem seinna greindust með 1. eða 2. stigs háþrýst- ing vom í báðum tilfellum þyngri og hávaxnari en þeir drengir sem ekki greindust með háþrýsting. Enginn munur var hins vegar á hæð og þyngd stúlkubama. Sterk marktæk tengsl vom milli breytinga á bæði hæð og þyngd drengja milli 8 og 13 ára aldurs og blóðþrýstings og háþrýstings. Ef bornir voru saman drengir í efsta fimmtung og lægsta fimmtung vaxtar- hraðadreifingar með tilliti til þyngdar, voru drengir í efsta fimmtung með að meðaltali 9 mmHg hærri slagbilsþrýsting og 6 mmHg hærri hlé- bilsþrýsting (p<0.0001). Líkindahlutfall fyrir auknar líkur 2. háþýstings vom 2.83 (95% öryggisbil: 1.48, 5.40). Svipuð tengsl sáust einnig fyrir sfyttri vaxtartímabil. Vaxtarhraði hafði ekki marktæk áhrif á blóðþrýst- ing stúlkna. Alyktanir: Vaxtarhraði drengja, en ekki stúlkna, á aldrinum 8 til 13 ára er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir hækkaðan blóðþrýsting og háþrýsting á fullorðinsaldri. V-53 Tengsl neyslu sykurskertra drykkjarvara á meðgöngu og fyrirburafæðinga Þórhallur I. Halldórsson1'2, Sjúrður F. Ólsen2 3Rannsóknarstofu í næringarfræði og HÍ, 2Matemal Nutrition Group, Division of Epidemiology Statens Semm Institut, Kaupmannahöfn tih@hi.is Inngangur: Þrátt fyrir auknar vinsældir og aukna neyslu sykurskertra matvara undanfarin ár eru enn uppi efasemdir um hollustu þeirra sætu- efna sem notuð em í slíkar vömr. Nýlegar rannsóknir á rottum hafa bent til að langtíma neysla aspartame geti hugsanlega aukið líkur á krabba- meini. Neysla sykurskertra drykkjarvara hefur einnig verið tengd aukn- um líkum á háþrýstingi. Ahrif neyslu sætuefna á meðgöngu hefur hins vegar lítt verið könnuð. í þessari rannsókn vom tengsl sykurskertra og sykraðra drykkjarvara við tíðni fyrirburafæðinga könnuð. Aðferð: Framvirk ferilrannsókn byggð á upplýsingum um drykkju- neyslu 59,334 þungaðra danskra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni "Bedre Sundhed for Mor og Bam" á árunum 1996 til 2002 (sjá www. bsmb.dk). Skoðuð voru tengsl sykurskertra gosdrykkja og sykurskertra ókolsýrðra drykkjarvara við tíðni fyrirburafæðinga (lengd meðgöngu <37vikur). Til samanburðar vom áhrif sambærilegra sykraðra drykkjar- vara einnig könnuð. Niðurstöður: Neysla á sykurskertum gosdrykkjum á meðgöngu var marktækt tengd aukinni tíðni fyrirburafæðinga (P=0,0001). Konur sem drukku 4 glös á dag eða meira af sykurskertu gosi voru 78% líklegri (95% öryggisbil: 19% til 166%) til að fæða fyrir viku 37 samanborið við konur sem ekki neyttu sykurskertra gosdrykkja. Marktækt samhengi fannst bæði hjá konum í kjörþyngd fyrir meðgöngu og hjá þeim sem vom yfir kjörþyngd og leiðrétting fyrir átta þekktum áhættuþáttum fyrirburafæðinga hafði ekki áhrif. Marktæk aukin tíðni fyrirburafæðinga sást einnig fyrir ókolsýrða sykurskerta drykki en engin tengsl sáust fyrir sambærilegar sykraðar drykkjarafurðir. Alyktanir: Neysla á sykurskertum drykkjarvörum á meðgöngu virðist vera áhættuþáttur með tilliti til fyrirburafæðinga. Óljóst er þó hvort um beint orsakasamhegi sé að ræða. V-54 Mat á gildi afturvirks tíðnispurningalista um fæðuval Tinna Eysteinsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Inga Þórsdóttir, Laufey Steingrímsdóttir Rannsóknastofu í næringarfratði við HÍ og Landspítala tinnaey@iandspitali.is Inngangur: Fáar heimildir eru til um áreiðanleika þess að spyrja eldra fólk um mataræði á fyrri æviskeiðum. Markmið: Að meta gildi afturvirks tíðnispurningalista um mataræði á miðjum aldri, en listi þessi var hannaður fyrir þátttakendur í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Aðferðir: Fæðuinntaka var metin afturvirkt með hjálp tíðnispurningalista hjá einstaklingum sem voru á miðjum aldri (38-53ára) þegar þeir tóku þátt í Landskönnun Manneldisráðs 1990 og gáfu þá greinagóðar upplýsingar um mataræði sitt á þeim tíma. Svör tíðnispumingalista, sem lagður var fyrir 2008-2009, voru borin saman við gögn frá sömu einstaklingum fengin á rauntíma árið 1990 og fylgni milli svara metin. Niðurstöður: Sterkust var fylgnin milli aðferða fyrir lýsisneyslu (r=0,53, p=<0,001 fyrir karla og r=0,58, p=<0,001 fyrir konur). Einnig sást góð LÆKNAblaðið 2010/96 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.