Læknablaðið : fylgirit - 01.05.2010, Blaðsíða 8
VISINDI A VORDOGUM
FYLGIRIT 63
Agrip veggspjalda
V-1 Ofnæmissjúkdómar hjá ungum ísiendingum -
framhaldsrannsókn
Anna Freyja Finnbogadóttir1, Bjöm Árdal1'2, Fierbert Eiríksson1,2, Helgi
Valdimarsson2'3, Bjöm Rúnar Lúðvíksson2'3, Ásgeir Haraldsson1'2
'Bamaspítala Hringsins, 2læknadeild HÍ, 3rannsóknastofu í ónæmisfræði, Landspítala
asgeir@lsh.is
Inngangur: Ofnæmissjúkdómar eru algeng heilbrigðisvandamál og
algengið virðist vaxandi, einkum hjá bömum. Lífsgæði fólks með
ofnæmissjúkdóma eru skert og fylgir þeim mikill kostnaður. Mikilvægt
er að þekkja algengi ofnæmissjúkdóma og breytingar þar á.
Markmið: Að varpa ljósi á þróun ofnæmissjúkdóma hjá íslenskum
börnum og unglingum.
Aðferðir: Rannsóknarhópurinn hefur fylgt eftir hópi einstaklinga frá
fæðingu í um 20 ár og metið ofnæmiseinkenni og sögu með reglulegu
millibili. Urtak rannsóknarinnar voru allir sem skoðaðir voru við
18-23 mánaða aldur (179 einstaklingar) sem nú eru 21 árs. Staðlaður
spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur, gerð líkamsskoðun og
húðpróf.
Niðurstöður: Þátttakendur voru 120. Alls höfðu 35 (29%) einstaklingar
verið greindir með astma en 16 (13%) höfðu haft einkenni síðastliðna
12 mánuði. Alls 54 einstaklingar (45%) höfðu sögu um einkenni frá
húð, níu (8%) voru með einkenni þegar rannsóknin fór fram. Sögu
um ofnæmiskvef höfðu 48 (40%) og 40 (33%) höfðu einkenni þegar
rannsóknin fór fram.
Niðurstöður: Niðurstöðurnar staðfesta að ofnæmissjúkdómar eru
algengir á Islandi og um margt sambærilegir við nágrannalönd. Breyting
á sýnd sjúkdómsins, þ.e. hátt algengi astma og atópísks exems í barnæsku
sem lækkar með aldri en vaxandi algengi ofnæmiskvefs er einnig í
samræmi við erlendar rannsóknir. Nokkra athygli vekur þó óvenju hátt
algengi ofnæmiskvefs hjá þessum 21 árs gömlu einstaklingum.
V-2 Pneumókokkar og hemophilus í nefkoki leikskólabarna,
faraldsfræði og möguleg tengsl við sýklalyfjanotkun
Ámi Sæmundsson1, Helga Erlendsdóttir1'2, Ásgeir Haraldsson1'3, Þórólfur
Guðnason1-4, Karl G. Kristinsson1'2
'Læknadeild HÍs, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Bamaspítala Hringsins, 4sóttvamarsviði
andlæknisembættisins
asgeir@lsh.is
Inngangur: Ónæmum pneumókokkum virðist fjölga á íslandi og
mikilvægt er að fylgjast með þessari þróun.
Markmið: Að kanna bakteríur í nefkoki leikskólabarna, sýklalyfjanotkun
og sýklalyfjanæmi. Faraldsfræði og sýklalyfjanæmi S. pneumoniae
(pneumókokkar), S. pyogenes (gr. A streptókokkar) og Haemophílus sp.
hjá leikskólabörnum var kannað.
Efniviður og aðferðir: Nefkokssýni voru tekin úr heilbrigðum
leikskólabömum vorið 2009, á 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Sýklalyfjanotkun, veikindi o.fl. var kannað með spurningalista. í
sýnunum var leitað að pneumókokkum, streptókokkum af flokki A
og Haemophílus sp. og gerð næmispróf, en (5-laktamasa próf gert á
hemophilus. Þá voru pneumókokkar hjúpgreindir.
Niðurstöður: Alls tóku 516 böm þátt í rannsókninni á aldrinum 1,2-
6,3 ára (meðalaldur 4,1 ár). Berahlutfall pneumókokka var 72,1%
(372/516), þar af voru 14,1% (57/404) með minnkað penisillfn-næmi
og var hjúpgerð 19F algengust. Enginn var ónæmur (MICal,5pg/ml).
Berahlutfall streptókokka af flokki A var 9,9% (51/516), þar af voru 3
ónæmir fyrir erythromysini. Berahlutfall Haemophílus sp. var 84,5%
(436/516), þar af voru 15,3% (79/436) (5-laktamasa jákvæðir.
Umræða: Mikil aukning hefur orðið á beratíðni pneumókokka miðað
við fyrri rannsóknir. Algengasta hjúpgerð pneumókokka með minnkað
penisillín næmi var 19F. Ónæmi fyrir >1 sýklalyfi var algengt hjá stofnum
með minnkað næmi. Bólusetningar hefðu væntanlega umtalsverð áhrif á
beratíðnina.
V-3 Meðfædd launeistu - fátíð á íslandi miðað við nágrannalönd
Ámi V. Þórsson12, Hörður Bergsteinsson1, Atli Dagbjartsson1'2, Jón H. Friðriksson1,
Steinn A. Jónsson1, Sveinn Kjartansson1, Kristín Leifsdóttir1, Gestur Pálsson1,
Þórður Þórkelsson1, Ragnar Bjarnason1,2
'Barnaspítala Hringsins, 2læknadeild HÍ
Arniv@landspitali.is
Inngangur: Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að algengi
meðfæddra launeistna (congenital cryptorchidism) hefur farið vaxandi
meðal margra þjóða. Sérstaka athygli hafa vakið niðurstöður
samvinnurannsóknar frá Danmörku og Finnlandi, þar sem algengi
launeistna var 9% hjá dönskum drengjum samanborið við 2,4% hjá
finnskum drengjum.1 Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi
launeistna við fæðingu hjá íslenskum drengjum.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn og þýðið samanstóð af
öllum drengjum sem fæddust á fæðingardeild Landspítalans á tveggja
ára tímabili l.október 2006 - 30. september 2008. Um það bil 70 % allra
fæðinga á íslandi fara fram á fæðingardeild Landspítala. Drengirnir voru
skoðaðir við fæðingu, síðan fimm dögum eftir fæðingu og við þriggja
og sex mánaða aldur. Drengir sem fæddust fyrir tímann voru skoðaðir
við útskrift af vökudeild. Staða eistna var ákvörðuð með staðlaðri tækni.
Allar tegundir launeistna voru teknar með í rannsóknina, en "retractile"
eistu voru talin eðlileg. Læknarnir sem framkvæmdu skoðanimar eru
allir reyndir sérfræðingar í nýburalækningum.
Niðurstöður: Á þeim tveimur árum sem rannsóknin stóð yfir voru 3391
drengir rannsakaðir Miðgildi fæðingarþyngdar var 3647,5 grömm (2775-
4770). Miðgildi meðgöngulengdar var 39 vikur (33-42). Við fyrstu skoðun
fundust alls 36 drengir með launeista. Algengi meðfæddra launeistna á
íslandi var því 1,06 %. Hjá einum dreng var hvorugt eista gengið niður.
Við 6 mánaða skoðun kom í ljós að hjá 6 drengjum (16,6%) höfðu eistun
gengið niður án inngripa. Öllum öðrum drengjum sem greindust með
launeista var vísað til barnaskurðlækna og samkvæmt nýlegum sam-
norrænum ráðleggingum2 gengust þeir undir skurðaðgerð fyrir 12
mánaða aldur.
Niðurstaða: Algengi meðfæddra launeistna hjá íslenskum drengjum
er lágt samanborið við nýlegar rannsóknir frá öðrum norðurlöndum.
Frekari rannsókna er þörf til að skýra verulegan landfræðilegan mun í
algengi meðfæddra launeistna.
1. Boisen KA, et.al. Difference in prevalence of congenital cryptorchidism in infants between
two Nordic countries. Lancet 2004; 363:1264.
2. Martin Ritzén E, et. al. Nordic concensus on treatment of undescended testis. Acta Pediatrica
2007; 96: 638-43.
V-4 Hátt CRP hjá börnum
Bryndís Baldvinsdóttir1, Sigurður Þorgrímsson1'2, Trausti Óskarsson2, ísieifur
Ólafsson1J, Sigurður Kristjánsson12, Asgeir Haraldsson1-2
'Læknadeild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins, 3rannsóknastofu í klínískri lífefnafræði, Landspítala
asgeir@lsh.is
Inngangur: Mælingar á CRP eru nýttar við greiningu sýkinga hjá
veikum einstaklingum. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá hvaða
sjúkdómsgreiningar eru algengastar hjá bömum með CRP >100 mg/L,
hver afdrif þeirra einstaklinga verða og hvaða meðferð er helst beitt. Að
auki voru ýmis faraldsfræðileg atriði skoðuð.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Upplýsinga var
aflað úr sjúkraskrám bama sem mælst höfðu með CRP >100 mg/L á
Barnaspítala Hringsins á árunum 2007 og 2008. Beitt var lýsandi tölfræði
og óháðu t-prófi.
Niðurstöður: Alls voru 417 sjúkraskrár skoðaðar þar sem CRP var >100
mg/L. Af þeim voru 118 með staðfesta bakteríusýkingu, 19 með staðfesta
veimsýkingu en 280 með aðrar eða óvissar greirtingar. Hlutfallsleg
áhætta (e. odds ratio) fyrir að greinast með staðfesta bakteríusýkingu
miðað við að greinast með staðfesta veimsýkingu reyndist 6,2, ef CRP
var >100 mg/L. Lungnabólga reyndist algengasta greiningin og kom
fyrir í 120 (28,8%) tilvikum. Flest bamanna höfðu verið veik og/eða með
8 LÆKNAblaðið 2010/96