Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 2
Listin ai lifa
Utgefandi: Landssamband eldri borgara, Suðurlandsbraut
30, 108 Reykjavík, sími 535-6000, fax 568-1026.
Ritstjórn og þjónusta: FEB í Reykjavík, Faxafeni 12,
sími 588-21 11, fax 588-2114.
Blaðstjórn: Helgi K. Hjálmsson, formaður, Bryndís
Steinþórsdóttir, ritari, Stefán Ólafur Jónsson, gjaldkeri,
Hafsteinn Þorvaldsson, meðstjórnandi, ásamt ritstjóra.
EFNISYFIRLIT
Leiðari: samskipti við stjórnvöld.........................2
Orð ritstjóra.............................................3
Sjóndeildarhringurinn: Ólafur Ólafsson....................4
Tryggingastofnun: Hækkun frítekjumarka 1. september.......4
Á grasafjalli: Dagbókarbrot Heimis Þórs Gíslasonar.......6-8
Mannrækt - trjárækt: Kynslóðabilið brúað.................10
Frá FEB í Reykjavík: Bridsdeildin 10 ára ................12
Ný heimasiða FEB í Reykjavík ............................14
Garnpokar í kirkjukjallara............................16-17
Opið hús hjá FEB í Reykjavík.............................17
Heimsmetið er ekki okkarl: Ólafur Ólafsson...............17
Krossgátan okkar.........................................18
Heimaey rís úr hafi...................................20-23
Klukkan stoppaði á meginlandinu ......................24-26
Gauja í Gaujulundi....................................28-30
Úr Húnaþingi: Nýr kór - nýtt félag í Húnaþingi...........30
Félagsskírteinið, hugleiðing: Pétur Guðmundsson..........30
Frá FEB í Vestmannaeyjum: Félagsstarfið..................31
Aflakóngurinn Hilmar Rós..............................32-35
Smíðaverkstæði með stóra sál..........................36-39
Púttsalurinn í Eyjum.....................................39
Herjólfur & Vilborg: Þjóðsaga frá Vestmannaeyjum.........40
Fræðsluhornið: Bryndís Steinþórsdóttir................42-43
Heilnæmt í gönguferðina .................................43
Hugmyndafræðin í steinsteypu..........................44-46
Jólakort FEB í Reykjavík 2002 ...........................46
Ríkisstjórnir breyti stefnu sinni: Helgi Hjálmsson.......47
Kynning: Ráðgjafi á lífeyrisaldri........................48
Frá FEB í Kópavogi ......................................49
Ástarhjal: Rætt við Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur........50-51
Hugleiðingar um starfið: Pétur Guðmundsson...............52
Alkort: í umsjón Jóns Aðalsteins Jónssonar...............54
Ritstjóri og markaðsstjóri: Oddný Sv. Björgvins - ob@simnet.is
Umbrot: Áslaug J. - aslaug@fjoltengi.is
Prentvinnsla: GuðjónÓ - vistvæn prentsmiðja 'w/-
Forsíðumyndin er af Ystakletti og Klettshelli í
Vestmannaeyjum. Klettsvíkin varð heimsfræg
þegar kvikmyndastjarnan Keiko fékk þar sama-
stað og Klettshellir er vinsæll viðkomustaður
ferðamanna. Mikil fugla- og eggjatekja hefur
alltaf verið í klettinum. Nánast er hætt að síga
til eggja, en lundaveiði er mikil og í sumar veidd-
ust yfir 20.000 fuglar. Einn af uppáhaldssöngvum
Gölla Valda, sem oft er sunginn í Eyjum, byrjar
svona: „Út í Ystakletti, út í Ystakletti álfl<onan
býr“. Ljrísmyndari: Rafn Hafnfjörö
Samskipti vid
stjórnvöld
Formleg „samráðsnefnd” ríkisstjórnar og fulltrúa
Landssambands eldri borgara var af hálfu ríkis-
stjórnarinnar sett á laggirnar í febrúar 1999, síð-
an eru rösklega þrjú og hálft ár.
I nefndina voru skipaðir þrír ráðherrar og þrír full-
trúar tilnefndir af LEB. Samkvæmt skipunarbréfi
skyldi nefndin halda þrjá fundi á ári. Hlutverk hennar
skyldi vera að hafa til umfjöllunar breytingar á lög-
um og önnur helstu atriði sem varða hag aldraðra
sérstaklega.
LEB fagnaði þessari skipan mála og taldi að nú
væri stefnt að því að taka upp svipað fyrirkomulag
hér á landi og tíðkast hefði á Norðurlöndum um
margra ára skeið og gefist vel. Þar eru að vísu víðast
haldnir miklu fleiri fundir á ári hverju en hér var ráð-
gert. Á Norðurlöndum hafa slíkir samráðsfundir ver-
ið raunverulegir vinnufundir, t.d. til undirbúnings
ríkisfjárlagagerðar.
Hér hefur þetta nefndarstarf til þessa nánast
verið í því fólgið að taka við fréttatilkynningum
ríkisstjórnar um ákvarðanir sem teknar hafa ver-
ið af hennar hálfu um málefni aldraðra.
Á samráðsnefndarfundi í lok júlí í sumar brá þó
svo við að ráðherrarnir stungu upp á að settur yrði á
laggirnar starfshópur sem fara skyldi yfir þær ábend-
ingar og tillögur sem fulltrúar LEB hafa lagt fram á
undanförnum misserum um lagfæringar á kjörum og
aðstöðu aldraðra.
A