Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 6

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 6
fyjM 1. í Smjörbítilshvammi á Melrakkasléttu. 2. Áð í grashaga á Melrakkasléttu. 3. Grös í þurrki. Dagbókarbrot Heimis Þórs Gíslasonar á grasafjalli gefa innsýn í heiðakyrrð og frið - sýna hvað hugurinn fer á flug í svo nánum tengslum við náttúruríkið. Heimir fræðir líka um fjallagrösin sem stuðluðu að heilbrigði forfeðra okkar um aldabil. í allmörg sumur hafa þau hjónin, Heimir og Sigríður Helgadóttir frá Höfn í Hornafirði, stundað fjallagrasatínslu á heiðum uppi. Útivistin er 4-12 vikur hvert sumar. Upphaflega brugðum við okkur í grasamó til að tína í pokaskjatta handa okkur sjálfum. Fjallagrösin hafa ætíð verið búbót hjá okkur. Eitt sinn komum við heim með svo mikið af grösum að sýnilegt var að við mundum ekki neyta [reirra allra. Afganginn seldum við í búð sem seldi heilsu- vörur. Næstu árin jókst tínslan og allt seldist. Svo var það árið 1990 að þýskt fyrirtæki, „Karl Engel- hart", spurðist fyrir um hvort hægt væri að kaupa hér fjalla- grös í tonnatali. Og við slógum til. Það sumar tíndum við, með hjálp vina og vandamanna, 3.5 tonn af hreinum og þurrum grösum sem Engelhart keypti. Síðan höfum við, hvert sumar, verið á fjöllum, lungann úr sumrinu og tínt grös. Vinnubrögð: Fljótlega þróuðum við vinnubrögð sem juku afköstin margfalt, bæði við tínslu, hreinsun og þurrk- un. Eitt var að nota heyhrífu með styttum haus eða 5-9 tindum. Með hana að vopni var hægt að standa við tínsl- una. Þetta reyndist síst verra fyrir hagann en hver önnur tínsluaðferð. Hafa ber í huga að fjallagrös eru ekki með neinar rætur, en liggja á jörðinni og nærast mest á því sem á þau fellur. Þau eru myndlaus sem kallað er. Takirðu eina flyksu og reytir hana í nokkur stykki verða til nýir einstaklingar. Ef þú hendir þeim svo aftur í hagann lifa þeir væntanlega allir áfram og stækka með tímanum. Eins þótt það snúi niður sem áður sneri upp. Yfirleitt voru grösin þurrkuð á plasti að kvöldi í tjald- búðunum, ef veður leyfði, annars næsta þurrkdag. Síðar um haustið voru þau svo þurrkuð betur með heitum súgi. Sé rakastig í grösunum hærra en 14-16% til lengri tíma, geta 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.