Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 12

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 12
BRIDSDEILDIN TÍU ÁRA Bridsdeildin var stofnuð 13. september 1992. Frumkvæbi a5 stofnun hennar átti Kristján Benediktsson, þáverandi formabur FEB í Reykjavík. Stofnfundurinn var haldinn á skrifstofu formanns að Hverfisgötu 105, starfsreglur ákveðnar og þriggja manna stjórn kjörin, sem var þannig skipuð: Eysteinn Einarsson formaður, Sigurleifur Cuðjónsson ritari og Kristinn Gíslason gjaldkeri. Jón Hermannsson var fljót- lega ráðinn til að stjórna spilamennsku og hélt því starfi til æviloka. |ón naut almennra vinsælda. í þau tíu ár sem bridsdeildin hefur starfað hafa ekki verið tíð formannaskipti. Lárus Arnórsson var kjörinn formaður á öðru starfsári, en Bergur Þorvaldsson hefur verið formaður s.l. átta ár. Bridsdeildin hafði ekki starf- að lengi þegar ákveðið var að fjölga stjórnarmönnum í 5 og sú skipun hefur haldist. Reykjavíkurfélagið sér bridsdeildinni fyrir húsnæði og aðstöðu til spila- mennsku. Fyrstu árin fór starfsemin fram að Hverfis- götu 105, síðan í nokkra mánuði í góðum húsakynnum Þorrasels í Skerjafirði, en frá 17. ágúst 1998 í félags- heimilinu Ásgarði, Glæsibæ. Starfseminni er þannig háttað að spilað er tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum kl. 13-17. Þátt- tökugjald er 250 kr. á mann, en félagið fær 50 kr. af þeirri upphæð. Tvímenningur er mest notaða keppnis- formið. Þátttakendur geta mætt þegar þeim hentar, en oftast hafa 40-60 manns spilað. Mesta þátttakan er 60 manns, minnst um 30. Ennþá mæta nokkrir sem hafa verið með frá byrjun. Brids er huglæg íþrótt sem þjálfar hugann í að beita rökréttri hugsun. Hún er ekki síst mikilvæg fyrir fólk sem er að lifa síðari æviskeið og komið fram yfir starfs- lok. Einbeiting og þjálfun hugans skiptir hér miklu máli. Bridsíþróttin byggir á samvinnu tveggja aðila and- stætt skákíþróttinni þar sem allt byggist á einstaklingn- um. Bridsíþróttin er geysilega vinsæl í heiminum og ís- land þar ekki eftirbátur annarra þjóða. íslendingar hafa tekið þátt í mörgum stórmótum á erlendum vettvangi, oft með ágætum árangri. Árið 1950 átti Island par í sveit Evrópu sem barðist um heimsmeistaratitilinn. Hin pörin tvö voru frá Sví- þjóð. Sveit Bandaríkjanna sigraði, en Evrópa hafnaði í 2. sæti. Fjörutíu árum síðar náði íslenska sveitin að verða heimsmeistari. Það þóttu mikil tíðindi í heimspressunni, að smárrki eins og ísland skyldi ná því marki. íslending- ar hafa eignast marga stórmeistara í skák og eru þar með hátt hlutfall miðað við fólksfjölda. Huglæg íþrótt á því upp á pallborðið hjá okkur íslendingum. l')úlíu&- céj[((Siiu(udssofi', ritarí brídsdeildar Bridsdeild FEB í Reykjavík býður 60 ára og eldri upp á skemmti- lega keppni í Ásgarði, Glæsibæ, á mánudögum og fimmtudögum kl. 13-17. Keppendur mæta þegar aðstæður þeirra leyfa. Námskeið fyrir byrjendur hefst 10. október í Ásgarði. Frá FEB í Reykjavík: HEILSA & HAMINGJA Fyrstu fyrirlestrarnir á haustinu Laugardaginn 26. október kl. 13.00 1. Samband heilsu og lífsgæða á efri árum. Tómas Helgason prófessor skýrir frá ýtarlegri rannsókn, sem gerð var hér nýlega. 2. Svefnþörf og svefntruflanir aldraðs fólks. Júlíus Björnsson sálfræðingur flytur erindi. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Ásgarði, Glæsibæ og hefjast kl. 13.00. Aðgangseyrir er 300 krónur og kaffi er innifalið. Allireru velkomnir. Nœstu fyrirlestrar verða 16. nóvember. Nánar tilkynnt á heimasíðu FEB og í dagbók Mbl. Frœðslu- og k)’nningarnefndin hvetur fólk til að mœta og kynna sér málefnin. Á eftir hverju erindi gefst tækifœri til spurninga og umrœðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.