Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 20

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 20
Heimaey rís úr hafi Umgirt klettadröngum, skerjum, smáeyjum og brotsjóum Eftir a5 fyrsta haustlægðin hafði barið gróð- ur og mannfólk, var siglt til Eyja, megin- landið yfirgefið. Hvítfextir sæhestar á brim- brjótum, Strandarkirkja, þung undiralda, hafiö enn órólegt eftir vindstreng gærdags- ins. Sjóleiðis skynjar maður vel fjarlægðina milli lands og Eyja, styrk haföldunnar, brim- ið á hafnleysum Suðurlandsins - og ósjálfrátt leitar hugurinn til náttúruhamfara fyrir nær 30 árum. Dufþaksskor í Heimakletti heitir eftir leiðtoga írsku þrælanna sem kaus heldur að kasta sér í hafið en falla fyrir hendi Ingólfs Arnarsonar og hans manna. Ljósm. O.Sv.B. Hvílíkan sálarstyrk og óbilandi kjark sýndu eyjaskeggjar og samheldni, þegar náttúruöflin knúðu þá til að yf- irgefa allt sitt í svartasta skammdeg- inu. Gosið hvæsti. Eldsúlur yfir húsum. Hvernig var fólkinu innanbrjósts? Skyldu sárin enn vera til staðar 30 árum síðar? Forvitnilegt að sækja Eyj- ar heim og kynnast Eyjafólkinu sem upplifði söguna. Klettadrangar rísa úr hafi, ótrúlega fagrir hamrarnir sem skýla Heimaey, særisar úr heitu undirdjúpi. Bleikir og gulbrúnir með klettasyllum og götum, kjörlendi fyrir bjargfuglinn. Hvítir flekkár í bjargi og bjargfuglar flögra hljóðlaust. Hvítar doppur á grænum möttli, sauðféð í snarbröttum hlíðum. Gríska eldfjallaeyjan Santorini í Mið- jarðarhafinu er heimsfræg fyrir stór- brotna fegurð. Islensku eldfjallaeyj- arnar eru enn stórfenglegri. Gaman að sjá hvað útlenda ferðafólkið horfir með mikilli lotningu. Hún rís úr sumarsænum; í silki- mjúkum blænum; með fjöll í feldi grœnum; mín fagra Heimaey... Texti Asa í Bæ syngur í eyrum. Skiljanlegt að Eyjabúar syngi lagið hans Heima á flestum samkomum. Hví hafa ekki fleiri listmálarar sest að í Eyjum, fest hin mögnuðu birtuskil á léreft, er nátt- úran hér of sterk fyrir landkrabbann? Brýtur á boða eða er bátur á ferð með hvítflissandi öldurák í kjölfarinu? Brimið svarrar. Aldan eilífa brotnar á hamraveggnum. Nú siglir Herjólfur í var. Kominn í höfn sem náttúran breytti á örskotsstundu, miðað við ei- lífðina, í bestu höfn landsins. Strákar á gúmmíbát kalla glaðlega til vina sinna um borð. Eyjabamið býr í stórbrotnu náttúruríki sem hlýtur að móta það ævilangt. Jón Kjartansson formaður FEB í Vestmannaeyjum tekur á móti mér, vörpulegur maður og sannur Eyjapeyi. Jón er fæddur á Oddsstöðum, ólst upp við Urðarveginn, æskuheimilið var Húsavík. Bæði húsin fóru undir hraun sem og æskuslóðir Jóns. Jafnvel kart- öflugarðar föður hans fóru undir sjó þegar höfnin var stækkuð. Jón dreym- ir sig oft sem strák að sækja mjólkina á Urðarveginum. Þaðan er hver þúfa og laut brennt í minninguna. Starf Jóns tengdist sjónum fyrstu árin. Síðan var hann vélstjóri á fiski- skipum og togurum í 15 ár. „Svo lenti ég í þeim ósköpum að verða formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja í 29 ár - og ekki fyrr laus úr þeirri prísund en ég var kosinn formaður eldri borg- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.