Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 29

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 29
Kletturinn „drekinn eldspúandi” gnæfir yfir lautinni. svo alkomin hingað haustið 1964, Er- lendur var þá að vinna í Netagerð Ing- ólfs. Mér leiddist alveg fram að gosi, ég er svo mikil sveitakona í mér.” Gauja segir að margt hafi orsakað leiðann í sér. „Mamma tók mjög nærri sér þegar ég flutti með börnin til Eyja, en ég fór eins oft að heimsækja þau og ég gat. Foreldrar mínir urðu bæði há- öldruð. Mamma varð rúmlega 102 ára. Ég á þeim mikið að þakka, þau hjálpuðu mér að ala upp eldri bömin mín, kenndu mér að elska guð og ná- ungann og rækta jörðina.” Gosið gjörbreytti viðhorfi Gauju til Eyja. „Yngsti sonur okkar varð 6 ára 23. janúar ‘73. Það var ókræsilegur af- mælisdagur. Um nóttina fannst mér fáránlegt að eiga að senda okkur í land. Ég hafði alist upp í nágrenni Kötlu og mamma sagði mér að vagga systur minnar hefði verið borin út á tún í miklum jarðskjálfta, en aldrei var talað um að flýja. Ég ætlaði líka að fara að baka flatkökur sem ég seldi, og var bálvond við Ella að fá ekki að sjá gosið. Þegar ég var svo loks sest út í bíl gerði ég samning við himnaföðurinn. Ef húsið stæði - kæmi ég aftur. Það stóð! Trúin hefur bjargað mér í gegnum lífið,” segir Gauja. í júlí 1973 snúa Gauja og Erlendur aftur heim, ein þeirra heppnu, húsið þeirra stóð, en innandyra var fremur óhrjálegt. „Vik- urinn náði hér upp á miðjan stofu- glugga, ytra glerið brotið og mikil aska á milli laga. Fyrsta verk okkar var að leita að eldhúsglugganum og moka okkur í gegnum vikurskafla, en þremur mán- uðum síðar var garðurinn í fullum blóma og mörgum þótti gaman að sjá það.” Vart er hægt að hugsa sér þá gleði, sem blómagarður nýrisinn úr vikurfjalli hefur vakið hjá fólki sem var að snúa heim. Garðurinn sýndi að hægt var að reisa Eyjamar upp úr vik- urfjallinu. „Ég var nú ekki ein um að moka úr garðinum. Synir mínir sex og sjö ára drógu mikið af vikri á snjóþotunum sínum út á götu, þeir voru svo spenntir að komast aftur heim, það er mikið gert fyrir krakka í Eyjum. Einn átta ára vinur þeirra sagði svo fullorðins- lega: „Auðvitað vil ég koma, enda er ég fæddur hér og uppalinn.” Blómagarður móðurinnar í Mýr- dalnum heillaði tíu ára stelpuna, sem dreymdi um að skapa sinn eigin blómagarð. Svart eldhraunið varð vettvangur Gauju, þar skóp hún undrareit sem allir ferðamenn heim- sækja. Mamma eignaðist blómagarð, þegar ég var tíu ára, sem var mitt líf og yndi. Hraunbreiður hafa líka alltaf hrifið mig. í Eldhraunið í Landbroti fór ég oft í berjamó. Ég var strax heilluð af nýja hrauninu, svo fallegir litir í stein- unum. Eitt sinn sem oftar er ég að ganga þarna um og horfa á steinana. Þá finnst mér einn kletturinn svo kunnuglegur. Ég hafði séð hann áður - í draumi, þegar gosið stóð sem hæst. Kletturinn var eldspúandi dreki. í himinhvolfinu yfir honum dönsuðu púkar. Ef þeir næðu saman í hring, þá yrði aldrei búið aftur í Eyjum. í draumnum var drekinn í Fagra- dalslandi á mjög kærum stað, en mér fannst svo sárt í svefninum að hann skyldi vera að spúa eldi yfir Eyjar. Ég hef oft verið berdreymin og skömmu síðar stoppaði hraunrennslið. Ég var búin að finna „drekann í draumnum” og hugsaði strax, að þarna gæti ég útbúið blómagarð. Leyfi var auðfengið, en eyjabúar voru hvatt- ir til að rækta upp hraunið. Þetta var árið 1988. Fyrstu tvö árin var ég alveg ein, Elli var alltaf að vinna.” „Víst var ég með þér, þegar við vorum að stela lúpínu í hrauninu,” skýtur Elli inn í. Gauja hefur greinilega vakið áhuga Ella síns á garðyrkjunni. Gauja bar fyrstu moldina niður í laut í fötum, fékk hana af moldarbíl sem keyrði um Eyjarnar. Síðan hafa komið um 30 bílhlöss af mold, og gamlar þökur af íþróttavellinum röt- uðu þangað. „Fyrstu trén, aspir, setti ég niður vorið 1989,” segir Gauja. „Þær dóu allar, vikurinn eyðilagði trjábörkinn, svo mikil hreyfing á hon- um fyrst. Þá fór ég að sauma utan um plönturnar yfir veturinn og allt fór að vaxa betur, sérstaklega eftir að girt var í kringum lundinn.” Gauja var reið við Ella sinn, þegar hann lét róta upp skjólvegg, en átti eftir að vera honum þakklát. „Ég hálf- skammaðist mín fyrir þetta fyrst, en fannst svo gott að geta verið í róleg- heitum úti í náttúrunni svona langt frá bænum. Mér datt aldrei í hug að aðrir færu að fá áhuga á lautinni minni.” Margar viðurkenningar hafa þau hjón fengið fyrir lundinn sinn m.a. Fréttapýramídann 1994. Margir leggja nú þessum dugmiklu hjónum hjálpar- hönd. Tveir 1100 lítra vatnstankar eru við lautina og séð um að keyra vatni í þá. Grassteinar á göngubrautum eru gjöf frá ókunnum gesti. Hún Gauja byrjaði á að bera mold- arfötur og flytja vatn í 25 lítra brúsum, 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.