Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 34

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 34
Hilmar í þremur hlutverkum: Skipstjórinn með kaskeitið og pípuna. í sparifötunum að taka við verðlaunum fyrir vel unnin störf. Glaður og reifur eldri borgari í púttsalnum í Eyjum. samning, að kaupa bátinn á ákveðnum degi, fyrir ákveðið verð, en það átti ekki að verða. Svo kemur gosið og ég fer 2-3 ferðir með fólk og búslóðir. Síðan fer skipið á loðnu, en á miðri vertíð, þegar verið er að fara út frá Grindavík í vonskuveðri, kastast skip- ið upp í klappir og verður þar til. Nú, ég átti að heita útgerðarstjóri með tvo báta, en fjölskyldan fær bara húsnæði í Hveragerði. „Omögulegt fyrir þig að búa í Hveragerði með tvo báta,” segir vinveittur maður og býður mér einstaklingsíbúð sína í Árbænum, sem ég þigg guðslifandi feginn. Fyrstu nóttina í Árbænum er farið að djöflast á útihurðinni. Ég ansaði ekki fyrst, en þetta var þá lögreglan. „Ert þú Hilmar Rósmundsson. Við erum með slæmar fréttir. Skipið þitt er strandað í Grindavík.” Heldur ónotalegt að vakna upp við þetta fyrstu nóttina, en áhöfnin bjargaðist sem betur fer. Staðan var slæm, hvern djöfulinn átti maður nú að gera? Nú, ég ákveð að fara um borð í Sæbjörgu, en vant- aði 5 menn. Þá var skollið á togara- verkfall í Reykjavík, svo að við feng- um 5 úrvalsmenn, fórum og fiskuðum heil ósköp og lögðum upp í Þorláks- höfn. Allan gosveturinn reri ég frá Eyjum. Við lágum inni aðra hvora nótt, en vorum oft reknir út, þegar ótt- ast var að hraunið færi að renna í höfnina. Við þetta var ekkert ráðið,” segir Hilmar „en konunni var ekki um að flytja aftur til Eyja, þó er hún Vest- mannaeyingur. Ég var alltaf úti í Eyj- um, en hún í landi með fjölskylduna. Einhver beygur í henni eins og fleir- um í fyrstu, en hann fór fljótlega af. Svo fórst síðasta Sæbjörgin okkar veturinn ‘84. Þetta var fyrsta kvótaár- ið og stór hluti kvótans í uppsjávar- fiski. Þeir voru á loðnuveiðum fyrir norðan og stefndu heim í jólafrí, þegar vélin bilaði og bátinn rak upp í sker í Hornvíkinni. Mannskapurinn bjargað- ist sem hefði verið útilokað ef bátinn hefði rekið upp aðeins austar eða vest- ar, mikil heppni yfir þeim. Þarna datt kvótinn okkar dauður niður! í dag hefðu nógir orðið til að kaupa hann. Við höfðum heimild til að byggja eða kaupa skip, en maður var farinn að eldast. Eftir þetta var ég að gutla á sjó með báta fyrir menn, en hætti síðan alveg og gerðist starfs- maður hjá Útvegsbændafélagi Vest- mannaeyja. Ég hef verið í stjórn Ú.V. í 25 ár, þar af formaður í 9 ár. Á seinni árum fannst mér gott að sameina þetta með stýrimannsstöðu á Herjólfi í afleysing- um.” Margfeldisáhrif kringum hvern bát Hvað segir maður sem búinn er að vera háseti á síldarbát og togara, skipstjóri og útgerðarmaður um stöðuna núna? „Eins og málin standa í dag, er nauð- synlegt að stjórna fiskveiðunum. Við erum með svo öflug skip, að við gæt- um klárað allt líf við íslandsstrendur á stuttum tíma. Þetta brask með kvótann er aftur stóralvarlegt mál. Þó verður eitthvað framsal að vera leyfilegt. Ég er ekki hlynntur því að hann koniist á fárra manna hendur, en þeir eru svo sterkir sem eiga kvótann að þeir eru farnir að segja öðrum fyrir verkum, þess vegna sé ég ekki að þetta breytist í bráð. Mjög alvarleg staða er að koma upp hér í Eyjum, bátum að fækka og atvinnan að minnka. Hver bátur er skipaður 6-8 mönnum, og í landi má reikna með 20-30 störfum við aflann sem hann skilar. Hver bátur hefur því margfeldisáhrif. Árið 1990 voru 60 bátar (VE yfir 12 tonn) skráðir í Út- vegsbændafélagi Vestmannaeyja. Nú eru aðeins tvö frystihús hér starfandi. Ef við getum ekki komið með eitthvað í staðinn, hlýtur fólki að fækka.” Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér hér í Eyjum - segjum eftir 20-30 ár? „Því miður er ég ekki of bjartsýnn á framtíðina í Eyjum. Otti minn byggist fyrst og fremst á þeirri breytingu sem er að verða á útgerðar- og fískvinnslu. Fyrir gos voru árlega gerðir út 70-80 bátar og 4-5 frystihús unnu afl- ann. Eigendur flestra bátanna voru 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.