Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 42

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 42
FRÆÐSLUHORRIIÐ Ágætu lcsendur! Bestu þakkir fyrir kveðjur, ábending- ar og uppskriftir. Ábendingar frá lesanda: Það voru ekki allir sammála um eitt af því sem ég ráðlagði síðast, þegar ég hvatti lesendur til að fækka innkaupa- ferðum og kaupa inn til fleiri daga í einu. Góð ábending kom um að það getur haft mikilvægt félagslegt gildi að leggja oft leið sína í búðina. Þar hittum við oft vini og kunningja sem við sjáum sjaldan og fáum góðan göngutúr að auki. Eftirlaun og bætur: Af gefnu tilefni vil ég minna á að mikilvægt er að fylgjast vel með því að eftirlaunin séu rétt. Einnig ellilaun og bætur sem við eigum kost á að fá, en þurfum að sækja um sjálf. Leitum upplýsinga hjá lífeyrissjóðnum okkar og/eða Tryggingastofnun ríkisins, ef við erum í einhverjum vafa um stöðu okkar. Ósk frá lesanda: Lesandi sagðist vera í vandræðum með að finna uppskriftir fyrir sykur- sjúka. Ég fór því á Göngudeild fyrir sykursjúka á Landspítalanum við Hringbraut. Þar hitti ég að máli Berthu Maríu Ársælsdóttur matvælafræðing og bað hana að gefa okkur góð ráð um mat- reiðslu fyrir sykursjúka. Ráðleggingar hennar geta höfðað til okkar allra. Veljum hollar uppskriftir. Minnkum fituna, einkum harða fitu og sykur- magn í uppskriftum. Höfum frekar strásætu (t.d. Canderel eða Sweet’n Low) á borðum ef þörf er á. Veljum trefjaríka fæðu og magrar mjólkurvör- ur án bragðefna. Minnkum viðbit. Borðum magurt álegg og grænmeti á brauðið. Borðum sem ferskasta fæðu og sem minnst unnar vörur. Notum nýtt eða frosið grænmeti og ávexti. Borðum reglulega á matmálstímum 4 máltíðir á dag og hæfilega mikið í einu. Höfum 2-3 tíma á milli máltíða. Ef við sleppum máltíðum borðum við meira í hvert skipti. Nauðsynlegt er að drekka nægilegt vatn. Látum ekki þær hvatir verða til þess að við förum ekki eftir ráðlegg- ingum sérfræðinga um skammtastærð- ir og samsetningu máltíða. Munum að dagleg hreyfing er nauðsynleg fyrir hvem sem er. Göngudeildir fyrir syk- ursjúka eru víða um landið, þangað geta allir leitað. Nauðsynlegt er að láta fylgjast vel með heilsu sinni. Svínabógur og grænmeti Uppskrift að góðum mat frá Þóru Elfu 500 g svínabógur, beinlaus í smábit- um eða svínasmásteik 2 appelsínur (safinn) 3 lárviðarlauf 4-5 dl vatn og kjötkraftur (svínakjöt) salt og pipar Grænmeti: 1 laukur 4-5 stórar gulrætur 2 paprikur blaðlaukur eða perlulaukar eða annað grænmeti 1. Laukurinn er hreinsaður, skorinn smátt og léttbrúnaður. 2. Kjötið er ljósbrúnað og látið í pott með lauknum, lárviðarlaufunum, appelsínusafanum, vatni sem er soðið upp á pönnu með kjötkrafti, salti og pipar. Látið vatnið aðeins fljóta yfir kjötið. Soðið við vægan hita í 15-20 mínútur. 3. Hreinsið gulræturnar og skerið í sneiðar ásamt blaðlauknum, en skerið paprikuna í ræmur. 4. Sjóðið gulræturnar með kjötinu í 5-10 mínútur, en papriku og blað- lauk í 2-3 mínútur. 5. Jafnið sósuna með maisenamjöli ef vill og bætið að lokum saxaðri steinselju saman við, ef hún er fyrir hendi, ný eða frosin. í staðinn fyrir áðumefnt grænmeti er notað það grænmeti sem fyrir hendi er og suðutíminn miðaður við það. Ef frosið grænmeti er notað í þennan rétt, er það látið út í að lokum og suðan látin koma upp. Svínabógurinn er bor- inn fram með soðnum hrísgrjónum og grófu brauði ef vill. Gróft brauð frá Sigríði Maríu 1 1 súrmjólk 1 egg 3 bollar hveiti (7-8 dl) 2 bollar heilhveiti (5 dl) 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.