Listin að lifa - 01.10.2002, Side 47

Listin að lifa - 01.10.2002, Side 47
Frá rá&stefnu um öldrun á vegum Sameinubu þjóbanna: Ríkisstjórnir breyti stefnu sinni! Efnahagsdeild Sameinuðu þjóðanna innan Evrópu stóð fyrir ráðstefnu um öldrun í Berlín 11.-13. september s.l. Ráðstefnan var skipulögð í samvinnu við þýska félagsmálaráðuneytið, eldri borgara og æsku Þýska- lands. Yfir 500 fulltrúar voru þátttakendur. Helgi Hjálmsson, varafor- maður LEB og formaður blaðstjórnar LL, sótti ráðstefnuna og greinir hér frá því markverðasta sem kom fram. Birgitta Scmögnerová, framkvæmda- stjóri UNECE, lagði áherslu á, að öldr- un væri skilgreind sem mikilvægur þáttur til lýðfræðilegra breytinga. Að mikil vandamál fylgdu aukinni öldr- un, en jafnframt opnuðust margir möguleikar. Áskorun til samfélagsins er að aðlagast þessum breytingum. Fundarstjóri var dr. Christine Berg- man, ráðherra fjölskyldumála, eldri borgara, kvenna og æsku Þýskalands. Hún tók undir að lýðfræðilegar breyt- ingar innan Evrópulanda, einkum auk- ið langlífi, leiddi til djúpstæðra form- breytinga. „Samstarf okkar og stefna þarf að hvíla á heilbrigðum grunni sem ræður við þessa breytingu. Að- eins þannig er hægt að skapa þjóðfé- lag, svo að allar kynslóðir verði jafnar og fullkomlega samhæfðar.” Alþjóðlegir fulltrúar frá stofnunum Sameinuðu þjóðanna sátu fyrir svör- um og yfirskrift pallborðsumræðna fyrri daginn var: Lýðfræðileg umskipti og vinnu- markaðurinn - hvert er vandamál- ið? Rætt var um, að fjölgun aldraðra og sívaxandi kostnaður hins opinbera af ellilífeyri samhliða síminnkandi vinnukrafti, undirstriki nauðsyn á lengri vinnuævi. Meðalaldur vinnandi fólks færi lækkandi. Ungt fólk sækti meira í menntun og frestaði komu sinni inn á vinnumarkað. Og vaxandi fjöldi eldra fólks léti af störfum löngu fyrir lögboðin aldursmörk. í mörgum löndum væri vinna eftir 65 ára aldur orðin undantekning, innan við 5% 65 og eldri stunduðu vinnu. Jafnvel hjá fólki 45-55 ára væri vinnuþátttaka að fara undir 50%. Samhliða fjölgun ævi- ára hefði eftirlaunaaldur lækkað. Tutt- ugu plús starfslokaár væru ekki óal- gen|. Ahersla var lögð á, að núverandi tryggingakerfi gæti ekki staðist til lengdar með auknu langlífi og fækkun þeirra sem bera það uppi. Nauðsynlegt væri að hvetja fólk til lengri þátttöku í virku starfi. Sumir töldu of dýrt að ráða eldra fólk til starfa, að engin haldbær rök væru fyrir því að eldri verkamenn væru „dýrari” en þeir yngri. Mörgum fannst „falin niður- greiðsla” í starfslokum, þar sem þau hvetja vinnandi fólk til að yfirgefa vinnumarkaðinn fyrr. Ekki væri held- ur víst að starfslok sem tekin eru of snemma, sköpuðu ný störf fyrir nýtt fólk. Rætt var um að hvetja eldra fólk til sjálfboðastarfa. Lýðfræðileg umskipti, tækifæri og takmarkanir á samstöðu kynslóð- anna Undir þessum lið var rætt um mikil- vægi heimaþjónustu og bent á að um nýja þjónustu væri að ræða, sem hefði þróast verulega s.l. 10-12 ár. Mikil á- hersla var lögð á að eldra fólk gæti búið sem lengst heima, það væri þjóð- hagslega miklu hagkvæmara en að flytja fólk á stofnanir löngu áður en heilsufar og aðstæður krefðust þess. Framleiðni og athafnasöm öldrun var yfirskrift eins fyrirlestrar sem haldin var samhliða pallborðsumræð- um. Fyrirlesari lagði áherslu á mikil- vægi breytilegs eftirlaunaaldurs og taldi að lífeyriskerfið þyrfti að vera vinnuvænt hvað varðar laun, skatta og gjöld. Hann benti á fjársjóði reynslu og þekkingar hjá eldra fólki og mikil- vægi þess að nýta þá. Að kjörorðið sé: að bæta lífi við árin - athafnasemi og virkni í starfi og leik. Fræðsla og þjálfun á alltaf að vera til staðar, svo að ný tækni valdi því ekki að fólk láti af störfum fyrr en ella. „Aðalboðskapur ráðstefnunnar er að ríkisstjórnir verða að breyta stefnu sinni svo að allir njóti lágmarks lífeyr- is og öll mismunun verði aflögð,” seg- ir Helgi. 47

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.