Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 32

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 32
Aflakóngur Hilmar R Aflakóngar eru þeir kallaðir fengsælustu skipstjórarnir - og hafa löngum verib mikils metnir. Skipsrúm hjá þeim þýddi öruggar tekjur, bátarnir töldust happafleytur, svo ekki sé talað um ef skipstjórinn var aflakóngur fleiri vertíðar í röð, eins og Hilmar Rósmundsson. Hilmar prófaði síldarbátinn og togarann, en hallaði sér að bátaútgerð. Hann er góður fulltrúi þeirrar atvinnugreinar sem Vestmannaeyjar byggja á. Hilmar býr í fallegri íbúð í Bláa húsinu, sem upphaflega var byggt fyrir starfs- fólk sjúkrahússins, en síðar breytt í kaupleiguíbúðir fyrir ellilífeyrisþega. Hann tekur á móti okkur, léttur á fæti, með hafblik í augum og stígur aðeins ölduna. Auðvitað er hann búinn að hella upp á könnuna og yfir kaffibolla eigum við þægilegt spjall. Hilmar er ekki innfæddur, en hefur verið heimamaður í Eyjum í hálfa öld. „Ég hef alltaf kunnað ákaflega vel við mig í Eyjum og á marga vini hérna. Það sást best í sjötugsafmælinu mínu þegar 250 manns komu til að árna mér heilla. Ég óska Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum ávallt alls hins besta.” Já, Hilmar Rós eins og Vestmanna- eyingar kalla hann, er nú landkrabbi í Eyjum. Skagfirðingur í báðar ættir, en fæddur og uppalinn á Siglufirði. „Ég ólst þar upp á gullgrafaratíma sfldarár- anna, á bryggjunum við hafið.” Strák- urinn fékk fljótt að velta tunnum fyrir síldarstelpurnar og hefur sjálfsagt strax fengið hafblik í augun. „Spriklandi silfur í sólareldi, sökk- hlaðinn bátur í áfangastað...” segir Asi í Bæ. Sérstakt andrúm á sfldarár- unum. Hilmar kemst ungur á síld- veiðibát og „sjómannslífið" verður „draumur hins djaifa manns...” eins og í ljóði Lofts Guðmundssonar. Er erfítt að vera orðinn land- krabbi, Hilmar? „Nei, ég var á sjötugsaldri þegar ég hætti, vökur og stöður orðnar erfiðar, 30% af þrekinu fara í að standa báruna. Sjólagið getur verið leiðinlegt, ég veit hvað sjóveiki er, en ekkert meira. Eftir 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.