Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 23

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 23
Skansinn er sögulegt fallbyssuvirki í Eyjum. Hér stóðu menn vörð svo að óboðnir gestir kæmust ekki inn í höfnina. Jón Kjartansson stendur hér eins og varðmaður. Tvö hús prýða Skansinn og falla einstaklega vel inn í umhverfið. Þetta eru hin nýja stafkirkja frá Noregi og húsið Landlyst. Ljósm. O.Sv.B. breyttist eftir gos, svo margir sem komu ekki aftur. Um 500 eldri borgarar eru í Eyjum, en aðeins 200 félagsmenn. „Ég segi að áhættusamt sé að ganga í félagið, dánartalan sé svo há,” segir Jón kími- leitur. Þau ræða um mikilvægi þess að sem flestir séu félagsmenn, maður sé manns gaman og hver félagsmaður leggi kjarabaráttunni lið. „Það þyrfti að vera þáttur í blaðinu undir heitinu Listin að tóra,” segir Jón. „Það eru ekki mjög margir fátækir í Vest- mannaeyjum,” segir Kristjana. Hvort þátturinn Listin ab tóra sjái dagsins Ijós er undir lesendum sjálfum komiö. Sendib inn efni! Gosið kemur aftur og aftur upp í umræðunni. Kristjana og eiginmaður voru með Eyjabúð. Þegar barið var á útidyrnar hjá þeim um nóttina og hrópað: Gos! Var svarið: Settu það bara á tröppurnar! „Við sofnuðum aftur. Lögreglan vakti okkur um morguninn og við fór- um með flugi. Ég gleymi aldrei eina samferðamanninum. Sá var búinn að missa húsið sitt, búið að skjóta skepn- urnar hans. Þarna sat hann á níræðis- aldri með kistilinn sinn á hnjánum - Þorbjörn bóndi á Kirkjubæ. Lögreglan tók við húslyklunum, en búið að brjóta allt upp þegar maður kom aftur. Ég var heppin, bara Islend- ingasögunum stolið frá mér,” segir Kristjana. „Það var rosalega miklu stolið!” Og þau ræða um svarta plast- poka fulla af illa fengnum varningi. „Verst hvað maður var illa þokkað- ur uppi á meginlandinu,” segir Jón „pípt á okkur í umferðinni sem voru með V-númer. Lasteignir stórhækkuðu í verði og sagt að við hirtum allar í- búðir. „Þessir andskotans Vestmannaey- ingar fá allt upp í hendurnar,” sagði einn heitreiður við mig. „Þið Reykvíkingar eruð ekki eins vitlausir og þeir að fara að láta gjósa undir ykkur,” svaraði ég að bragði. „Ertu Vestmannaeyingur?” sagði hann þá. „Lg var að verða sátt við að búa á meginlandinu, en bóndinn ekki,” segir Kristjana „en við urðum að fara heim, vorum með byggingarvöruverslun og það vantaði allt úr búðinni.” Kristjana segist ekki hafa áttað sig á því, hvað þetta hafði tekið á hana, fyrr en hún kom aftur til Eyja. „Ég flýtti mér að setja upp sólgleraugu, ég grét svo mikið.” Ég vil þakka Jóni, Krístjönu og Hilmarí fyrír frábærar móttökur. Eiimig Sveini, Gauju og Önnu fyrir að gefa okkur hlutdeild í sínum innra manni. Vestmannaeyjar eru líkt og Is- land allt í smásjá. Við búum flest við hafið, mörg í nálœgð við eldstöðvar. Að skynja lífsreynslu þessafólks gefur mikið. ‘®. cHi-. ÉÉ). 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.