Listin að lifa - 01.10.2002, Síða 22

Listin að lifa - 01.10.2002, Síða 22
Hér breiðir Heimaey úr sér á haffletinum á góðviðrisdegi, sléttur sjór og örfáir hvítir skýhnoðrar á lofti. Ljósm. Sigurgeir Jónasson. Jón sýnir mér Kaplagjótu þar sem hestum varpað niður þegar hrossa- kjötsát var bannað í katólskum sið. Sumir telja þetta vera þær Ægisdyr sem Landnáma getur um: „í Herjólfs- dalfyrir innan Ægisdyr, þar sem nú er hraun brunnið.” Svo magnað er út- sogið í hinu þrönga sævarsundi, að manni finnst Ægisdyr vera réttnefni. Tjörnin í Herjólfsdal er enn rauðleit eftir þjóðhátíð, en grasið búið að jafna sig eftir allt úrhellið og mannfjöldann. „Tjörnina lita þeir í ýmsum blæbrigð- um á þjóðhátíð,” segir Jón. Héðan eru frásagnir um fyrstu byggð í Eyjum. „Gott til aðseturs áður en stórskriðurnar féllu og ágæt vatnsból." Munnmæli herma að forn hleðsla urn Lindina í Dalnum sé verk Herjólfs, svo að aðrir næðu ei til vatnsins. Talið er að bær Herjólfs, fólk hans og fjármunir hafi orðið undir miklu skriðuhlaupi úr Blátindi. Fjósa- klettur á að bera nafn af fjósi Herjólfs landnámsmanns. Sagan er hér við hvert fótmál. Þrælaeiði þar sem Ingólfur drap þræla Hjörleifs, Dufþaksskor eftir leiðtoga þeirra sem kaus að varpa sér í hafið. Ræningjatangi þar sem Tyrkirnir laumuðust í land, íbúarnir földu sig í hellum og klettasyllum, en ræningj- arnir náðu flestum. „Ekki fólkinu af Þorlaugargerðissyllu,” segir Jón og bendir upp í tvítugan hamar. Undir skipsljósum og gossögum Já, þau tóku vel á móti mér félagsfólk- ið í Eyjum. Jón formaður, Kristjana Þorfinnsdóttir fyrrverandi formaður í 14 ár og heiðursfélagi, og Hilmar Rósmundsson. Gaman að spjalla við þau yfir kvöldverði á veitingahúsinu Lanterna „luktin”. Skipsljós eru hér í glugga. Allt tengist sjónum, gamla skipsklukkan yfir útidyrunum, frábær- ir sjávarréttir, orð sem landkrabbinn skilur ekki. Hvað merkir blúss? Á línuvertíð- inni í Eyjum urðu allir bátar að leggja af stað í róður samtímis. Bátarnir söfnuðust því saman á ytri höfnina og biðu eftir ljósmerki á Skansinum, það var kallað að gefa „blússið.” Það var mikilfengleg sjón að sjá 50-60 vél- báta þjóta af stað þegar „blússið” hafði verið gefið. Ási í Bæ lýsir þessu vel: Skipstjórar kalla, skipanir gjalla, vélarnar emja, æpa og lemja, á haf skal nú haldið til veiða... Talið berst að bryggjum, fullum af fiski, þegar handlanga þurfti aflann á land, þegar skoðað var upp í fiskinn eða hann ristur á kvið til að kanna ætið á veiðislóðinni. Gerði aflakóngurinn þetta? „Ég var bara athugull,” segir Hilmar hóg- vær „svaf laust. Oft snarlygndi á morgnana. Þá var lag að ræsa strák- ana! Maður lærir ekki að fiska!” Gamlir tímar - ný saga. „Bærinn er góður við okkur sem erum að verða gömul,“ segir Kristjana. „Hér þarf fólk ekki að bíða eftir vist á sjúkrahúsi eða hjúkrunarheimili, geðveiku og heilabiluðu fólki er ekki kastað út á götuna.” En eldra fólkið hér fyrir 30 árum varð gamalt á einni nóttu, fáir fóru eins illa út úr gosinu. Frá dvalarheim- ilinu í Hveragerði vafraði það stefnu- laust urn bæinn - vantaði að geta labbað niður á bryggju. Mannlífið 22

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.