Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 40

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 40
Þjóbsaga þessi frá Vestmannaeyjum er tengd fyrsta landnámsmanninum þar og heitinu á Herjólfsdal. Herjólfur & Vilborg Sagan segir að í fyrndinni hafi maður nokkur að nafni Herjólfur búið í þeim dal á Vest- mannaeyjum sem síðan er nefndur Herjólfsdalur. Er daiur sá á þrjá vegu umkringdur háum fjöllum, og veit mót haflandssuðri, vestan til á Heimaeyjunni sem svo er kölluð. Bær Herjólfs stóð í dalnum vestanverðum undir háu og snarbröttu hamrafjalli. Hann var sá eini af eyjabúum er hafði gott vatnsból nærri bæ sínum, og komu því margir þangað til að beiðast vatns, en hann vildi engum una vatns nema við verði. Sagt er að Herjólfur hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og var hún að skapferli ólík föður sínum og þótti henni hann harðdrægur, er hann seldi nábúum sínum vatnið. Stalst hún því til þess oft á nóttum, þegar karl vissi eigi af, að gefa mönnum vatn. Einhverju sinni bar svo við, að Vilborg sat úti nálægt bænum og var að gjöra sér skó. Kom þá hrafn til henn- ar og tók annan skóinn og fór burt með hann. Henni þótti fyrir að missa skóinn, stóð því upp og fór á eftir hrafnin- um. En er hún var kornin spölkorn frá bænum, féll skriða undramikil úr fjallinu og yfir bæ Herjólfs sem þá var í bænum og varð undir skrið- unni. Vilborg átti hrafninum líf sitt að þakka, en hún hafði margsinnis vikið að hrafninum góðu og var hann því orðinn henni handgenginn. Síðan segir sagan að Vilborg hafi reist bæ þar sem nú heitir á Vilborgarstöðum, og mælt svo fyrir að tjörn ein, sem nú er suður undan bænum, skyldi Vilpa heita, og skyldi engum verða meint af vatni úr Vilpu, þó það væri ekki sem fallegast útlits, og er hún al- mennt vatnsból frá bæjum þeim er næst liggja. Það er og sögn manna að vestan til í Vilborgarstaðatúni sé Vilborg grafin, og er það í daglegu tali kallað Borguleiði. (Eftir séra Brynjólfi Jónssyni í Vestmanna- eyjum - Jón Ámason: Þjóðsögur II, 81) Vilborgarstaðir fóru undir hraun í eldgosinu 1973. Nokkrum árum áður hafði barn drukknað í tjöminni Vilpu og hún því ræst fram og fyllt upp, enda löngu hætt að gegna því hlutverki að sjá ná- grönnum sínum fyrir neysluvatni. 9.% 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.