Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 25

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 25
Anna á íslenska búningnum sínum sem hún vígði áramótin 1972-73 og bjargaði undan hraunflóðinu. Erfðasilfur og útsaumur er einstaklega fagurt. íslenska fálka- orðan blikar á barmi Önnu, en hana hlaut hún árið 1966 fyrir störf sín að félags- og líknarmálum - í 20 ár var hún formaður Kvenfélagsins Líknar. í sjötugsafmæli elstu systur okkar sem bjó í Fljótshlíðinni. Ég fór ekki. Eitt- hvað sagði mér að fara heima, þeirri rödd hlýddi ég. Móðir okkar var hjá systur minni í Laufási. Þar sem við erum að klæða okkur þama um nóttina, kemur mágur minn og segist ekki ráða við mömmu. Gamla konan sagðist ekki þurfa á fæt- ur, þótt kviknað væri í uppi á bæjum, þ.e. Kirkjubæjum. Svo ég þaut út í Laufás, klæddi hana í fötin og kom henni út. Þá voru allir úr nágrannahús- unum komnir út á götu og aska farin að falla og loftið að hitna. Ekkert annað að gera en forða sér niður að bryggju og í bátana. Ég man ég sagði! „Þurfum viðjDess?" Skelfileg tilhugsun að flýja! Ég er stíga inn í bílinn, en sný við, verð að fara inn í húsið mitt og taka íslenska búninginn minn. Bóndi minn kallaði að engan tíma mætti missa. Það var það eina sem við tókum með þegar við yfirgáfum húsið okkar sem fór undir hraun í mars um veturinn. Þegar til Reykjavíkur kom var enginn tannbursti. greiða, peningabudda né neitt annað sem á þurfti að halda. Svo streymdi fólkið í bátana, 180 manns í bátnum okkar, Gullberginu, 6 ungabörn í koju skipstjórans. Mamma var lögð þar á bekk og ég settist fyrir framan hana í dreifbýliskápunni minni sem ég ætlaði að fara úr, en sé þá að ég er bara í síðbuxum og brjóstahaldara.” Hræðilegar drunur lágu í loftinu frá eldstöðvunum. „Ógeðslegt hljóð eins og hvæs,” segir Anna. „Ég man líka vel hugsanir mínar þegar siglt var fyr- ir Heimaklett. Maður hlustaði með samúð á fréttir um eldgos í Mexíkó jólin ‘72 þegar milljónir misstu heim- ili sín. Skyndilega rann upp fyrir mér ljós - guð, við erum í sömu sporum!” Önnu og fjölskyldu var tekið hlýj- um höndum í landi. Vélsmiðjan Héð- inn var fyrsta athvarfið og þar voru kjötbollur á borðum. „Þær hafa vafa- laust verið góðar, en man ekki til að ég smakkaði á þeim. Síðan lá leið okkar í Stýrimannaskólann sem var fullur af ráðvilltu fólki. Þá fannst mér við eiga bágt.” Anna segir þau hafa legið upp á frændfólki fram í mars, þá fengu þau þriggja herbergja íbúð, átta saman. Hvæsið frá eldstöðvunum átti eftir að fylgja Önnu hverja nótt allan vetur- inn. „Ég losnaði ekki við það fyrr en 12. júní.” Sérstök atburðarás losaði Önnu úr viðjum óttans. Hún var for- maður Kvenfélagsins Líknar í Eyjurn og um vorið er hún boðuð á skrifstofu Kvenfélagasambandsins. „Þar til- kynna þær að mér sé boðið á orlofs- daga húsmæðra í Uddevalla í Svíþjóð. Mér óx í augum að fara þetta ein- sömul, en svo hart var að mér lagt að ég lét tilleiðast. Ég flaug til Osló, síðan til Gautaborgar og gekk þar um götur fyrsta kvöldið. Síðar var mér sagt, að ég hefði gengið um hættulegasta borg- arhlutann og mætti þakka fyrir að ekki hefði verið ráðist á mig. Á hótelinu í Gautaborg var fyrsta nóttin eftir eldgos sem ég svaf eins og manneskja.” Hús Önnu hvarf undir hraun, en bjargaðist eitthvað af dótinu hennar? „Sófasettið og svefnherbergishús- gögnin náðust út með herjum, sófa- settið með brunablettum og svo illa farið að Leifi vildi henda því. - „Erum við ekki búin að missa nóg?“ sagði ég. Stellin rnín fékk ég heil, myndir og smádót. Maður var að taka á móti ein- um og einum hlut, og allt varð svo 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.