Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 7

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 7
þau spillst vegna sveppa- og gerla- gróðurs. Einu sinni hitnaði á nokkrum dögum í yfirbreiddum grasabing hjá mér sem í voru rök grös (um 100 kg). Mun seinlegra er að tína blaut grös en þurr, þau eru meira en 100% þyngri en vel þurr grös. Lífið á grasafjalli Alls höfum við slegið upp tjaldbúðum í grasalandi síðustu 15 árin, á 20-25 stöðum. Oftast á Jökuldalsheiði, en þó fjórum sinnum á Melrakkasléttu. í flestum tilfellum langt frá alfaraleið. Eitt sumarið vorum við í 5 vikur hjá Klapparlæk við Gestreiðarstaðakvísl án þess að verða nokkurn tíma vör mannaferða. Staðinn nefndum við Búðabakka. Þarna á heiðinni er fátt um ömefni og miklum erfiðleikum bundið að búa í örnefnalausu landi. Úr þessu vorum við að bæta smátt og smátt alla daga. Hugsið ykkur muninn á að segja: „Eg gleymdi nestistöskunni á balanum vestan við háamelinn, sem liggur út í mýrina með tjörninni þar sem álfta- hjón hafa verið að byggja upp laup.” Eða: „Eg gleymdi nestistöskunni inni á Steytubakka.” Steytubakki fékk nafn af veðrátt- unni sem ríkti dagana sem við vorum að tína þar. Reyndar komu flest ör- nefnin til vegna útlits eða einhvers at- viks, svo sem: Gæsabakkar, Grjót- brjóst, Vaðbrekka, Stuðlamelur, Kríu- steinar, Hans og Gréta eða Áttapoka- bakki. Þá fengu allir staðir, þar sem við tjölduðum, sitt nafn. í sumurn til- fellum var örnefni fyrir í nágrenninu svo sem: Arnarbælistjöm, Fagra- hvammalækur, Bláskriða eða Smjör- bítilshvammur. Til viðbótar komu ný- nefni svo sem: Snæhvammur, Veggur, Búðahvammur, Kríutjörn, Stóralág eða Bólstaður. Alls geymi ég í hugskoti mínu eða dagbókum, sem ég færði þama á grasafjalli, um 100-150 nafngiftir, mismerkilegar. Annað eins eða meira er gleymt að eilífu og sakar ekki. Ör- nefnin þarna, t.d. á Jökuldalsheiði, frá því að þar var búið, eru auðvitað margfalt merkilegri. Að standa á Ingi- bjargarhóli í nágrenni Háreksstaða á sólríkum logndegi gefur augnablikinu margfalt vægi þegar maður veit tilefni nafngiftarinnar, en við hólinn fannst kona að nafni Ingibjörg örend fyrir langa löngu. Lrklega varð hún úti í óveðri, en það er mér ekki fullkunnugt um. Þorri forðum feykti snjá að fanna- köldu bóli. Logn og sólskin eru nú á Ingibjargarhóli. Tilhögun vinnudags var þannig, að farið var í hagann um kl. 9 að morgni og komið heirn um kl. 18, þó með allskonar undantekningum. Þá farið að sinna kvöldverði og stússa við grösin. Taka saman, grófhreinsa eða breiða í þerrinn. Óveðursdagar voru gjarnan notaðir til kaupstaðarferða, l-2svar í viku, sjaldnar ef langt var að fara um torfarinn veg. Oftast var búið við ágæta aðstöðu: í tjaldvagni með fortjaldi, eða hjólhýsi og hústjaldi. Eitt sumar bjuggum við hjónin í stórri jeppakerru sem ég „inn- réttaði”. Verustaðimir voru ætíð upp- hitaðir með gasofnum og eldað á þriggjahólfa gashellu. Við höfðum oftast NMT farsíma, kæliskáp, útvarp og stundum sjónvarp! Yfirleitt var slegið upp snyrtiklefa úr flekum með vatnssalerni og sturtu. Ætíð var verkfærataska meðferðis með því nauðsynlegasta til viðgerða svo sem nöglum, hosuklemmum o.fl. Sjálfsagt var aðstaða okkar mikill lúx- us, miðað við heiðarbýlin þarna á sín- um tíma. Eitt sinn brá ég bíl (L 300) og kerru á bílavog áður en ég ók af stað til fjalla. Vogin sýndi 3.740 kg, farangur 1.500 kg! I hugskotinu ber hæst minningar frá kyrrðarstundum, þegar kvöldsólin roðaði ský og fjallatinda, jafnvel alla nóttina um Jónsmessuleytið. Þá kveiktu hughrifin löngun til að drepa niður penna. Stundum var lagst í flakk um óttu eða lokið við tvítuga drápu fyrir rismál. Ég læt hér duga fjórar hendingar: A hvamminn græna, um rismál snemma, röðulbirtu sló. Sú roðabirta kyssti hól og grund. A demantstæra glitraði þar dögg í grasamó. Eg gleymi aldrei slíkri morgunstund. Flesta daga gerðist eitthvað frá- sagnarvert sem rætt var um yfir kvöld- verði. Ef ekki veðrið eða vinnan, þá einhver uppákoma í dýraríkinu. Eitt sinn kom til okkar grágæsarungi, frá- villingur, sem aldrei vék frá búðunum nema nokkra metra. Hann var alinn á því sem talið var gæsamatur. En tófan kom svo eina nóttina. Á blóðvellinum lágu aðeins eftir garnir og fiður. í ann- að sinn kom til okkar dúfa og hélt til í marga daga undir kerrunni, dauð- hrædd við kjóana. Merking á fæti sýndi að eigandi bjó í Mosfellssveit. Einn sunnudag hvarf hún. Ekki hafði ég spurnir af hvort hún komst heim. í heiðinni verpa margar fuglateg- undir, t.d. álft, grágæs, heiðagæs, lóa, sendlingur, óðinshani, sólskríkja og kjói. Ótrúlegur vandræðagangur er á mörgum varpfuglinum. Vörhret og snjóalög leika álftirnar grátt. Þær geta ekki frestað varpi þótt snjór sé yfir laupnum frá fyrra ári. Vorið 1993 hafði ein verpt á bakka sem stóð upp úr snjó. Þar var bara skum þegar ég kom á staðinn. Álftarsteggurinn virtist ekki búinn að átta sig á aðstæðum og vann baki brotnu við að byggja upp hreiðurlaup, en frúin sat hnípin hjá og leit ekki við hreiðrinu. Nokkru síðar mældi ég stærðina á laupnum, sem var um 2.5 x 1.6 m. Ekki fór hjá því að grasafólkið fyndi eitt og annað, gangandi þúfu af þúfu, dag eftir dag, sumar eftir sumar. Sumarið 1994 fundum við peninga- veski milli þúfna, um 4 km frá þjóð- vegi. í því var bara ökuskírteini. Eig- andi reyndist vera frá Dalvík og kvaðst hafa týnt veskinu fyrir 5 árum, akandi um Jökuldalsheiði í myrkri og vetrar- stormi. Er hann hugðist laga keðjur á vörubílnum, rann veskið úr vasa hans og skrunaði á gljá út í myrkrið. Feginn varð ég er hann staðfesti, að engir pen- ingar hefðu verið í veskinu. Kúnstugast í fjallakyrrðinni var þegar herþota flaug í lágflugi yfir búð- irnar. Allir þustu út, enginn vissi hvaðan á hann stóð veðrið. I útvarpinu um kvöldið kom skýring á fyrirbær- inu. Herinn á Keflavíkurflugvelli að prófa nýtt fjarskiptakerfi, vélin að kanna skilyrðin og flaug því sem lægst. Segja má að þetta hafi verið viðburður úr „mannheimum.” Ég má til að bæta við öðrum úr ríki náttúr- unnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.