Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 44

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 44
Hugmyndafræðin í steinsteypu Eygló Stefánsdóttir formaður Markarholts situr fyrir svörum Skortur á úrræðum er alltaf jafnmikill þegar eldra fólk missir heilsuna - og heilsuleysið virðist alltaf koma jafnmikið á óvart. Eldra fólk býr almennt við góðar aðstæður, vill halda sjálfstæði sínu og reisn, og er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Ýmsar leiðir hafa verið í boði, en ennþá vantar stað þar sem eldra fólk getur gengið inn, beðið um heilsufarslegt mat og fengið þjálfun, öfl- uga heimaþjónustu eða búsetu, áður en vist á hjúkrunarheimili verður eina úrræðið. Eygló Stefánsdóttir sér fyrir sér að Markar- holt geti veitt slíka alhliða þjónustu. Margir horfa cflaust til Markarholts scm er mcð samþykkta lóð í Soga- mýri, mcð aðkomu frá Suðurlands- braut, fyrir hjúkrunarheimili, alhliða þjónustu og íbúðir. Eygló cr hjúkrun- arfræðingur og formaður Markarholts sem cr sjálfseignarstofnun. Hún hefur unnið mcð öldruðum í i'/2áratug. Eygló hittum við í þjónustukjama Réttarholtsíbúðanna við Hæðargarð í Reykjavík á björtum sólardegi sem sýndi vel frábæra tengingu umhverfis og húss. Úr sólskála og gangi með stórum suðurgluggunt er gengið út í fallegan garð. Eygló stóð fyrir stofnun félagsins „Sjálfseignarstofnun Réttar- holt” 1986 sem átti frumkvæði að bygginga þjónustuíbúðanna. Bygging- ar fyrir eldra fólk eru henni hugstæðar. Hún vinnur nú á dagspítala á Landa- koti og fylgist vel með þróun mála hjá öldruðum hvað varðar úrræði. „Vinna mín með öldruðum, reynsla og þekking, hefur knúið mig áfram til að þróa nýjar hugmyndir og áherslur í uppbyggingu á alhliða þjónustu,” seg- ir Eygló. „Við sitjum hér í byggingu á svæði sem var í óhirðu, en hverfið gamalt og gróið og margt eldra fólk í afar óhentugu húsnæði, kannski upp á þrjár hæðir. Mörg ljón voru í veginum áður en við fengum lóð, en okkur tókst að koma þessurn húsum upp sem eru hluti af minni hugsjón. Þá var til siðs að úthluta lóðum með verktökum, við fengum Armannsfell. íbúar í fyrsta áfanga hér fengu lyklana af- henta 1. des. ‘91. Þá var 41 íbúð tekin í notkun. Verkefnið tókst afar vel bæði hvað varðar fjármögnun og fram- kvæmd.” Setið er með Eygló í sólskálanum - 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.