Listin að lifa - 01.10.2002, Page 44

Listin að lifa - 01.10.2002, Page 44
Hugmyndafræðin í steinsteypu Eygló Stefánsdóttir formaður Markarholts situr fyrir svörum Skortur á úrræðum er alltaf jafnmikill þegar eldra fólk missir heilsuna - og heilsuleysið virðist alltaf koma jafnmikið á óvart. Eldra fólk býr almennt við góðar aðstæður, vill halda sjálfstæði sínu og reisn, og er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Ýmsar leiðir hafa verið í boði, en ennþá vantar stað þar sem eldra fólk getur gengið inn, beðið um heilsufarslegt mat og fengið þjálfun, öfl- uga heimaþjónustu eða búsetu, áður en vist á hjúkrunarheimili verður eina úrræðið. Eygló Stefánsdóttir sér fyrir sér að Markar- holt geti veitt slíka alhliða þjónustu. Margir horfa cflaust til Markarholts scm er mcð samþykkta lóð í Soga- mýri, mcð aðkomu frá Suðurlands- braut, fyrir hjúkrunarheimili, alhliða þjónustu og íbúðir. Eygló cr hjúkrun- arfræðingur og formaður Markarholts sem cr sjálfseignarstofnun. Hún hefur unnið mcð öldruðum í i'/2áratug. Eygló hittum við í þjónustukjama Réttarholtsíbúðanna við Hæðargarð í Reykjavík á björtum sólardegi sem sýndi vel frábæra tengingu umhverfis og húss. Úr sólskála og gangi með stórum suðurgluggunt er gengið út í fallegan garð. Eygló stóð fyrir stofnun félagsins „Sjálfseignarstofnun Réttar- holt” 1986 sem átti frumkvæði að bygginga þjónustuíbúðanna. Bygging- ar fyrir eldra fólk eru henni hugstæðar. Hún vinnur nú á dagspítala á Landa- koti og fylgist vel með þróun mála hjá öldruðum hvað varðar úrræði. „Vinna mín með öldruðum, reynsla og þekking, hefur knúið mig áfram til að þróa nýjar hugmyndir og áherslur í uppbyggingu á alhliða þjónustu,” seg- ir Eygló. „Við sitjum hér í byggingu á svæði sem var í óhirðu, en hverfið gamalt og gróið og margt eldra fólk í afar óhentugu húsnæði, kannski upp á þrjár hæðir. Mörg ljón voru í veginum áður en við fengum lóð, en okkur tókst að koma þessurn húsum upp sem eru hluti af minni hugsjón. Þá var til siðs að úthluta lóðum með verktökum, við fengum Armannsfell. íbúar í fyrsta áfanga hér fengu lyklana af- henta 1. des. ‘91. Þá var 41 íbúð tekin í notkun. Verkefnið tókst afar vel bæði hvað varðar fjármögnun og fram- kvæmd.” Setið er með Eygló í sólskálanum - 44

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.