Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 30

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 30
en horfir nú á þúsund tegundir blóma og trjáa. Hún vildi skapa sér friðsælan gróðurreit, en skapaði óvart gleðigjafa fyrir þúsundir gesta. Nú er öðru hvoru lautarveisla í Gaujulundi fyrir eldri borgara og ótrú- legur fjöldi ferðamanna kemur til að skoða staðinn. Og þegar hvítklædd brúður svífur um lundinn á góðviðris- degi sumarsins, lifnar ævintýrið um álfkonuna í klettinum. Gróðurreinin í svarta hrauninu er opinberun þess sem maðurinn getur skapað, þrátt fyrir andstæð náttúruöfl. Gauja hefur gaman af að setja sam- an tækifærisvísur og lundurinn kæri er henni yrkisefni: ‘®. Sw. °fl). Á fimm ára afmælinu: Áöur var hér urö og grjót, einstakt blóm í leynum. Alls stabar nú okkur mót þau ilma í mold og steinum. Á tíu ára afmælinu: Ef græba vilt þá getur þú grætt upp dýpstu sárin. Unaösreitur er hér nú eftir tíu árin. Þá angur heims vill æra mig oft í lund minn þá ég fer. Þar sálartetriö jafnar sig, sátt viö lífiö þá verö hér. Ú R HÚNAÞINGI: Nýr kór - nýtt félag í Húnaþingi Kór eldri borgara í Húnaþingi var stofnaður 12. febrúar s.l. Söngstjóri og aðalhvatamaður að stofnun hans er Kristófer Kristjánsson í Köldu- kinn. Undirleikari á harmonikku er Óli Björnsson. Kórinn hefur æft í Hnitbjörgum einu sinni í viku. Mikill áhugi hefur verið hjá kórfélögum og góð mæting. Þess skal getið að júlí- us Óskarsson frá Meðalheimi hefur Hér syngja kórfélagar í samkomu- salnum að Hnitbjörgum. sungið með okkur, en annars sam- anstendur kórinn af félögum úr hinu nýja félagi - Félag eldri borg- ara í Húnaþingi. Kórinn hefur tvívegis komið fram opinberlega þótt ungur sé, einu sinni í Hnitbjörgum í sambandi við heim- sókn eldri borgara úr Húnaþingi vestra, sjá meðfylgjandi mynd, og í Blönduósskirkju á kirkjudegi aldr- aðra, sem bar upp á Uppstigningar- dag 9. maí s.l. Ræðumaður í kirkj- unni þennan dag var formaður Fé- lags eldri borgara í Húnaþingi, Sig- ursteinn Guðmundsson læknir. Það er von okkar, að kórinn eigi eftir að vaxa og dafna um ókomna tíð. Með kveðju, Siqm&leimv c(juátmuuUson Kóræflngar eru á þriðjudögum að Hnitbjörgum kl. 16-17.30 Félagsskírteinið hugleiding Kaupi félagsmaður FEB í Reykja- vík vörur og þjónustu fyrir 4.700 krónur á mánuði og fái aðeins 5% afslátt af viðskiptum gegn framvís- un félagsskírteinis FEB, þá hefur hann fengið allt félagsgjald til FEB endurgreitt í gegnum viðskiptin. Samsvarandi tala fyrir innkaup hjóna er 6.700 krónur á mánuði. Afsláttur af öllum öðrum inn- kaupum sem mjög oft er hærri en 5% kemur beint í vasa félagsmanna FEB. Félagar LEB úti á landi njóta sömu kjara, þótt félagsgjöld séu þar mun lægri en í Reykjavík. Hefur þú hugleitt þetta, ágæti félagsmabur? Annað dæmi: Ég veit um hjón sem eru talsverðar fiskætur og kaupa gjarnan fisk fyrir um 1.100 krónur á viku. Þeirra ágætu fisk- kaupmenn veita 7% afslátt gegn framvísun félagsskírteinis ÉEB. Þannig greiða þessir fiskkaup- menn í raun allt félagsgjald þeirra til FEB með sínum afslætti. Þau fá hins vegar beint í vasann allan afslátt við önnur innkaup, og sá afsláttur er oftar en ekki á bilinu 5-15%. Hver vill ekki vera fé- lagsmaður og njóta afsláttar? Það má benda á það að allir 60 ára og eldri geta orðið félagsmenn. Vilt þú, unga kona eba mabur, um sextugt eöa eldri, ekki taka þátt í frípunktakerfi okkar? Reynslan sýnir að við þurfum á þátttöku allra að halda, ekki síst þeirra sem nú eru yfir sextugt, til að taka þátt í starfi okkar fyrir eldri borgara. Allir sextíu ára og eldri! Þið sem verðið eldri borgarar á allra næstu árum. Af hverju byrjið þið ekki strax að styðja starf okkar og búa í haginn fyrir ykkur sjálf? (,Pélui ^éjuánmndssow, gjaldkeri FEB í Reykjavík 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.