Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 10

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 10
Bergmál Árs aldrabra heyr- ist enn. Þá fór af stab sam- starfsverkefni kynslóbanna Mannrækt - trjárækt sem leikskólinn Hraunborg og Félagsstarfib í Gerbubergi standa fyrir. Tónar Vinabandsins fyllti loftið - þau sátu þarna í blíðunni, spiluðu og sungu. Miðvikudaginn 12. júní '02 var stefn- an tekin upp í svonefndan Cæðareit efst í Breiðholtinu, þar sem verið var að móta notalegan trjálund fyrir unga og aldna. Sólin skein í heiði og lék við mannfólkið. Tónar Vinabands- ins fylltu loftið. Þau sátu þarna úti í blessaðri blíðunni, spiluðu og sungu. Fallegur hópur leikskólakrakka var mættur með fóstrum sínum. Og eldra fólkið var í óðaönn að aka gróður- mold í hjólbörum og mæla út fyrir komandi skjólbelti trjánna. Fyrst í stað höfðu krakkarnir meiri á- huga á ánamöðkum en trjágræðling- um, en það breyttist þegar trén fóru eitt af öðru að raðast niður í moldina. Þá var svo gaman að styðja við ungan græðling, þjappa moldinni, hjálpa eldra fólkinu sem stjórnaði verkinu. Þegar búið var að planta 15 mynd- arlegum birkiplöntum sem Reykjavík- urborg lagði til, gekk hópurinn yfir í leikskólann Hraunborg. Þar voru rjómapönnukökur á borðum að göml- um íslenskum sið og smákökur sem krakkarnir höfðu bakað og báru stolt fram. Allt lagðist á eitt til að gera stund- ina góða, veður, tónlist og veitingar. Eldmóður litlu krakkanna smitaði út Hvað þau voru áhugasöm að moka og útbúa holuna fyrir unga trjágræðlinginn! frá sér til hinna eldri. Og eldra fólk- ið vakti áhuga á ræktun hjá ungu kynslóðinni. Trjáræktin stuðlaði að mannrækt. Síðar, eftir nokkra ára- tugi, má hugsa sér að þessir ungu, upprennandi einstaklingar setjist í Gæðareitinn og segi: „Ég hjálpaði til að planta þessum trjám.” Og kannski hjálpa þeir þá næstu kyn- slóð til að gróðursetja aðra gæðar- eiti. #.rSV 93 Margt leyndist í moldinni, þar skriðu ána- maðkar sem þurfti að passa. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.