Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 48

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 48
Kynning á fjármálaráðgjöf Búnaðarbankans: Rádgjafi á lífeyrisaldri Árib 2001 hvatti Landssamband eldri borgara fjármálafyrirtæki ab bjóba eldra fólki upp á vibtöl og fjármálarábgjöf reynds abila á lífeyrisaldri. Búnabarbankinn mun vera eina fjármálafyrirtækib hér á landi sem hefur orbib vib þessum tilmælum, eins og fram kom m.a. á rábstefnu bankans um fjármál eldri borgara á Hótel Sögu í apríl sl. sem yfir 400 manns sóttu. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hóf hana með stuttu ávarpi. Fyrirlesarar voru m.a. þekktir fræðimenn og stjórnendur í fjármálaheiminum auk for- manns LEB og forstjóra TR. Kjarnann úr þessum erindum að finna á heimasíðu Búnaðarbankans http://www.bi.is. Undirritaður er umræddur ráðgjafi Búnaðarbankans á lífeyrisaldri og hefur gegnt því starfi um eins árs skeið. Hann hefur oft verið beðinn um að lýsa þessari ráðgjöf og mun leitast við það hér. Eftir að Búnaðarbankinn hóf sérstaka fjármálaþjónustu fyrir eldri borgara 1999 hafa yfir 5000 manns nýtt sér hana. í boði er Eignalífeyrisbók fyrir sparifjáreigendur og Fast- eignalífeyrir fyrir eigendur fasteigna, í formi láns sem er afborganalaust þar til eigendaskipti verða að fasteigninni. Eignalífeyrisbók Sparifjáreigendum, 60 ára og eldri, er boðið upp á Eignalíf- eyrisbók, óbundinn sparireikning til ávöxtunar á sparifé sínu. Bókin skilaði hæstu ávöxtun allra óbundinna innláns- reikninga s.l. ár eða 10.93% nafnvöxtum. Nú, eftir þrjú ár á markaði, nema innstæður eldri borgara á slíkum bókum verulegum upphæðum. Innstæður á þessum bókum eru alltaf til útborgunar fyrirvaralaust, og engrar lágmarksinn- stæðu krafist. Vextirnir miðast við 30 mánaða binditíma á öðrum reikningum. Fasteignalífeyrir Með Fasteignalífeyri býst fasteignaeigendum að breyta hluta af fasteign sinni í svonefndan Eignalífeyri. Meirihluti eldri borgara býr við rýrar ráðstöfunartekjur frá lífeyristrygging- um og lífeyrissjóðum, en langflestir hafa með eljusemi eign- ast hús eða íbúð sem er í raun séreignalífeyrissjóður þeirra, og varð til þegar fæstir greiddu í lífeyrissjóði. Búnaðarbankinn reynir að koma til móts við þetta fólk með því að bjóða því að breyta hluta af fasteign sinni í ráð- stöfunarfé eftir eignastöðu, óskum og þörfum hvers og eins, án þess að skerða lífeyrisgreiðslur frá TR eða íþyngja þeim með vöxtum og afborgunum lána. Semja má um fasteignalífeyri gegn veði í fasteign í formi tryggingabréfs, t.d. með mánaðarlegum greiðslum í lengri eða skemmri tíma. Einnig er hægt að fá upphæðina í einu lagi, en hún má aldrei vera hærri með vöxtum en svo að helmingur fasteignar standi eftir við 85 ára aldur eig- anda. Ennfremur má semja um aðrar útfærslur á fasteigna- lífeyri. Vextir af mánaðarlegum fasteignalífeyrisgreiðslum eru nú 11,1% af óverðtryggðum lánum, en 8,15% af verð- tryggðum lánum sem greiðast í einni útborgun. Hverjir leita eftir Fasteignalífeyri? Einkum 70-80 ára sem búa við þokkalega heilsu og vilja njóta lífsins á þessum aldri, en líka yngri og eldri. í þessum hópi eru þeir sem hafa lágar lífeyristekjur, en vilja búa áfram í sinni fasteign og auðvelda sér viðhaldskostnað, greiðslu á fasteignagjöldum og eignaskatti. Einnig má nefna þá sem vilja njóta ferðalaga. Sumir kjósa að endumýja bílinn, fá sér traustari farar- skjóta til öryggis og þæginda. Aðrir þurfa að leggja í við- gerðakostnað. Svo er fólk sem á fáa eða enga afkomendur og vill njóta arðs af lífsstarfinu á efri árum meðan heilsa og líf endist. Að lokum þeir sem vilja greiða upp skuldir með háum vöxtum og afborgunum. Almennt er það mjög fjölbreytilegur hópur sem nýtir sér möguleika Eignalífeyris. Sumir fara eftir viðtöl glaðir og á- nægðir að hafa fengið lausn sinna mála. Aðrir telja fyrst að Eignalífeyrir henti sér ekki, en koma aftur eftir meiri íhug- un á valkostum. Búnaðarbankinn reynir að stilla upp mis- munandi valkostum fyrir eldri borgarana, en það er þeirra að ákveða, eins og skáldið Tómas Guðmundsson segir í kvæði sínu - Hótel Jörð: „því það er svo misjafnt sem mennimir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. ” Dæmi um Fasteignalífeyri Sá sem fær 20 þúsund krónur í fasteignalífeyri mánaðar- lega í 10 ár, búinn að fá 2.4 milljónir, skuldar þá með öllum vöxtum og verðbótum, miðað við vexti í dag, kr. 4.405.601. Hækkun á verði íbúða á höfuðborgarsvæðinu s.l. 10 ár er um 50%. Ef það yrði svipað næsta áratug kemur sú hækkun á móti því verðmæti sem eytt hefur verið. Eldri borgari sem er 75 ára í dag og tekur 1 milljónar krónu fasteignalífeyri í eingreiðslu, myndi við 85 ára aldur skulda með vöxtum en án verðbóta, kr. 2.189.098. En verð fasteignar hans gæti hækkað á sama tíma eins og í fyrra dæminu. Sdsqevv fjáhannc&son Viðtalstímar undirritaðs eru klukkan 10-11 f.li á þriðjudögum og fimmtudögum í Búnaðarbanka Islands í Austurstrœti. Þjónustufull- trúar í öllum útibúum veita einnig upplýsingar. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.