Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 31

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 31
FRÁ FEB í VESTMANNAEYJUM: FÉLACSSTARFH) Eyjamenn hófu vetrarstarfib með spilafundi og bingó í Alþýbuhúsinu, og þar er haustfagnaöur 12. október. Þeir fyrirhuga leikhúsferð í nóvember, ef næg þátttaka fæst, og telja áhugaverð leikrit í bobi á meginlandinu. ísfélagssalinn hafa þeir opinn frá 14:00 til 16:00 alla virka daga nema miðvikudaga. Þar er oft gripið í spil auk hins vinsæla „pútts”, einnig spilað boccia á mánu- dögum - og alltaf heitt á könnunni. Sönghópurinn æfir í ísfélagssalnum á miðvikudögum, og vill gjarnan bæta við röddum! 1 Týsheimilinu er leikfimi á miðvikudögum allan veturinn og sundleikfimi á föstudögum. Gönguhóp á að endurvekja og ákveðið að hann mæti kl. 10.00 á laugar- dögum við Tvistinn. Danskennsla verður í Alþýðuhús- inu, ef næg þátttaka fæst. Verð kr. 400 í hvert skipti. Verið þið nú öll dugleg að teygja ykkur! - sýnast vera skilaboðin frá leikfimihópnum í Eyjum. Haust- og vorfagnaðir og þorrablót eru mjög vinsæl. Þau hefjast með kvöldverði og fjölbreyttum skemmtiat- riðum, enda með dunandi dansi! Vert er að geta, að ýmis félagasamtök í Eyjum taka að sér að sjá um spilakvöld og bingó á dvalarheimilinu Hraunbúðum. Og ekki má gleyma Kvenfélaginu Líkn sem býður eldri borgurum til veglegs nýársfagnaðar ár hvert. Sumarferð er ætíð farin til ákveðinna staða á landinu. í sumar var ferðast um suðurfirði Vestfjarða, ekið um Barðaströnd og gist á Patreksfirði, vikuferð sem tókst mjög vel. Sparidagar á Örkinni eru líka árviss skemmtun. Þar hitt- ast eldri borgarar víðsvegar að á landinu og skemmta sér við söng og dans. Eyjamenn stefna á sparidaga 16.-21. mars. Eitthvað eru þeir að krunka saman, karlarnir. Eyjamenn vilja hvetja sem flesta eldri borgara til að ganga í félagið. Öflugt félagsstarf byggist á þátttöku sem flestra, því að maður er manns gaman. Verum samtaka úm að eiga ánœgjulegan vetur! Góð kveðja til ykkar allrafrá stjórn FEB í Eyjum Félagssöngur FEB í Eyjum fyrra erindi Þegar aldra&ir safnast hér saman þá er söngur og gle&i í hug, lífiö allt ver&ur glaöværö og gaman og þá gefum viö hugmyndum flug. Hér er gæfa og gó&vina fundur, og hér gleymist hvert dimmunnar spor. Hér er kærleikans Ijúfasti lundur, sem a& leiöir í hugann inn vor. Borgfjörð (Lilja Guðmundsdóttir) Lag: Undir bláhimni. Gáta af skemmtifundi í Eyjum: Hvað er það sem er meira en Guð; verra en djöfullinn; fátæka fóikið á það; ríka fólkið vantar það, og ef þú borðar það deyrðu? 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.