Listin að lifa - 01.10.2002, Page 31

Listin að lifa - 01.10.2002, Page 31
FRÁ FEB í VESTMANNAEYJUM: FÉLACSSTARFH) Eyjamenn hófu vetrarstarfib með spilafundi og bingó í Alþýbuhúsinu, og þar er haustfagnaöur 12. október. Þeir fyrirhuga leikhúsferð í nóvember, ef næg þátttaka fæst, og telja áhugaverð leikrit í bobi á meginlandinu. ísfélagssalinn hafa þeir opinn frá 14:00 til 16:00 alla virka daga nema miðvikudaga. Þar er oft gripið í spil auk hins vinsæla „pútts”, einnig spilað boccia á mánu- dögum - og alltaf heitt á könnunni. Sönghópurinn æfir í ísfélagssalnum á miðvikudögum, og vill gjarnan bæta við röddum! 1 Týsheimilinu er leikfimi á miðvikudögum allan veturinn og sundleikfimi á föstudögum. Gönguhóp á að endurvekja og ákveðið að hann mæti kl. 10.00 á laugar- dögum við Tvistinn. Danskennsla verður í Alþýðuhús- inu, ef næg þátttaka fæst. Verð kr. 400 í hvert skipti. Verið þið nú öll dugleg að teygja ykkur! - sýnast vera skilaboðin frá leikfimihópnum í Eyjum. Haust- og vorfagnaðir og þorrablót eru mjög vinsæl. Þau hefjast með kvöldverði og fjölbreyttum skemmtiat- riðum, enda með dunandi dansi! Vert er að geta, að ýmis félagasamtök í Eyjum taka að sér að sjá um spilakvöld og bingó á dvalarheimilinu Hraunbúðum. Og ekki má gleyma Kvenfélaginu Líkn sem býður eldri borgurum til veglegs nýársfagnaðar ár hvert. Sumarferð er ætíð farin til ákveðinna staða á landinu. í sumar var ferðast um suðurfirði Vestfjarða, ekið um Barðaströnd og gist á Patreksfirði, vikuferð sem tókst mjög vel. Sparidagar á Örkinni eru líka árviss skemmtun. Þar hitt- ast eldri borgarar víðsvegar að á landinu og skemmta sér við söng og dans. Eyjamenn stefna á sparidaga 16.-21. mars. Eitthvað eru þeir að krunka saman, karlarnir. Eyjamenn vilja hvetja sem flesta eldri borgara til að ganga í félagið. Öflugt félagsstarf byggist á þátttöku sem flestra, því að maður er manns gaman. Verum samtaka úm að eiga ánœgjulegan vetur! Góð kveðja til ykkar allrafrá stjórn FEB í Eyjum Félagssöngur FEB í Eyjum fyrra erindi Þegar aldra&ir safnast hér saman þá er söngur og gle&i í hug, lífiö allt ver&ur glaöværö og gaman og þá gefum viö hugmyndum flug. Hér er gæfa og gó&vina fundur, og hér gleymist hvert dimmunnar spor. Hér er kærleikans Ijúfasti lundur, sem a& leiöir í hugann inn vor. Borgfjörð (Lilja Guðmundsdóttir) Lag: Undir bláhimni. Gáta af skemmtifundi í Eyjum: Hvað er það sem er meira en Guð; verra en djöfullinn; fátæka fóikið á það; ríka fólkið vantar það, og ef þú borðar það deyrðu? 31

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.