Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 8

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 8
Hreindýrshorn fundin í haganum. Grösin þvegin heima, tvö og hálft tonn. Stormsveipur: Á sólríkum logndögum með hægviðri inn til landsins má heita algengt fyrirbæri að hitaupp- streymi myndi smáhvirfilvinda, oftast litla og skaðlausa. Miðvikudaginn 24. jiilí 1991, mjög hlýjan og sólríkan dag, brá út af þessari reglu. Síðla dags á heimleið úr högunum, sjáum við hvar óvenju sterkur stormsveipur þyrlaði upp mold og sandi undan hægri vestangolu. Á leið sinni yfir ána, hvítnaði hann skyndilega neðan til. Fyrirbærið minnti á skýstrokkana sem stundum eru sýndir í sjónvarpi. Sveip- urinn var um 40-60 m á hæð og sýndist stefna nærri búð- unum okkar. Við biðum því í ofvæni. En tjöldin stóðu og hann fór sína leið. Skondið var að sjá hann tvístra kinda- hópi austur á bökkunum við Gestreiðarstaðakvísl. Eitt og annað krota ég í dagbækur. Hina umtöluðu dag- setningu 11. sept. yfirgáfum við heiðina haustið 1996. Þá skrifaði ég eftirfarandi: 11. sept. ‘96: Hægur vestan og léttskýjað. I gærkvöldi gengum við frá 260 kg af grösum á kerrunni og undir- bjuggum heimferð úr Grunnavatnsdal. Eftirminnilegt að vera úti í ljósaskiptunum og fylgjast með gargandi gæsa- hópum að æfa brottflugið. Svanirnir á Vilborgarhlaupi voru háværir í morgunsárið. Við tökum hústjaldið niður og ökum áleiðis til Egilsstaða. Skreppum í Hallormsstað, tín- um rifsber og sveppi. Sáum dálítið af stikilsberjum, stálum tveimur! Gistum hjá Dísu og Guðmundi (frændfólk á Eg- ilsstöðum). Nokkur orð um fjallagrös Fjallagrös eru fléttutegund, sveppur og þörungur, sem vex víða um heim. í Evrópu og víðar hafa þau verið notuð til meðala- og matargerðar í tonnatali öldum saman. Hér á landi hlutfallslega enn meira. Viðtöl við fólk hvaðanæva af landinu leiða í ljós, að víða voru stórir flekkir þurrkaðir og snúið í eins og um hey væri að ræða. Jón Markússon í Eskifelli átti grös í tveimur stafgólfum í geymslu sinni (um 50-100 kg) samkvæmt dagbók séra Jóns á Stafafelli frá 1900. Ég giska á að hér á landi hafi verið tínd 10-30 tonn af fjallagrösum árlega snemma á 20. öld. Yfirleitt eru fjallagrös mjög seinsprottin, vaxa um 5-10% á ári. Þó mun hraðar þar sem hæfilegt áfok er. T.d. höfum við tínt grös með góðum árangri þrisvar sinnum á sama staðnum á 11 árum, en þar voru sérstök vaxtarskil- yrði. Víðast þarf að bíða eftir nýrri „uppskeru” í meira en áratug eða áratugi. Yfirleitt högum við tínslu þannig að eftir verður dreif um 10-20%, en þau grös vaxa mun hraðar eftir grisjun. Ástæðan er líklega sú, að dreifin liggur flöt og tekur meira á sig af tilfallandi næringu, nýtur meiri birtu og er lengur rök. Ég hef komið á 9 af 16 eyðibýlum á Jökuldalsheiði, en engin grös er að finna í næsta nágrenni þeirra. Ástæðan lík- lega, að þar var svo gjörtínt að ekkert var eftir. Ein undan- tekning er á þessu. í Éindaseli eru fjallagrös alveg heim að tóftabrotum, en þar var bara búið í eitt ár og enginn liðlétt- ingur á heimilinu til að dunda sér við tínslu. Á síðustu árum nýta hreindýrin mest grasalandið. Rann- sóknir sýna að fléttur eru um helmingur af fæðu í maga hreindýra sem felld eru í grasalandi, eftir lauffall. Sam- kvæmt þessum rannsóknum hefur hreindýrahjörð, 400-600 dýr, í vetrarkrafstri á Jökuldalsheiði árið 1995 étið yfir 150 kg af fjallagrösum á dag! Hérlendis eru til margar tegundir fjallagrasa. Sums stað- ar vaxa þau svo þétt að lítið er af öðrum gróðri. Baráttan um birtuna í algleymingi og þar ber líka mest á ýmsum sjúkdómum sem herja á fjallagrös og ég kann ekki að nefna. í „Kvíslarhaga” í Kollseyrudal var svo mikil óværa á sumum þembunum að ég sá mig um hönd og henti „upp- skerunni”. Ári síðar var óværan horfin af því sem eftir var. Ég ályktaði svo, að við aukið lífsrými hefði grösunum tek- ist að hrista af sér óværuna. Norður á Melrakkasléttu herja allt aðrir sjúkdómar á grösin og mest þar sem þau eru þétt- ust. Við óvísindalegar rannsóknir mínar þar, virtist mér að um 5% grasanna væru að veslast upp. <~Xeinwi/ ðW c(?jíslaso4i Höfn 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.