Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 50
Astarhjal
jóna Ingibjörg jónsdóttir hjúkrunar- og
kynfræöingur situr fyrir svörum
Oft er sagt að kynlíf sé lykill ab góbri heilsu og
vellíðan, að fólk sem stundar kynlíf af krafti sé
hressara á sál og líkama. Margt bendir líka til að
eldra fólk hafi meiri ánægju af kynlífi vegna auk-
ins sálræns þroska, en á móti er sagt að oft
dragi úr kynlífi á efri árum.
Ráðgjöf kynfræðings fer nokkuð hljótt - leita margir til
þín?
Ég get ekki sagt að fólk komi í stríðum straumum til
mín, en þeir sem koma líta á það sem sjálfsagðan hlut að
leita til kynfræðings, og mér kemur á óvart hvað þeir eru
opinskáir. Sumir koma fyrst einir, en kynlíf er samspil
tveggja einstaklinga og því eðlilegt að parið komi saman.
Til mín leitar fólk á öllum aldri, ekki síður þeir sem
komnir eru á sjötugsaldur. Hinir eldri vilja meira af því sem
gott er, og eru staðráðnir í að fá meira út úr sínu kynlífi.
Stundum skynjar fólk líkamlegar breytingar sem það er
ekki sátt við og vill leita leiða til að styrkja líkamleg við-
brögð sín að nýju.
Eru líkamleg vandamál mest áberandi?
Hug og líkama er ekki hægt að skilja í sundur. Kynlífs-
vandi, sem á sér sálræna orsök, er líka líkamlegur. Áhyggj-
ur hafa t.d. neikvæð áhrif á lífeðlislæga ferla og þar með
líkamsstarfssemina, ef líkaminn virkar ekki eins og þú vilt,
fara hugur og tilfinningar af stað.
Þeir sem leita sér hjálpar vegna kynlífsvanda reyna oft
að telja sér og fagfólki trú um að vandinn hljóti að stafa af
líkamlegum toga - vilja útiloka að sálrænir jrættir spili inn
í, kannski af því þeir þora ekki að takast á við þá og hugsa
sem svo: „Fyrst líkaminn er að bregðast mér, er það ekki
mér að kenna” - eða nota þetta sem afsökun til að lifa ekki
kynlífi.
Hverjar eru meginástæður þess að dregur úr kynlífi
hjóna eftir því sem aldurinn færist yfir?
Líklegra er að kynlífsvandi komi upp, ef kynlíf hjóna er
eins árum saman, að hjónin séu einfaldlega að drepast úr
leiðindum og kynferðislega værukær. Undir niðri eru fæstir
ánægðir með þann doða. Flest pör vilja festu og öryggi í
kynlífi, en það þarf að hrista upp í því af og til. Hvernig má
þá spyrja? Hver og einn getur svarað því með að spyrja sig
einnar spurningar: Hvað vil ég gera eða segja sem ég hef
ekki þorað með maka mínum í kynlífinu?
Kynlíf er einstakt af því leyti, að það felur í sér stöðuga
hvatningu. Of flókið að útlista'af hvers konar toga, en það
getur t.d. verið hvatning um að vera sér samkvæmur þótt
það vekji kvíða. Við þroskumst mikið með því að gangast
við kvíða eða óöryggi, en halda samt okkar striki. Hvergi er
þetta augljósara en í eins nánum samskiptum og kynlífi.
Önnur ástæðan sem skiptir máli, en ekki eins miklu, eru
eðlilegar aldursbreytingar. Hár aldur hæ^ir á líkamlegum
viðbrögðum við kynferðislegri örvun. Á móti kemur að
eldra fólk býr oft yfir meiri andlegum þroska og lífsreynslu
sem skilar sér í sterkari tilfinningum og auknu þori. Þessu
hef ég tekið eftir hjá eldri skjólstæðingum mínum sem hafa
oftast þörf fyrir að fá staðfestingu á að kynlífið getur orðið
meira spennandi, bara ef það lætur á það reyna! Stundum
er þetta „bara” of stór biti að kyngja fyrir fólk og það er t.d.
þar sem ég kem vonandi að einhverju gagni með ráðgjöf-
ina.
Þriðja ástæðan sem flestir nefna fyrst, er að með hækk-
andi aldri þver heilsan og fólk tekur lyf í auknum mæli.
Lyfjanotkun getur dregið úr getu líkamans að nema boð og
þar með sýna viðbrögð við kynferðislegri örvun. En ör-
væntið ekki. Mikilvægt er að skoða hvort lyfin hafi kyn-
ferðislegar aukaverkanir. Ef svo er má draga úr lyfja-
skammti eða jafnvel prófa annað lyf, en þá ætíð í samráði
við þann lækni sem ávísaði lyfinu.
Hvað ráðleggurðu fólki?
Ég vil helst að fólk sé búið að fara í almenna læknis-
skoðun áður en það kemur til mín, svo það viti hvort eitt-
50