Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 35

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 35
sjómennirnir sem á þeim reru. Mjög algengt var að skipstjóri og vélstjóri ættu bátinn saman, og stundum voru fleiri um reksturinn. „Vöxtur og viögangur Vestmannaeyjabæjar hefur alla tíb byggst á sjávarfangi. Jafnvel þó aö fólk í Eyjum stundi öll þau störf sem annars staöar tíökast, má segja aö aflinn snerti alla beint eöa óbeint. Skoöun mín er sú aö framtíö Vestmannaeyja byggist á því aö hér veröi áfram vistaöur sterkur kvóti, aö viö eigum skip til aö veiöa hann, og atvinnutæki í landi til aö auka verömæti aflans." Nú er staðan þannig að á síðustu árum hefur sjálfstæðum útvegsbænd- um fækkað verulega, kvótinn verið rifinn af þeinr og gefinn öðrum. Fæstir hafa haft bolmagn til að leigja eða kaupa kvóta í staðinn og hreinlega gefist upp. Nú eru rekin hér tvö allstór fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki sem eiga stóran hluta af núverandi Eyja- fiota. Þessi fyrirtæki eru vel rekin og hafa á þessu og síðasta ári skilað á- gætri afkomu og mörgu Eyjafólki at- vinnu. Þetta er gott og blessað, en sá galli er á gjöf Njarðar að a.m.k. annað fyr- irtækjanna er að meirihluta í eigu stór- eignamanna í Reykjavík sem ég óttast að geti hugsað líkt og maður sem lengi gerði út í Eyjum. Hann sagði: „Haldið þið að ég sé að reka bát hér til að skaffa einhverju fólki atvinnu? Nei, aldeilis ekki! Ég er að því til að græða, og gangi það ekki, hætti ég.” Ég óttast að menn í stórgróðafyrir- tækjum hafi ekki þungar áhyggjur af atvinnu einhvers Eyjafólks. Ef gróð- inn skilar sér ekki, er hægt að búa hann til, í bili, með því að selja bestu söluvöruna - kvótann. Vonandi eru þetta óþarfa áhyggjur hjá gömlu kyn- slóðinni, þeirri kynslóð sem lyfti þess- ari þjóð úr brauðstriti til bjargálna. „Tískuoröin í dag eru: sameining, hagræöing. Og fyrirtækjum fækkar, ekki eingöngu í sjávarútvegi heldur einnig í verslun og landbúnaöi." Ég held að allir sjái það sem vilja, að stefna þeirra sern nú stjórna land- inu er sú, að fáeinir auðjöfrar sitji yfir helstu kjötkötlum þjóðarinnar, drottni þar og deili út. En jafnvel heilar stéttir standa í biðröðum með von um náð þeirra og miskunn. Ég held að ein- hversstaðar sé kolvitlaust gefið, þegar sú staðreynd blasir við að fátækt eykst hjá þjóð sem talin er sú fimmta ríkasta í heimi hér.” <61. Sw. % Hjólastólar • göngugrindur • hitahlífar bakbelti • spelkur • gervibrjóst sjúkrasokkar • innlegg • baðtæki ADL tæki • rafmagnshjólastólar hækjur • stafir og margt margt fleira Viðskiptavinir okkar kunna vel að meta þá faglegu og persónulegu þjónustu sem við bjóðum upp á 35 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.