Listin að lifa - 01.10.2002, Side 51
hvað líkamlegt er að trufla. Margir karlar vilja prófa VI-
AGRA í kjölfar sjúkdóma og vegna öldrunareinkenna. Ég
mæli með að konan sé í umræðunni um notkun þess.
Það er mikið notað og hefur sýnt sig geta komið að not-
um t.d. fyrir þá sem eru með æðasjúkdóma eða sykursýki.
Viagra má ekki taka samtímis nitrat-sprengitöflum. Margar
vísindalegar sannanir liggja fyrir um virkni Viagra-lyfsins.
Fyrir konur eru til margir góðir skeiðastílar með
estrogeni til að koma í veg fyrir þurrk eða ýmis
sleipiefni. Engar vísindalegar sannanir eru fyr-
ir lofaðri verkun snyrtivörunnar Viacreme,
en þetta krem hafa konur samt verið að
kaupa. Ég tel að með hverjum þú ert að
elskast og hvernig tengsl ykkar eru, hafi mun
meiri afgerandi áhrif á kynlöngun kvenna.
Við eðlilegar öldrunarbreytingar þarf
kröftugri örvun - eða vega upp á móti þeim
með nánari tengslum tilfinningalega.
Auðvelt er að loka augunum í ástarleikn-
um, en þá lokar maður sig líka af. A-
hrifameira er að vera með opin augu og
vita hvort öðru, jafnvel þótt það sé skrýt-
ið í byrjun! Sá sem er með lokuð augu
lokar sig meira inn í sjálfum sér. Sumir
upplifa svo sterka nálægð eða svo mik-
inn kvíða að þeir verða að loka augun-
um. En þarna erum við komin aftur að
hvatningu kynlífsins, ekki satt?
Þrennt ræ&ur hve gott kynlíf er:
1. Hver örvunin er, hvernig viö erum
snert, hvaö viö heyrum, hvaö vib sjá-
um, hvaö lykt og bragö viö skynjum.
2. Geta líkamans aö flytja boö um þessi
áreiti og bregöast viö.
3. Hvaö manni finnst um þaö sem maöur er
aö gera, tilfinningalega og hugrænt.
Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur, ef eitt-
hvað er að fara úrskeiðis í kynlífi okkar. Þær
sýna hversu mikilvægt kynlífíð er. Þá er gott að líta á þessa
þrjá þætti til að gera okkur grein fyrir ástæðunni.
Kynlífsvandamál er blessun í dulargervi.
Við megum ekki vera ofurseld hormónum. Við eigum að
hafa val um. hvort okkur langar eða ekki. Það er
ekki góð leið að loka sig af í kynlífi. Ef þig
langar ekki í kynlíf, geta verið góðar á-
stæður fyrir því, líkamlegar, tilfinninga-
legar, samskiptalegar eða þetta allt. Ef
kona hefur góðar ástæður til að loka sig
af, t.d. með að hafa aldrei áhuga á kyn-
lífi með karlinum sínum, geta þessar á-
stæður, fái þær að komast í dagsljósið, oft
verið lykillinn að innilegra og betra kyn-
lífi. Þetta á ég við þegar ég segi að kyn-
lífsvandi getur verið blessun.
Nýtur eldra fólk sín betur í kynlífí?
Hugur og hjarta fylgir nánum sam-
skiptum, einkum hjá mörgum eftir
áratugasamvistir. Það angrar mig að
heyra klisjur um hvenær fólk sé „á
toppnum” kynferðislega. Það vill
gleymast að þótt ungur karlmaður telji
sig sterkan á kynlífssviðinu, þá er ekki
víst að hjarta hans og hugur sé jafn
,, . . þroskað til að gefa af sér - en það ræður
Yy? \ mestu um gott kynlíf. Náin tengsl í kyn-
lífi geta verið farvegur fyrir djúpar og
sterkar tilfinningar. Mikilvægi kynlífs
er fólgið í því að það snertir sálina í
okkur, ekki bara kynfærin.
Leyföu mér aö veröa gamall meö þér,
þaö besta á ennþá eftir aö koma.
Fyrir þaö síöasta í lífinu
var þaö fyrsta gert.
Lausleg þýðing á Ijóði Robert Browning
Úrval Námskeiða Hjá Endurmenntun
Fjöldi námskeiða í boði á haustönn
Félagar í aðildarfélögum Landssambands eldri borgara fá 10% afslátt af gjaldi
námskeiða á Menningarsviði
Hægt er að fá námskrána senda eða skoða úrvalið á Netinu: www.endurmenntun.is
Endurmenntun ber ávíxt
ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ISLANDS /k/k/
www.endurmenntun.is • Sími 525 4444 k/
51