Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 22

Listin að lifa - 01.10.2002, Blaðsíða 22
Hér breiðir Heimaey úr sér á haffletinum á góðviðrisdegi, sléttur sjór og örfáir hvítir skýhnoðrar á lofti. Ljósm. Sigurgeir Jónasson. Jón sýnir mér Kaplagjótu þar sem hestum varpað niður þegar hrossa- kjötsát var bannað í katólskum sið. Sumir telja þetta vera þær Ægisdyr sem Landnáma getur um: „í Herjólfs- dalfyrir innan Ægisdyr, þar sem nú er hraun brunnið.” Svo magnað er út- sogið í hinu þrönga sævarsundi, að manni finnst Ægisdyr vera réttnefni. Tjörnin í Herjólfsdal er enn rauðleit eftir þjóðhátíð, en grasið búið að jafna sig eftir allt úrhellið og mannfjöldann. „Tjörnina lita þeir í ýmsum blæbrigð- um á þjóðhátíð,” segir Jón. Héðan eru frásagnir um fyrstu byggð í Eyjum. „Gott til aðseturs áður en stórskriðurnar féllu og ágæt vatnsból." Munnmæli herma að forn hleðsla urn Lindina í Dalnum sé verk Herjólfs, svo að aðrir næðu ei til vatnsins. Talið er að bær Herjólfs, fólk hans og fjármunir hafi orðið undir miklu skriðuhlaupi úr Blátindi. Fjósa- klettur á að bera nafn af fjósi Herjólfs landnámsmanns. Sagan er hér við hvert fótmál. Þrælaeiði þar sem Ingólfur drap þræla Hjörleifs, Dufþaksskor eftir leiðtoga þeirra sem kaus að varpa sér í hafið. Ræningjatangi þar sem Tyrkirnir laumuðust í land, íbúarnir földu sig í hellum og klettasyllum, en ræningj- arnir náðu flestum. „Ekki fólkinu af Þorlaugargerðissyllu,” segir Jón og bendir upp í tvítugan hamar. Undir skipsljósum og gossögum Já, þau tóku vel á móti mér félagsfólk- ið í Eyjum. Jón formaður, Kristjana Þorfinnsdóttir fyrrverandi formaður í 14 ár og heiðursfélagi, og Hilmar Rósmundsson. Gaman að spjalla við þau yfir kvöldverði á veitingahúsinu Lanterna „luktin”. Skipsljós eru hér í glugga. Allt tengist sjónum, gamla skipsklukkan yfir útidyrunum, frábær- ir sjávarréttir, orð sem landkrabbinn skilur ekki. Hvað merkir blúss? Á línuvertíð- inni í Eyjum urðu allir bátar að leggja af stað í róður samtímis. Bátarnir söfnuðust því saman á ytri höfnina og biðu eftir ljósmerki á Skansinum, það var kallað að gefa „blússið.” Það var mikilfengleg sjón að sjá 50-60 vél- báta þjóta af stað þegar „blússið” hafði verið gefið. Ási í Bæ lýsir þessu vel: Skipstjórar kalla, skipanir gjalla, vélarnar emja, æpa og lemja, á haf skal nú haldið til veiða... Talið berst að bryggjum, fullum af fiski, þegar handlanga þurfti aflann á land, þegar skoðað var upp í fiskinn eða hann ristur á kvið til að kanna ætið á veiðislóðinni. Gerði aflakóngurinn þetta? „Ég var bara athugull,” segir Hilmar hóg- vær „svaf laust. Oft snarlygndi á morgnana. Þá var lag að ræsa strák- ana! Maður lærir ekki að fiska!” Gamlir tímar - ný saga. „Bærinn er góður við okkur sem erum að verða gömul,“ segir Kristjana. „Hér þarf fólk ekki að bíða eftir vist á sjúkrahúsi eða hjúkrunarheimili, geðveiku og heilabiluðu fólki er ekki kastað út á götuna.” En eldra fólkið hér fyrir 30 árum varð gamalt á einni nóttu, fáir fóru eins illa út úr gosinu. Frá dvalarheim- ilinu í Hveragerði vafraði það stefnu- laust urn bæinn - vantaði að geta labbað niður á bryggju. Mannlífið 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.