Listin að lifa - 01.10.2002, Side 32

Listin að lifa - 01.10.2002, Side 32
Aflakóngur Hilmar R Aflakóngar eru þeir kallaðir fengsælustu skipstjórarnir - og hafa löngum verib mikils metnir. Skipsrúm hjá þeim þýddi öruggar tekjur, bátarnir töldust happafleytur, svo ekki sé talað um ef skipstjórinn var aflakóngur fleiri vertíðar í röð, eins og Hilmar Rósmundsson. Hilmar prófaði síldarbátinn og togarann, en hallaði sér að bátaútgerð. Hann er góður fulltrúi þeirrar atvinnugreinar sem Vestmannaeyjar byggja á. Hilmar býr í fallegri íbúð í Bláa húsinu, sem upphaflega var byggt fyrir starfs- fólk sjúkrahússins, en síðar breytt í kaupleiguíbúðir fyrir ellilífeyrisþega. Hann tekur á móti okkur, léttur á fæti, með hafblik í augum og stígur aðeins ölduna. Auðvitað er hann búinn að hella upp á könnuna og yfir kaffibolla eigum við þægilegt spjall. Hilmar er ekki innfæddur, en hefur verið heimamaður í Eyjum í hálfa öld. „Ég hef alltaf kunnað ákaflega vel við mig í Eyjum og á marga vini hérna. Það sást best í sjötugsafmælinu mínu þegar 250 manns komu til að árna mér heilla. Ég óska Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum ávallt alls hins besta.” Já, Hilmar Rós eins og Vestmanna- eyingar kalla hann, er nú landkrabbi í Eyjum. Skagfirðingur í báðar ættir, en fæddur og uppalinn á Siglufirði. „Ég ólst þar upp á gullgrafaratíma sfldarár- anna, á bryggjunum við hafið.” Strák- urinn fékk fljótt að velta tunnum fyrir síldarstelpurnar og hefur sjálfsagt strax fengið hafblik í augun. „Spriklandi silfur í sólareldi, sökk- hlaðinn bátur í áfangastað...” segir Asi í Bæ. Sérstakt andrúm á sfldarár- unum. Hilmar kemst ungur á síld- veiðibát og „sjómannslífið" verður „draumur hins djaifa manns...” eins og í ljóði Lofts Guðmundssonar. Er erfítt að vera orðinn land- krabbi, Hilmar? „Nei, ég var á sjötugsaldri þegar ég hætti, vökur og stöður orðnar erfiðar, 30% af þrekinu fara í að standa báruna. Sjólagið getur verið leiðinlegt, ég veit hvað sjóveiki er, en ekkert meira. Eftir 32

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.