Listin að lifa - 01.10.2002, Page 42

Listin að lifa - 01.10.2002, Page 42
FRÆÐSLUHORRIIÐ Ágætu lcsendur! Bestu þakkir fyrir kveðjur, ábending- ar og uppskriftir. Ábendingar frá lesanda: Það voru ekki allir sammála um eitt af því sem ég ráðlagði síðast, þegar ég hvatti lesendur til að fækka innkaupa- ferðum og kaupa inn til fleiri daga í einu. Góð ábending kom um að það getur haft mikilvægt félagslegt gildi að leggja oft leið sína í búðina. Þar hittum við oft vini og kunningja sem við sjáum sjaldan og fáum góðan göngutúr að auki. Eftirlaun og bætur: Af gefnu tilefni vil ég minna á að mikilvægt er að fylgjast vel með því að eftirlaunin séu rétt. Einnig ellilaun og bætur sem við eigum kost á að fá, en þurfum að sækja um sjálf. Leitum upplýsinga hjá lífeyrissjóðnum okkar og/eða Tryggingastofnun ríkisins, ef við erum í einhverjum vafa um stöðu okkar. Ósk frá lesanda: Lesandi sagðist vera í vandræðum með að finna uppskriftir fyrir sykur- sjúka. Ég fór því á Göngudeild fyrir sykursjúka á Landspítalanum við Hringbraut. Þar hitti ég að máli Berthu Maríu Ársælsdóttur matvælafræðing og bað hana að gefa okkur góð ráð um mat- reiðslu fyrir sykursjúka. Ráðleggingar hennar geta höfðað til okkar allra. Veljum hollar uppskriftir. Minnkum fituna, einkum harða fitu og sykur- magn í uppskriftum. Höfum frekar strásætu (t.d. Canderel eða Sweet’n Low) á borðum ef þörf er á. Veljum trefjaríka fæðu og magrar mjólkurvör- ur án bragðefna. Minnkum viðbit. Borðum magurt álegg og grænmeti á brauðið. Borðum sem ferskasta fæðu og sem minnst unnar vörur. Notum nýtt eða frosið grænmeti og ávexti. Borðum reglulega á matmálstímum 4 máltíðir á dag og hæfilega mikið í einu. Höfum 2-3 tíma á milli máltíða. Ef við sleppum máltíðum borðum við meira í hvert skipti. Nauðsynlegt er að drekka nægilegt vatn. Látum ekki þær hvatir verða til þess að við förum ekki eftir ráðlegg- ingum sérfræðinga um skammtastærð- ir og samsetningu máltíða. Munum að dagleg hreyfing er nauðsynleg fyrir hvem sem er. Göngudeildir fyrir syk- ursjúka eru víða um landið, þangað geta allir leitað. Nauðsynlegt er að láta fylgjast vel með heilsu sinni. Svínabógur og grænmeti Uppskrift að góðum mat frá Þóru Elfu 500 g svínabógur, beinlaus í smábit- um eða svínasmásteik 2 appelsínur (safinn) 3 lárviðarlauf 4-5 dl vatn og kjötkraftur (svínakjöt) salt og pipar Grænmeti: 1 laukur 4-5 stórar gulrætur 2 paprikur blaðlaukur eða perlulaukar eða annað grænmeti 1. Laukurinn er hreinsaður, skorinn smátt og léttbrúnaður. 2. Kjötið er ljósbrúnað og látið í pott með lauknum, lárviðarlaufunum, appelsínusafanum, vatni sem er soðið upp á pönnu með kjötkrafti, salti og pipar. Látið vatnið aðeins fljóta yfir kjötið. Soðið við vægan hita í 15-20 mínútur. 3. Hreinsið gulræturnar og skerið í sneiðar ásamt blaðlauknum, en skerið paprikuna í ræmur. 4. Sjóðið gulræturnar með kjötinu í 5-10 mínútur, en papriku og blað- lauk í 2-3 mínútur. 5. Jafnið sósuna með maisenamjöli ef vill og bætið að lokum saxaðri steinselju saman við, ef hún er fyrir hendi, ný eða frosin. í staðinn fyrir áðumefnt grænmeti er notað það grænmeti sem fyrir hendi er og suðutíminn miðaður við það. Ef frosið grænmeti er notað í þennan rétt, er það látið út í að lokum og suðan látin koma upp. Svínabógurinn er bor- inn fram með soðnum hrísgrjónum og grófu brauði ef vill. Gróft brauð frá Sigríði Maríu 1 1 súrmjólk 1 egg 3 bollar hveiti (7-8 dl) 2 bollar heilhveiti (5 dl) 42

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.