Listin að lifa - 01.10.2002, Side 12

Listin að lifa - 01.10.2002, Side 12
BRIDSDEILDIN TÍU ÁRA Bridsdeildin var stofnuð 13. september 1992. Frumkvæbi a5 stofnun hennar átti Kristján Benediktsson, þáverandi formabur FEB í Reykjavík. Stofnfundurinn var haldinn á skrifstofu formanns að Hverfisgötu 105, starfsreglur ákveðnar og þriggja manna stjórn kjörin, sem var þannig skipuð: Eysteinn Einarsson formaður, Sigurleifur Cuðjónsson ritari og Kristinn Gíslason gjaldkeri. Jón Hermannsson var fljót- lega ráðinn til að stjórna spilamennsku og hélt því starfi til æviloka. |ón naut almennra vinsælda. í þau tíu ár sem bridsdeildin hefur starfað hafa ekki verið tíð formannaskipti. Lárus Arnórsson var kjörinn formaður á öðru starfsári, en Bergur Þorvaldsson hefur verið formaður s.l. átta ár. Bridsdeildin hafði ekki starf- að lengi þegar ákveðið var að fjölga stjórnarmönnum í 5 og sú skipun hefur haldist. Reykjavíkurfélagið sér bridsdeildinni fyrir húsnæði og aðstöðu til spila- mennsku. Fyrstu árin fór starfsemin fram að Hverfis- götu 105, síðan í nokkra mánuði í góðum húsakynnum Þorrasels í Skerjafirði, en frá 17. ágúst 1998 í félags- heimilinu Ásgarði, Glæsibæ. Starfseminni er þannig háttað að spilað er tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum kl. 13-17. Þátt- tökugjald er 250 kr. á mann, en félagið fær 50 kr. af þeirri upphæð. Tvímenningur er mest notaða keppnis- formið. Þátttakendur geta mætt þegar þeim hentar, en oftast hafa 40-60 manns spilað. Mesta þátttakan er 60 manns, minnst um 30. Ennþá mæta nokkrir sem hafa verið með frá byrjun. Brids er huglæg íþrótt sem þjálfar hugann í að beita rökréttri hugsun. Hún er ekki síst mikilvæg fyrir fólk sem er að lifa síðari æviskeið og komið fram yfir starfs- lok. Einbeiting og þjálfun hugans skiptir hér miklu máli. Bridsíþróttin byggir á samvinnu tveggja aðila and- stætt skákíþróttinni þar sem allt byggist á einstaklingn- um. Bridsíþróttin er geysilega vinsæl í heiminum og ís- land þar ekki eftirbátur annarra þjóða. íslendingar hafa tekið þátt í mörgum stórmótum á erlendum vettvangi, oft með ágætum árangri. Árið 1950 átti Island par í sveit Evrópu sem barðist um heimsmeistaratitilinn. Hin pörin tvö voru frá Sví- þjóð. Sveit Bandaríkjanna sigraði, en Evrópa hafnaði í 2. sæti. Fjörutíu árum síðar náði íslenska sveitin að verða heimsmeistari. Það þóttu mikil tíðindi í heimspressunni, að smárrki eins og ísland skyldi ná því marki. íslending- ar hafa eignast marga stórmeistara í skák og eru þar með hátt hlutfall miðað við fólksfjölda. Huglæg íþrótt á því upp á pallborðið hjá okkur íslendingum. l')úlíu&- céj[((Siiu(udssofi', ritarí brídsdeildar Bridsdeild FEB í Reykjavík býður 60 ára og eldri upp á skemmti- lega keppni í Ásgarði, Glæsibæ, á mánudögum og fimmtudögum kl. 13-17. Keppendur mæta þegar aðstæður þeirra leyfa. Námskeið fyrir byrjendur hefst 10. október í Ásgarði. Frá FEB í Reykjavík: HEILSA & HAMINGJA Fyrstu fyrirlestrarnir á haustinu Laugardaginn 26. október kl. 13.00 1. Samband heilsu og lífsgæða á efri árum. Tómas Helgason prófessor skýrir frá ýtarlegri rannsókn, sem gerð var hér nýlega. 2. Svefnþörf og svefntruflanir aldraðs fólks. Júlíus Björnsson sálfræðingur flytur erindi. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Ásgarði, Glæsibæ og hefjast kl. 13.00. Aðgangseyrir er 300 krónur og kaffi er innifalið. Allireru velkomnir. Nœstu fyrirlestrar verða 16. nóvember. Nánar tilkynnt á heimasíðu FEB og í dagbók Mbl. Frœðslu- og k)’nningarnefndin hvetur fólk til að mœta og kynna sér málefnin. Á eftir hverju erindi gefst tækifœri til spurninga og umrœðna.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.