Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 6

Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 6
fyjM 1. í Smjörbítilshvammi á Melrakkasléttu. 2. Áð í grashaga á Melrakkasléttu. 3. Grös í þurrki. Dagbókarbrot Heimis Þórs Gíslasonar á grasafjalli gefa innsýn í heiðakyrrð og frið - sýna hvað hugurinn fer á flug í svo nánum tengslum við náttúruríkið. Heimir fræðir líka um fjallagrösin sem stuðluðu að heilbrigði forfeðra okkar um aldabil. í allmörg sumur hafa þau hjónin, Heimir og Sigríður Helgadóttir frá Höfn í Hornafirði, stundað fjallagrasatínslu á heiðum uppi. Útivistin er 4-12 vikur hvert sumar. Upphaflega brugðum við okkur í grasamó til að tína í pokaskjatta handa okkur sjálfum. Fjallagrösin hafa ætíð verið búbót hjá okkur. Eitt sinn komum við heim með svo mikið af grösum að sýnilegt var að við mundum ekki neyta [reirra allra. Afganginn seldum við í búð sem seldi heilsu- vörur. Næstu árin jókst tínslan og allt seldist. Svo var það árið 1990 að þýskt fyrirtæki, „Karl Engel- hart", spurðist fyrir um hvort hægt væri að kaupa hér fjalla- grös í tonnatali. Og við slógum til. Það sumar tíndum við, með hjálp vina og vandamanna, 3.5 tonn af hreinum og þurrum grösum sem Engelhart keypti. Síðan höfum við, hvert sumar, verið á fjöllum, lungann úr sumrinu og tínt grös. Vinnubrögð: Fljótlega þróuðum við vinnubrögð sem juku afköstin margfalt, bæði við tínslu, hreinsun og þurrk- un. Eitt var að nota heyhrífu með styttum haus eða 5-9 tindum. Með hana að vopni var hægt að standa við tínsl- una. Þetta reyndist síst verra fyrir hagann en hver önnur tínsluaðferð. Hafa ber í huga að fjallagrös eru ekki með neinar rætur, en liggja á jörðinni og nærast mest á því sem á þau fellur. Þau eru myndlaus sem kallað er. Takirðu eina flyksu og reytir hana í nokkur stykki verða til nýir einstaklingar. Ef þú hendir þeim svo aftur í hagann lifa þeir væntanlega allir áfram og stækka með tímanum. Eins þótt það snúi niður sem áður sneri upp. Yfirleitt voru grösin þurrkuð á plasti að kvöldi í tjald- búðunum, ef veður leyfði, annars næsta þurrkdag. Síðar um haustið voru þau svo þurrkuð betur með heitum súgi. Sé rakastig í grösunum hærra en 14-16% til lengri tíma, geta 6

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.