Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.01.2011, Qupperneq 6
6 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 LEIÐARI É g mun aldrei greiða at­ kvæði með því að ég og aðrir skattgreiðendur á Íslandi ábyrgjumst gylliboð Björgólfs Guð mundssonar og Lands bankans til Breta og Holl endinga sem í eigin græðgi lögðu inn á Icesave­reikn­ ingana. Af hverju á ég að bera tjón þeirra en ekki þeir sjálfir þegar það voru þeir sem tóku áhætt una í von um gull og græna skóga? Þetta er mér prinsipp og ég hvika aldrei frá því. Ég kýs dómstólaleiðina, þó það sé stór furðulegt í sjálfu sér að þurfa að kjósa um hvort farið sé eftir lögum sem gilda um gjaldþrot fyrirtækja. En alþingi valdi að taka málið úr þeim eðlilega farvegi og borga – og bæta sköttum á þegna sína. Kosningarnar um Icesave III­lögin snúast um það hvort fara eigi dómstóla leið ina eða samningaleiðina. Nei merkir dóm­ stóla leiðin. Já táknar að skatt greið endur vilja borga og ábyrgjast sjálf viljugir Ice ­ save­reikninga Breta og Hollendinga í Lands bankanum á pólitísk um forsendum og að það sé ekki áhætt unnar virði að fara með málið fyrir dóm stóla miðað við þann samning sem við þegar höfum. Verði þeim skattgreiðendum, sem það kjósa, að góðu. Áhættan við samningaleiðina er sú að ábyrgð ríkissjóðs verði meiri en 50 millj­ arðar komi til gengisfalls krónunnar, t.d. í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin verði af­ numin eða eignasafn Landsbankans reynist ofmetið. Það getur gerst. Áhættan við dómstólaleiðina er metin svo að skattgreiðendur verði dæmdir til að ábyrgjast innstæðurnar. En þó gætir meiri ótta um að íslenska ríkið hafi með neyðarlögunum mismunað innstæðu eig end­ um eftir löndum – og að kostnaðurinn geti orðið meiri en af núver andi samningi. Ég met leiðina áhættulitla og finnst útilok að að dómstólar geti strengt öryggis­ net skattgreiðenda undir einkabank ann Landsbankann eftir á. Eða að Íslend ingar verði dæmdir fyrir að gefa innstæðueig­ endum á Íslandi meira fé en þeim úti. Þarf að gefa jafnt þegar gjafir eru annars vegar? Enn hefur ekki reynt á það fyrir dóm­ stól um hvort neyðarlögin séu lögleg en flestir reikna með að þau séu það. Rökin eru að það sé réttur þjóða að verja sig í banka hruni með slíkum lögum til að forð­ ast alkul efnahagslífsins. Verði neyðar lögin dæmd ólögleg hrynur banka kerfið, allar innstæður verða um leið almennar kröfur en ekki forgangskröfur og Icesave fellur allt á ríkissjóð. Um rekstur fyrirtækja og gjaldþrot gilda skýr lög. Þegar venjulegt einkafyrirtæki verð­ ur gjaldþrota, eins og einkabankinn Lands ­ bankinn gamli, leita viðskiptavinir réttar síns fyrir dómstólum. Því ættu í eðli sínu ekki að vera kosningar um dóm stólaleið eða samningaleið. Dómstól arnir eru leiðin. Alþingi ákvað haustið 2008 að kippa málinu úr farvegi dómstóla og gera það að pólitísku máli og velja samningaleiðina um að við ætluðum að borga. Mikill þrýst ingur var á þessum tíma frá Alþjóða­ gjaldeyrissjóðnum um að íslenska ríkið ábyrgðist lágmarkstrygginguna sem var margfalt meiri en það fé sem til var í tryggingasjóði innstæðueigenda. Ábyrgðin á innstæðum Landsbankans hvíldi á tryggingasjóði innstæðueigenda sem Íslendingar komu á samkvæmt reglum Evrópska efnahagssvæðisins. Hann einn bar ábyrgðina á Icesave og öðr um innstæðum í bönkum. Ekki skatt greiðendur! Þetta voru reglurnar og þetta vissu Bretar og Holl end­ ingar sem lögðu inn á Icesave; og þetta vissu breska og hollenska fjár málaeftirlitið. Íslendingar fóru í einu og öllu eftir EES­ reglunum þegar þeir komu trygg inga­ sjóðnum á líkt og aðrar þjóðir í Evrópu. Aldrei var gerð athugasemd við það. Bankar í Evrópu áttu að greiða í trygg­ inga sjóðina og gerðu það, en ekki nægilega mikið. Þess vegna voru allir meðvitaðir um að sjóðurinn hér á landi dygði ekki til ef banki færi á höfuðið – hvað þá allt banka kerfið. Í Bretlandi og annars staðar í Evrópu var sömu sögu að segja; ekkert hald var í innstæðutryggingakerfinu. Þess vegna hlupu ríkisstjórnir í Evrópu undir bagga með stærstu bönkum í Evrópu þegar þeir riðuðu til falls og forðuðu þeim frá gjald þroti. Ríkis stjórnir vissu sem var að innstæðu trygg­ ingakerfið var ónýtt og áhlaup á bankana hefði rústað þeim á einni nóttu. Með neyðarlögunum voru inn­stæð ur í bankakerfinu gerðar að forgangskröfum og þar með Ice save­innstæður líka – ella væru þær al­ mennar kröfur. Neyðar lögin hafa því gert mikið fyrir Icesave­kröfu hafa. En íslenska ríkið veiti umfram tryggingu á Íslandi – en varla getur það myndað skaðabótaskyldu. Ríkið ábyrgð ist í botn innstæður allra á Ísland og langt umfram það sem þurfti. En það sem til var í tryggingasjóðnum átti að bæta skaðann samkvæmt regl um Evrópska efnahagssvæðisins. Á meðal reikningseigenda hér heima voru útlendingar; af ólíku kyni, lit og þjóð erni. Neyðarlögin mismunuðu því ekki eftir þjóðerni heldur við landið Ísland. Ef það stenst yfirhöfuð að það sé réttur þjóðar að setja neyðarlög til að verja sig í hruni bankakerfis og draga víglínuna við landamæri þá óttast ég ekki niðurstöðu dómstóla – ef þá Bretar og Hollendingar fara með málið fyrir dómstóla á Íslandi. Mér líkaði aldrei sniðið á teinóttu jakka­ fötunum og kýs að bera ekki ábyrgð á þeim. Ábyrgð á teinóttum jakkafötum Jón G. Hauksson Mér líkaði aldrei sniðið á teinóttu jakkafötunum og kýs að bera ekki ábyrgð á þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.