Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 17

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 17
1234 STJÓRNUN Stjórinn er í slæmu skapi, ekki bara í dag heldur alltaf upp á síðkastið. Hvað er til ráða? TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON STJÓRINN FÚLL Undirmennirnir bera að sjálf-sögðu ábyrgð á að stjóranum líði vel og hann/hún njóti sín í vinnunni. Ef stjórinn er alltaf í fýlu er eins víst að fyrirtækið fari á haus- inn og allir missi vinnuna. Það er því forvarnastarf að bæta skap fýlupokans á forstjóraskrifstof unni. „Eftir höfðinu dansa limirnir,“ segir máltækið. Ef höfuðið hangir verða limirnir að lyfta því upp. En þarna er margs að gæta. Stjórinn getur brugðist ókvæða við ef fólkið á gólfinu reynir að vekja honum hlátur. Hann/hún getur sagt: „Þvílík hirðfífl sem ég hef í vinnu!“ Það dugar nefnilega sjaldan að segja öðrum en jafningjum brandara. Yfirmenn hafa ekki gaman af gríni undirmanna sinna. Hér þurfa því ráð stjórn unarsérfræðinga að koma til. Hvað er hægt að gera til að for stjóri, sem áður var fullur lífs gleði og starfs orku, endurheimti þrótt sinn og forystuvilja? Hér eru nokkur ráð til að koma stjór­ an um í gott skap án þess að sleikja sig upp við hann/hana: Reyndu að átta þig á dagleg um venj um stjórans. Ef til vill er eitthvað sem truflar hann/hana og kemur í veg fyrir að allt gangi eins og venjulega. Flestir yfirmenn eru vanafastir. Reyndu að vera í góðu skapi sjálf/ur Finndu út hvort þið eigið sam eiginleg áhugamál. Ekki abbast upp á stjórann þegar hann/ hún er mjög úrill/ur. Smáhrós getur gert kraftaverk En forðastu allt smjaður. Vertu einlæg/ur. Stjórar sjá strax ef eitthvað dulið hangir á spýtunni. Talaðu við stjórann. Reyndu að átta þig á markmiðum stjórans með rekstrinum. Hjálpaðu honum/henni að ná þessum markmiðum. 533 6133

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.