Frjáls verslun - 01.01.2011, Síða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011
jarni Benediktsson,
formaður Sjálfstæðis
flokks ins, hefur síðustu
vikurnar átt sviðið í
íslenskri pólitík ásamt
for seta Íslands, Ólafi
Ragnari Grímssyni.
Bjarni hefur staðið í
orra hríð Icesave og
um hann stendur
styr innan flokks ins.
Mörg um finnst Bjarni hafa styrkt sig í
sessi; öðrum finnst hann hafa leikið af sér.
Eftir Kastljósviðtal þar sem hann útskýrði
viðhorf sitt í Icesave finnst mörgum að
vigt hans, sannfæringarkraftur og áhrif séu
meiri. Eftir fund í Valhöll tveimur dögum
síðar stigu tveir af fyrrverandi formönnum
flokksins fram og sögðust styðja Bjarna,
þeir Þorsteinn Pálsson og Geir H. Haarde.
Davíð Oddsson hefur hins vegar farið gegn
ákvörðun hans.
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN
Það kom eiginlega af sjálfu sér að hefja samtalið
á viðbrögðum hans við þeirri ákvörðun forseta
Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar.
„Ég fagna því að þjóðin fái að eiga síð
asta orðið í Icesave. Ég hefði þó kosið að
þingið tæki þessa ákvörðun, í stað þess
að hún lægi hjá einum manni. Við sjálf
stæð ismenn greiddum atkvæði með því
á þingi að málið færi fyrir þjóðina en
stjórnar flokkarnir voru á móti. Þjóðin fékk
þetta mál til afgreiðslu á fyrri stigum og
mér finnst eðlilegt að hún afgreiði það.
Núna er brýn þörf á upplýstri og hlut
lausri umræðu um Icesave svo fólk eigi
auðvelt með að taka upplýsta afstöðu. Ég
hef sterka sannfæringu fyrir því að rétt sé
að samþykkja Icesavesamninginn. Þjóðar
atkvæðagreiðslan snýst um að semja eða
fara dómstólaleiðina. Mér finnst dóm stóla
leiðin ekki virði áhættunnar í ljósi þess sem
ég tel að fáist út úr þrotabúi gamla Lands
bankans.“
Hvernig telur þú að þjóðaratkvæðagreiðslan fari?
„Það er útilokað að fullyrða nokkuð um
það. Mikilvægast er að fólk kynni sér málið
og taki upplýsta afstöðu til þess. Ég mun
mæla fyrir því að samningurinn verði
samþykktur.“
Ef dómstólaleiðin verður farin þá verður það
íslenskra dómstóla að dæma í málinu og þeir
eru að margra mati óháðari dómstólar en
EFTA-dómstóllinn.
„Það er dómstóla á Íslandi að dæma í
máli gegn tryggingasjóði innstæðueigenda
og fari Bretar og Hollendingar í mál við
sjóðinn verður dæmt í því hér á landi.
Flest ir eru hins vegar á því að angar af
málinu fari fyrst fyrir ESAdómstólinn og
að þar yrði skoðað hvort Íslendingar hefðu
með einhverjum hætti farið rangt að við að
innleiða tilskipunina um tryggingasjóðinn.
Þá yrði það líka skoðað hvort í því liggi
mismunun að koma innstæðum í banka
kerfi nu á Íslandi í skjól í nýju banka kerfi en
skilja innstæðueigendur í útibú um erlendis
utan garðs. Lögfræðingar sem veittu þinginu
álit töldu að þar væri okkar lagalega staða
óviss. Það má gera ráð fyrir að ágrein ing ur
ESA, Eftirlits stofnunar EFTA, og íslenskra
stjórnvalda um þetta tvennt lendi að lokum
fyrir EFTAdómstólnum. Sá dómur er
ekki aðfararhæfur á Íslandi. En Bretar og
Hollendingar gætu í kjölfarið höfðað mál
á Íslandi og vísað til niðurstöðu EFTA
dómstólsins máli sínu til stuðnings. Þeir
gætu einnig reist mál á enn öðrum grund
velli eða reynt að beita pólitískum þrýstingi
líkt og bent hefur verið á. Af þessu má vera
ljóst að það er talsverð óvissa um fram
haldið verði málið áfram í ágreiningi.“
KLÝFUR ICESAVE
SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN?
Varst þú alltaf þeirrar skoðunar að það væri
rétt að Alþingi legði til að Icesave færi í
þjóðaratkvæðagreiðslu?
„Við ræddum málið í þaula í þing flokkn
um en það sem réði úrslitum um þetta
atriði að lokum var saga málsins. Það er
slæmt að við höfum ekki skýrari reglur
í stjórnarskrá eða almennum lögum um
þau skilyrði sem mál þurfa að uppfylla til
að fara í þjóðaratkvæði. Þarna er verk að
vinna en jafnvel þótt ég vilji setja um þetta
skýrari reglur vil ég alls ekki að öll mál,
stór sem smá, fari í þjóðaratkvæði.“
Hefur staða þín veikst eða styrkst vegna þess að
þú samþykktir Icesave á Alþingi?
„Það getur tíminn einn leitt í ljós. Ég vissi
vel að þetta yrði umdeild ákvörðun og
ég hef fengið sterk viðbrögð á báða bóga.
En það getur enginn verið ósáttur við að
ég hafi mælt með því á alþingi að fólkið í
land inu hefði síðasta orðið.“
Þú fullyrðir að flokkurinn sé ekki að klofna út af
þessu máli.
Ég tel það útilokað. Við vildum að málið færi til þjóðarinnar, m.a. til að skapa
sem mesta sátt um niður stöð una, og nú fer
það þangað eftir synjun forsetans. Vissulega
er málið umdeilt, en Sjálfstæðis flokkurinn
hefur aldrei klofnað um málefni. Hann hefur
klofnað vegna manna, en ekki mál efna.
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, ræðir við Bjarna Benediktsson, for mann
Sjálfstæðisflokksins, um ólguna innan flokksins, pólitíska áhættu hans, stjórnunarstíl,
ráðgjafa, fyrirmyndir, ákvörðun forsetans í Icesave,ályktun landsfundarins í Icesave,
mótframboðPétursBlöndal,ESB,evruna,DavíðOddsson,SteingrímogJóhönnu,ákær-
unaáhendurGeirHaarde,stjórnlagaþingið,stjórnarskrána,hvortSjálfstæðisflokkurinn
hafináðvopnumsínum,hvortíþingliðinuséuekkiveikirhlekkireftirhrunið,styrkja-
málið,hvortflokkurinnhafigerthreintfyrirsínumdyrumoghvorthannsjálfursétil-
búinn til að leiða nýja ríkisstjórn.
TEXTI JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
B