Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 29
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 29
menn sem styðja viðræðurnar með mikla
fyrirvara á aðild að ESB. Þetta virðist því
snúast um það hjá mjög mörgum að sjá
hvað kemur út úr viðræðum.“
En það eru málsmetandi menn innan flokksins
sem eru mjög harðir Evrópusinnar og vilja
snúa flokknum og flokksmönnum til fylgis við
inngöngu í ESB. Þeir vita líka sem er að tapist
orrustan núna þá er hún töpuð til langs tíma.
„Niðurstaðan innan flokksins gagnvart
Evrópusambandinu er fengin með lýðræðis
legum hætti eftir umræður á lands fundi.
Þetta er lýðræðisleg niðurstaða og hún gildir.
Það er ríkur meirihluti hjá flokks mönnum
Sjálfstæðisflokksins um að halda sig utan
Evrópusambandsins. Miðað við það sem ég
hef kynnt mér um eðli Evrópusambandins
munu þeir sem vilja kíkja í pakkann á end
anum verða fyrir vonbrigðum.“
DAVÍÐ ODDSSON
Hvert er samband ykkar Davíðs Oddssonar?
Ræðið þið oft saman?
„Það er ekki mikið. Við höfum rætt saman
af og til og yfirleitt líða margir mánuðir á
milli.“
Hvaða skoðun hefur þú á Davíð Oddssyni?
„Mér finnst Davíð vera stórbrotinn karakter.
Hann á að baki glæstan feril í stjórn málum.
Afburða yfirsýn yfir heildar sam hengi hlut
anna og næmt innsæi var líklega mesti
póli tíski styrkur Davíðs. Ég hef ávallt
litið á hann sem vin og samherja, jafnvel
þótt hann hafi stundum sent mér kaldar
kveðjur. Ég reyni að taka hlutunum með
ró og stofna ekki til illinda við menn, enda
hefur mér, sem betur fer, almennt gengið
illa að eignast óvini.“
En þú hlýtur að finna fyrir áhrifum hans
innan flokksins. Finnst þér hann, sem fyrr-
verandi leiðtogi flokksins, vera svolítið á bak-
inu á þér, t.d. með hörðum skrifum sínum í
Morgunblaðinu?
Ekki endilega sem fyrrverandi formaður flokksins heldur hefur hann fyrst og
fremst áhrif í þjóðfélaginu sem skörungur
með ákveðnar skoðanir. Það er lagt við hlust
ir þegar hann talar. Þannig er hann. Hann
fylgir sínum málstað fast eftir. Stundum af
list og næmi en önnur skipti af krafti og jafn
vel reiði. Mér líkar betur við fyrri aðferð ina.“
Finnst þér hann skyggja á þig sem formann
flokksins?
„Nei, en sumir hafa nefnt það við mig.
Ég læt það ekki trufla mig og hugsa ekki
um það þegar ég vakna á morgnana. Ég
er formaður flokksins og ber ábyrgðina og
verð að fara eftir eigin sannfæringu við að
leiða hann.“
En hann er harðorður um þig í leiðurum
Morgunblaðsins.
„Í Icesavemálinu hefur hann mjög
ákveðnar skoðanir og þegar svo er fylgir
hann þeim mjög fast eftir. Ég get ekki sett
út á það í sjálfu sér en mér finnst hann
hafa verið óbilgjarn. Mér finnst ekkert
jafnvægi í umfjöllun Morgunblaðins um
Icesavemálið svo ég segi það alveg eins
og er. En ég efast ekki um að Davíð vill
mér og flokknum vel þótt hann verði fyrir
vonbrigðum í einstökum málum. Ekki síst
vill hann þjóðinni allt. Það verður að hafa
það þótt við séum ósammála um einstaka
hluti. Það er þá ekki í fyrsta skipti sem
ritstjóri Morgunblaðsins og formaður Sjálf
stæðis flokksins eru á öndverðri skoðun.“
Þegar þú steigst þín fyrstu spor í pólitík inni var
Davíð Oddsson formaður og forsætis ráðherra.
Það var bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að hafa hann sem leiðtoga þegar
við komum nokkrir ungir þingmenn inn á
þing. Davíð tók okkur vel. Hann var orð
inn mjög reynslumikill þegar þetta var
og það var ógleymanlegt að sjá hann fást
við nokkur af þeim deilumálum sem upp
komu á meðan hann var formaður. Hann
er öflugur í að meta stöðuna og velja næsta
leik. Eitt sinn þegar við vorum að ræða
umdeilt mál sem margir höfðu skoðun á
sagði hann við mig nokkuð sem ég hugsa
oft til: „Vit verður ekki lagt saman,“ og
vísaði þar í Sigurð Nordal. Líkt og Sigurður
benti á þá er það svo á sviði vitsmuna að
tveir og tveir eru ekki fjórir.“
STAÐA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Hvert er forgangsmálið hjá þér með flokkinn?
„Að stefna flokksins komist að við stjórn
landsins og flokkurinn vinni þannig þjóð
inni gagn. Að því miðast öll mín störf. Stóra
verkefnið hefur verið að byggja upp traust
á Sjálfstæðisflokknum eftir hrunið. Traust
skiptir öllu máli í stjórnmálum. Þetta er
eins og í lífinu sjálfu; það tekur lang an tíma
að byggja upp traust en það getur horfið á
einni nóttu fari menn út af sporinu. Í kjölfar
kosninga var öll áherslan á að gera hreint
fyrir sínum dyrum, ræða um orsakir og
aðdraganda hruns ins. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði misst traust fólks eftir hrunið þegar
ég tók við for mennskunni, fólk var ekki
tilbúið til að hlusta á sjónarmið okkar.
Á mínum fyrstu dögum sem formaður
komst styrkjamálið sömuleiðs í hámæli
og það kostaði flokkinn sennilega 56%
fylgi í kosningunum. En smám saman er
umræðan að snúast meira um framtíðina
og réttu leiðirnar til að takast á við þá stöðu
sem við búum nú við. Það er mjög góður
hljómgrunnur fyrir áherslu okkar á at vinnu
sköpun og hvetjandi aðgerðir fyrir atvinnu
lífið. Inn á milli hefur þetta verið erfiður
róður, en þegar glímt er við vanda mál skiptir
hugar farið öllu. Ég hef litið á erfið leikana
sem tækifæri fyrir okkur sem flokk, tækifæri
til að eiga samtal við fólk.“
Mér finnst Davíð
vera stórbrotinn
karakter. Hann á
að baki glæstan
feril í stjórn mál
um. Afburða yfir
sýn yfir heildar
sam hengi hlut anna
og næmt inn sæi
var líklega mesti
póli tíski styrkur
Davíðs. Ég hef
ávallt litið á hann
sem vin og sam
herja, jafnvel þótt
hann hafi stund um
sent mér kaldar
kveðjur. Ég reyni
að taka hlut unum
með ró.