Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 33

Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 33
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 33 Hvaða breytingar viltu helst gera á stjórnarskránni? „Mörg ákvæði stjórnarskrárinnar eru óskýr og þar er vísað fram og aftur milli ákvæða til dæmis um hlutverk forseta Íslands. Úr þessu þarf að bæta. Við þurfum einnig setja inn ákvæði um dómsvaldið; Hæsta réttar er t.d. ekki getið í stjórnar skránni. Margt fleira mun koma til skoð unar en þetta eru nokkur meginatriði. Þá finnst mér sjálfsagt að höggva á hnút inn um stöðu auð lindanna. Mikilvæg ast er að ríkið hefur fullveldisrétt yfir öllum náttúruauðlindum og við getum undir strikað í stjórnarskrá að auðlindirnar eigi að nýta þjóðinni til hags bóta. Málið snýst ekki um að auðlind irnar eigi að vera í ríkiseigu, eins og svo oft heyrist í umræðunni.“ Hvernig viltu leysa þær deilur sem eru um kvótann og nýtingu útgerðarinnar á honum? Stærstu vonbrigði síðustu ára eru að veiðigjaldið, sem núna er lagt á útgerðina, skyldi ekki leiða til þeirrar sáttar sem allir bundu vonir við og að var stefnt. Bæði fyrir sjávarútveginn og þjóðina. Það var alvörutilraun til að leysa ágrein ing. Þau sjónarmið sem voru reifuð í auðlinda skýrsl­ unni eiga öll erindi í umræðu dagsins í dag. En mér finnst lýðskrumið í umræðu um fisk veiði stjórnunina oft vera óendanlega dapurlegt. Umræðan um fiskveiði stjórn­ unarkerfið á að snúast um það sem kemur heildarhagsmunum okkar best, hvernig mestri hagkvæmni og verðmætasköpun er náð fyrir þjóðarbúið í heild.“ En hvað viltu gera núna þegar stjórnvöld boða svonefnda fyrningarleið? Ertu fylgjandi samningaleiðinni svonefndu? „Ég er fylgjandi samningaleiðinni. Í henni felst málamiðlun, tilraun til sátta. Í stað þess að útgerðarmenn hafi ótímabundnar afla ­ heimildir verða þær tímabundnar, háðar skilyrðum, og veiðigjaldið sem fyrir afnotin er greitt verði gert gegnsærra.“ Áttu von á að það verði róttækar ákvarðanir teknar af hálfu þessarar ríkisstjórnar og að hún keyri 5% fyrningarleiðina á ári í gegn? Nei, ég á ekki von á að fyrningarleiðin verði farin; að heimildir verði innkallaðar og síðan leigðar út fyrir hvert fiskveiðiár í senn. Rétta nafnið á þá hugmynd er gjald þrotaleið. En það verða vafalaust gerðar breyt ingar á kerfinu. Enda er ekki ágrein ingur um það í sjálfu sér. Ríkisstjórnin er hins vegar nokkuð dugleg við að búa sér til óvin til að sameinast um. Í sjávarútvegsmálunum hefur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra valið þann kost að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við hlið útvegsmanna og segja þjóðinni að þarna sé sameiginlegur óvinur. Þegar öllu er á botninn hvolft er ágreiningurinn ekki um grundvallaratriði og mér þykir líklegt að sameinast verði um samningaleiðina. Í tengslum við þær breytingar verður rætt um að taka byggðasjónarmið inn í mynd­ ina í auknum mæli.“ Jóhanna virðist samt halda fast í fyrningarleiðina? „Hún gerir það í pólitískum tilgangi. En það er jafnólíklegt að fyrningarleiðin verði farin og að HS Orka verði tekin eignarnámi af ríkinu. Það verður ekki.“ HELSTU FYRIRMYNDIR Í PÓLITÍK Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir í pólitík? „Ég veit það nú ekki en ég hef alltaf litið mikið upp til föður míns. Hann var lengi í bæjarpólitíkinni í Garðabæ og hef ur alltaf verið mér mikil fyrirmynd. Hann hefur þann stjórnunarstíl að sígandi lukka sé best, en að alltaf þurfi að sækja fram ákveðið. Hann leggur mikið upp úr heilindum og að bera virðingu fyrir and stæðingum sínum þótt tekið sé fast á þeim. Sömuleiðis að hugsa stórt og horfa á aðal atriðin. Ekki týna sér í litlu málunum.“ Hvað með fyrrverandi formenn flokksins sem fyrirmyndir? „Jú, að sjálfsögðu hef ég lært ýmislegt af þeim tveimur formönnum sem ég hef starfað með. En forverar mínir í embætti hafa hver fyrir sig haft sinn stjórnunarstíl. Mér finnst mikilvægast að vera ég sjálfur í starfi og treysta á mig sjálfan og mína sannfæringu.“ Hvað með erlendar fyrirmyndir eins og Margréti Thatcher? „Kjarkurinn og ákveðni hennar var sögu­ leg. Þorið óendanlegt. Hún sagði eitt sinn þegar hún var spurð hvers vegna hún væri með öll þessi læti: „Það er til lítils gagns að berjast fyrir því að verða forsætisráðherra ef maður ætlar síðan ekkert að gera í hlut­ unum og ekki koma neinu í verk.““ FRAM GEGN GEIR H. HAARDE? Þú tókst við formennsku af Geir H. Haarde sem steig til hliðar. En hvenær tókst þú ákvörðun um að bjóða þig fram? „Það var eftir að Geir H. Haarde hélt fund þar sem hann tilkynnti veikindi sín og afsögn sína. Ég vissi ekki af þessum veik­ ind um hans og var eins og öllum öðrum mjög brugðið.“ En því er haldið fram að þú hafir þegar verið búinn að taka ákvörðun um að fara gegn Geir Haarde í formanninn? Það er ekki rétt. Áður en Geir tilkynnti afsögn sína höfðu margir rætt við mig um stöðu flokksins eftir hrun og um hugs­ anlega formennsku í flokknum og ég þá að sama skapi rætt málin við þá á móti. Mér leið ekki vel með þetta þannig að ég hringdi í Geir og bað um fund með honum, að við myndum hittast og ræða málin. Ég sagði honum að margir væru að biðja mig að fara fram. Ég var samt ekki búinn að

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.