Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 55

Frjáls verslun - 01.01.2011, Page 55
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 55 Opið almenningi RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND MATREIÐSLUMEISTARAR Bláa Lóns­ ins hafa þróað skemmtilega matseðla sem henta jafnt hópum sem einstaklingum. Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeist ari Bláa Lónsins, er meðlimur í landsliði ís lenskra matreiðslumeistara. „Við erum ein staklega vel staðsett hér í Grindavík, sem er eitt skemmti­ legasta sjávarpláss landsins. Gott samstarf við útgerðarfyrirtækið Stakka vík tryggir okk ur besta fáanlega hráefni á degi hverjum. Fiskurinn er kominn á diskinn hjá okkur inn­ an sólarhrings frá því hann er veiddur.“ Viktor starfaði áður á veitingastaðnum Domo og í veiðihúsinu við Kjarrá auk þess sem hann starfaði í eitt og hálft ár á Miche­ lin­stjörnuveitingastaðnum Domaine de Clair Fontane Le celadon í Frakklandi og dvaldi í mánuð Wd­50 í New York. Viktor segir afar mikilvægt fyrir sig að heimsækja önnur lönd og starfa þar: „Það er nauðsynlegt að starfa tímabundið á völdum stöðum þar sem tækifæri gefst til að vinna með og læra af þeim sem eru best ir í faginu hverju sinni og eru oft á tíðum að þróa skemmtilega hluti við matargerð. Aðrir matreiðslumenn hér á Lava fara utan reglulega og einn af okkar mönnum dvaldi nýlega á veitingastaðnum Texture í London þar sem Agnar Sverrisson ræður ríkjum,“ segir Viktor, sem augljóslega hefur mjög gaman af starfi sínu. Slökun í lóninu að loknum fundahöldum Árshátíðir taka á sig skemmtilegan blæ í glæsilegum veitingastað Bláa Lónsins. Sal ur­ inn er umluktur hraunveggjum og býr yfir óviðjafnanlegu útsýni út á blátt lónið. Magn­ ús Héðinsson, rekstrarstjóri veit ingasviðs Bláa Lónsins, segir ánægjulegt hversu góð viðbrögð salurinn hefur fengið hjá gestum: „Við leggjum áherslu á klæðskerasaumaðar lausnir til að koma til móts við ólíkar þarfir fyrirtækja. Tæknilausnir okkar eru með því besta sem þekkist og við erum vel tækjum búin. Góð þjónusta skiptir gríðarlegu máli.“ Að sögn Magnúsar er Bláa Lónið einnig með fundarsal sem rúmar allt að níutíu manns auk skemmtilegs stjórnarherbergis sem rúmar tólf gesti. Í Eldborg, steinsnar frá Bláa Lóninu, eru tveir fundarsalir. Gest­ um þykir mjög notalegt að slaka á í lóninu í lok árangursríks fundardags. Bornir eru fram drykkir á nýjum bar sem er í lóninu sjálfu og þar má kaupa andlitsmaska sem kallast „Volcano Scrub“ og „Algae Mask“ og skapar það skemmtilega stemningu á meðal gesta. Landsliðskokkur í Bláa Lóninu Bláa Lónið telja margir einn mest spennandi kost landsins þegar kemur að fundum, ráðstefnum og veisluþjónustu. Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeistari Bláa Lónsins: BLÁA LÓNIÐ VINSÆLL ÁNINGASTAÐUR RÁÐSTEFNUGESTA Matreiðslusnillingarnir í Bláa Lóninu. Birkir, Ingi Þórarinn, Kári Snær, Guðjón, Arnar Páll. Viktor Örn Andrés­ son, yfirmatreiðslumeistari og meðlimur í lands liði íslenskra matreiðslumeistara, er fyrir miðri mynd. Matreiðslumeistarar Bláa Lónsins hafa þróað skemmtilega mat- seðla sem henta jafnt hópum sem einstaklingum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.