Frjáls verslun - 01.01.2011, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011
íkið heldur þjóðkirkjunni uppi,“
segja þeir sem vilja aðskilnað
ríkis og kirkju. „Þetta er rangt,“
segja talsmenn kirkjunnar
og benda á að aðskilnaður
ríkis og kirkju hafi endanlega
verið staðfest ur árið 2006 og
bygg ist á lögum um svonefnt
kirkju jarðasamkomulag sem gert var árið 1997.
Aðskilnaður ríkis og kirkju var engu að síður mikið
í umræðunni í aðdraganda kosninga til stjórn laga
þings og nefndu margir frambjóðendur að þeir
vildu þennan aðskilnað.
Er þá kirkjan fjárhagslega sjálfstæð eftir allt
sam an – og það þegar ríkið greiðir prestum laun?
Þar að auki innheimtir ríkið sóknargjöld fyrir öll
trúfélög í landinu.
Svarið er bæði JÁ og NEI um fjárhagslega
aðskilnaðinn.
JÁ vegna þess að laun presta koma sem greiðsla
fyrir kirkjujarðir, sem ríkið tók yfir með lögum
árið 1907, og sóknargjöldin eru félagsgjöld sem
ríkið innheimtir fyrir trúfélögin í landinu, t.d.
þjóðkirkjuna, Fríkirkjurnar og Ásatrúarsöfnuð
inn.
Svarið er NEI um fjárhagslega aðskilnaðinn
vegna þess að greiðslur til kirkjunnar berast henni
frá ríkinu og eru inni á fjárlögum ríkisins. Ríkið
kemur hins vegar ekki að fjármálum kirkjunnar
með beinum hætti, t.d. hvað varðar ársreikning
þjóðkirkjunnar eða aðra rekstrarþætti hennar og
heldur ekki utan um heildarfjármál hennar.
Hið fjárhagslega sjálfstæði kirkjunnar gagn vart ríkinu byggist því á kirkjujarðasamkomulaginu frá árinu 1997 sem varð
að lögum. Þessi samningur náðist eftir um tutt
ugu ára samningaviðræður um kirkjujarðirnar og
byggist á því þegar ríkið yfirtók jarðir kirkjunnar
árið 1907.
Fjárhagsleg umsvif þjóðkirkjunnar eru rúmir
3,7 milljarðar króna á ári. Þar vega laun presta og
sóknargjöld þyngst.
Kirkjugarðsgjöldin koma til viðbótar upp á um
850 milljónir en þau eru í raun óviðkomandi þjóð
kirkjunni og snúa að rekstri kirkjugarða lands ins,
þ.e. rekstri grafreita fyrir landsmenn, og koma
ekki inn í rekstur og umsvif kirkjunnar.
Ef ríkið ætlar að rifta kirkjujarðasamkomulag
inu, sem varð að lögum, má búast við stórfelldum
málaferlum þar sem ríkið er búið að selja margar
þessara kirkjujarða. Þarna yrði þref um jarðir eins
og Þingvelli, Garðabæ og Borgarnes.
Samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu eign
aðist ríkið kirkjujarðirnar en samdi um að greiða
á móti laun presta, biskupa og prófasta og í kristni
sjóð og kirkjumálasjóð.
Launagreiðslur til þriggja biskupa, um 140 presta og prófasta, auk nokkurra starfsmanna Biskup sstofu, eru á þessu ári
tæp lega 1,3 milljarðar króna og greiðslur í helstu
sjóð ina rúmlega 600 milljónir króna. Tekjustofnar
sjóð anna miðast við ákveðna prósentu til við
bótar heildarsóknargjöld um til þjóðkirkjunnar.
Kristnisjóður, jöfnunarsjóður sókna og kirkju
TEXTI: INGIBJÖRG BÁRA SVEINSDÓTTIR
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Fjármál
kirkjunnar
FJÁRMÁL KIRKJUNNAR
Aðskilnaður ríkis og kirkju var mikið í umræðunni í aðdraganda kosninga til stjórnlaga-
þings og sögðust margir frambjóðendur vilja aðskilnað. Innan kirkjunnar þótti mönnum
þetta svolítið undarlegur málflutningur og bentu á að aðskilnaður ríkis og kirkju hefði
endanlega verið staðfestur árið 2006 með lögum og engin fjárhagsleg ágreiningsmál
lengur til staðar.
AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU: