Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.01.2011, Qupperneq 65
FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 65 ríkiskirkja. Þegar aðskilnaður varð var talið eðlilegt að skilgreindur væri framfærslu­ grunnur fyrir kirkjuna, það er að segja að hún gæti staðið undir þeim skyldum sem ætlast er til af henni. Þess vegna var í samningnum 1997 vísað til þeirra eigna sem kirkjan hafði byggt rekstur sinn á þegar samningsbundnar launagreiðslur voru meitlaðar inn í samkomulagið.“ Aðferðafræði til að friða fólkið Stefán segir ástæðu til að velta því fyrir sér hvort ekki sé nú þegar komið til fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju. „Í grein í stjórnarskránni segir að ríkisvaldið eigi að vernda og styðja kirkjuna. Þessi grein er í raun og veru ekki virk. Maður sá það í erfiðleikum kirkjunnar á síðasta ári að ekki var mikinn stuðning að fá. Forsætisráðherra gaf þvert á móti ákveðnar persónulegar yfirlýsingar sem bentu frekar í þá átt að höggva ætti að kirkjunni.“ Það er mat Stefáns að með lækkun sóknar gjaldsins sé ríkisvaldið að draga úr þeim þætti innheimtu sinnar til þess að geta hækkað skatta til eigin nota. „Þetta er aðferðafræði til þess að friða fólk ið í landinu og maður hefur ákveðinn skilning á því. Þetta er hins vegar gert ein­ hliða og kirkjuþing hefur mótmælt þessu harðlega.“ Loks segir Stefán varðandi kristnisjóðinn og jöfnunarsjóð sókna að kirkjan hafi á sín­ um herðum gríðarlega flókið viðfangsefni sem er varðveisla menningararfsins. Það má segja að það eigi sér tvíþætta birtingar­ mynd, sú fyrri snýr að varðveislu merkra bygginga og muna en hin síðari að þeirri þjónustu sem kirkjan veitir landsmönnum hvar og hvenær sem er. „Þjóðkirkjan mætir á svæðið í aðstæðum fólksins, hvort sem það býr á Kópaskeri eða Kópavogi. Í sveitum landsins geta menn stólað á, að það er prestur í kallfæri sem mun koma boðinn og búinn, hvernig sem á stendur, hvort sem viðkomandi til­ heyrir þjóðkirkjunni eða ekki – það er þessi skylda sem skilgreinir hugtakið „þjóðkirkja“ en ekki lagarammi eða nokkuð í þeim dúr,“ segir Stefán. FJÁRMÁL KIRKJUNNAR Allar greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunn ar byggjast á kirkjujarðasamkomulaginu nema jöfnunarsjóðsfram- lagið sem í ár er um 300 milljónir króna. I. Ríkið eignaðist kirkjujarðirnar og greiðir fyrir á móti samkvæmt kirkjujarðasamningi laun presta, þriggja biskupa og nokkurra starfsmanna Biskupsstofu – sem og í kristnisjóð og kirkjumálasjóð. Laun.....1.300 milljónir kr. Sjóðir.... 600 milljónir kr. II. Ríkið innheimtir félagsgjöld fyrir öll trúfélög, eins og þjóðkirkjuna, Fríkirkjuna og Ásatrúarfélagið og afhendir félagsgjöldin sem sóknargjöld til þessara félaga. Sóknargjöld eru 1.600 milljónir kr. á ári III. Í tengslum við innheimtu sóknargjalda fara um 300 milljónir á þessu ári í jöfnunar sjóð kirkjunnar. Jöfnunarsjóður 300 milljónir kr. IV. KIRKJUGARÐSGJÖLD Ríkið innheimtir kirkjugarðsgjöld. Þau eru ekki á vegum þjóðkirkjunnar heldur fara þau í rekstur kirkjugarðanna, þ.e. rekstur graf reita í þágu allra landsmanna. KIRKJUGARÐSGJÖLD (rekstur kirkjugarða) eru ekki á vegum þjóðkirkjunnar en eru 850 milljónir kr. á ári FJÁRMÁL KIRKJUNNAR FJÁRHAGSLEG UMSVIF KIRKJUNNAR ERU 3.750 MILLJÓNIR KR. Á ÁRI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.