Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 70

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 70
70 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 STJÓRNUN Langflestir­stjórnendur­eru færir um að eiga góð­samskipti.­En­sam­skipti geta verið góð án þess að vera árangursrík. Hversu vel stjórnendum tekst til í samskiptum hefur mikil áhrif á samstarfsfólk, viðskiptavini, birgja og aðra hagsmunaaðila. Afkoma fyrirtækja getur þar af leiðandi ráðist af því hversu vel stjórnendur nýta árangursríkar samskiptaleiðir. Í rannsókn minni kemst ég að þeirri niðurstöðu að veruleg tæki færi séu til staðar fyrir íslensk fyrirtæki að auka árangur og bæta rekstrarniðurstöðu með skil virkum og stefnumiðuðum sam skiptum. Kveikjan að rannsókninni voru hugleiðingar um hvað raun veru­ lega ræður úrslitum varð andi árangur fyrirtækja. Stjórn unar­ reyn­sla­til­15­ára­hafði­ekki­gefið­ neitt lokasvar við þeirri spurningu. Fjölmargar rann sóknir á árangri fyrirtækja sýna að aðeins tak­ markaður hluti þeirra nær þeim árangri sem stefnt er að, eða einungis um 10­30%. Jafnframt nær aðeins lítill hluti að skila viðeigandi arðsemi til lengri tíma litið. Stjórnendur hafa tvímælalaust mest áhrif á hvernig skipulagsheildum er stýrt og hvaða árangri þær ná og rannsóknir á árangri stjórn­ enda sýna að a.m.k. helmingur þeirra getur bætt árangur sinn, jafnvel­þegar­þeir­sjálfir­eru­ spurðir. Þessar staðreyndir blasa við þrátt fyrir umtals­ verðar rannsóknir og þróun á rekstri og stjórnun, allt frá því á nítjándu öld. Stórnendur verja meira en 90% af tíma sínum í samskipti Rannsóknir Henrys Mintz­ bergs á hlutverki stjórnenda, 1973 og 2009, leiddu í ljós að stjórnend ur verja langstærstum hluta tíma síns í samskipti, eða yfir­90%.­Fleiri­hafa­tekið­í­sama­ streng. Því má gera ráð fyrir að samskipti ráði miklu um ár angur og staðfest hefur verið með rannsóknum að tengsl eru milli samskipta og árangurs. Má þar nefna dæmi um aukna fram leiðni og skilvirkni, lægri kostnað, betri starfsanda, minni starfs mannaveltu og aukinn hagnað. Þessar forsendur gerðu samskipti að áhugaverðu rann ­ sóknarefni. Samskiptaleiðir í íslenskum fyrirtækjum Rannsóknin var gerð í apríl 2010 og unnin út frá fræðasviði samskipta í skipulagsheildum (Organizational­Communica­ tion) þar sem fyrst og fremst var horft á samskipti innan skipu­ lagsheilda­(Internal­Comm­- unication). Rætt var við for stjóra og framkvæmdastjóra í sjö íslenskum fyrirtækjum. Fyrir tækin starfa í mismunandi atvinnu grein­ um­og­er­starfsmanna­fjöldi­yfir­ 100 í þeim öllum. Spurt var um samskipti varð­ andi stefnumótun og markmiðs­ setningu, kynningu og innleiðingu stefnu og meginmarkmiða, starfs anda í samskiptum, ár ang ­ ursmælingar og markviss sam­ skipti. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hvaða leiðir íslenskir stjórnendur nýta í samskipt­ um og hvort um er að ræða leiðir sem eru árangursríkar. Mark miðið var að koma auga á tæki færi fyrir íslensk fyrirtæki til að auka árangur með skilvirkari samskiptum. Áhugaverðar niðurstöður sem fela í sér tækifæri Rannsóknin leiddi í ljós að margt er mjög vel gert í sam­ skiptum og ánægjulegt að sjá hversu vel er staðið að mörgu. Engu­að­síður­eru­tækifæri­til­ að auka árangur og vannýtt tækifæri eru alltaf áhugaverð. Þátttakendur voru sammála um að samskipti hafa mikil áhrif bæði við mótun, kynningu og innleiðingu á stefnu og megin ­ markmiðum. Þeir telja jafn framt líklegt að hægt sé að bæta árangur með því að huga frekar að því hvernig upplýsingum er safnað og miðlað innan fyrir tækj ­ anna. Í meirihluta fyrirtækjanna ríkir starfsandi sem stuð lar að árangursrí kum samskipt um og meirihluti þátt takenda velur áhrifaríkar boð leiðir, eins og starfs mannafundi, til að koma mikil vægum skilaboðum um stefnu og markmið til starfsmanna. Rétt er að taka fram að úrtakið í rannsókninni var smátt og því er­ekki­mögulegt­að­yfir­færa­ niðurstöður­úrtaksins­yfir­á­ þýðið í heild sem væri öll fyrir ­ tæki­á­Íslandi­með­fleiri­en­100­ starfsmenn. Niðurstöðurnar gefa þó engu að síður athyglis­ verðar vísbendingar. Hvernig nýtum við tækifærin? Tilhneiging er til að líta á árang­ ursrík samskipti sem sjálfsagð­ an hlut og ekki er óalgengt að stjórnendur vanmeti hversu mikil áhrif samskipti geta haft á árangur. Með markvissari að ferðum má auka skilvirkni sam skipta. Það á til dæmis við þegar skilaboð eru samin, þegar boðleiðir eru valdar og skilaboð­flutt,­við­hlustun­eftir­ endurgjöf frá starfsmönnum, við hvatningu og við þjálfun stjórnenda og starfsmanna. Tækifærið felst í því að skoða betur samhengið milli samskipta og­árangurs­og­áhrifin­sem­ sam skipti geta haft á árangur og veita því aukna athygli. Þetta samhengi­og­áhrifin­má­skýra­ með meðfylgjandi mynd. Eru góð samskipti alltaf árangursrík? Svo er ekki. Sigrún Þorleifsdóttir, stjórnendaþjálfari og einn eigenda Vendum – stjórn- endaþjálfunar, rannsakaði innri samskipti og árangursríkar samskiptaleiðir í íslenskum fyrirtækjum í lokaritgerð sinni til meistaraprófs í stjórnun og stefnumótun. TEXTI: SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR MYND: GEIR ÓLAFSSON Sigrún Þorleifsdóttir, stjórn enda­ þjálfari og einn eigenda Vendum – stjórnendaþjálfunar. Fyrirtæki sem vilja bæta rekstrar niður ­ stöðu sína með árang­ ursríkari samskiptum þurfa að huga að þrennu; hæfni stjórn­ enda til samskipta, andrúmsloftinu í fyrir tækinu og þeirri athygli sem samskipt­ um er veitt. Stjórnendur hafa til­ hneigingu til að tala meira en þeir hlusta og fundir verða því gjarnan í tilkynninga­ stíl þar sem stjórnend­ ur hafa orðið.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.