Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 78

Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 78
78 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011 ichael Connelly er einhver vinsælasti spennusagna­ höfundur heimsins í dag og hafa bækur hans verið gefnar út á 35 tungumálum, þar af fjórar­á­íslensku.­Í­flest- um bókum Connellys er aðalsögupersónan rann sóknarlögreglumaðurinn Hieron­ ymus „Harry“ Bosch, sem hefur margan glæpamanninn elt á brokkgengum ferli í lögreglunni í Los Angeles. Það sem einkennir sögur Connellys er að þótt þær séu sjálfstæðar hver um sig þegar kemur að söguþræði er tenging í þeim flestum­við­atburði­og­aðrar­per­s­ónur­sem­ Connelly hefur áður skrifað um. Bosch er til dæmis lítil aukapersóna í sumum bókum þar sem aðrar persónur eru í aðalhlutverk­ um. Af þeim fjórum bók um sem komið hafa út á íslensku er Harry Bosch aðeins aðal­ persónan­í­einni,­Engla­flugi.­Í­tveimur­öðrum,­ Blóðskuld og Svart nætti, er rannsóknarmað­ urinn Terry McGill aðalpersónan. Þess má geta að Connelly er búinn að afgreiða Mc­Gill­í­einni­bókinni,­hann­finnst­látinn­og­ virðist hafa látist af náttúrulegum orsökum en ekkju hans grunar annað og fær vin hans, Harry Bosch, til að rannsaka dauða hans. Í sextándu bók sinni, The Lincoln Lawyer, kynnir Michael Connelly nýja aðalpersónu, lögfræðinginn Mickey Haller, sem starfar í Los Angeles. Hann er ekki með hefðbundna skrifstofu heldur á hann stóran Lincoln­ eðal vagn og er með einkabílstjóra – sem er fyrrverandi kúnni hjá honum að vinna fyrir lögfræðikostnaðinum – og er bíllinn skrifstofa hans. Tengingin við Harry Bosch er fyrir hendi þar sem í ljós kemur að Haller er hálfbróðir hans og í einni af nýjustu bók­ unum um Harry Bosch þarf hann á góð um lögfræðingi að halda í lokin og að sjálf sögðu verður bróðir hans fyrir valinu. Úr öskunni í eldinn Þrátt fyrir miklar vinsældir Harry Bosch­bók­ anna hefur enginn lagt í að kvikmynda þær, en aðeins ein stór Hollywood­kvikmynd hefur verið gerð eftir bók Connellys, Blood­ work (Blóðskuld), kvikmynd frá árinu 2002 þar­sem­Clint­Eastwood­lék­Terry­McGill,­ sem í sögunni er nýbúinn að fá nýtt hjarta. Miðað við þær fínu viðtökur sem Blood­ work fékk, bæði hjá gagnrýnendum og áhorf endum, er furðulegt að ekki skyldi verða framhald á fyrr en nú að The Lincoln Lawyer lítur dagsins ljós og er það Matthew McConaughey sem leikur lögfræðinginn Mickey Haller. Harry Bosch verður að bíða TEXTI: HILMAR KARLSSON Í spennumyndinni The Lincoln Lawyer leikur Matthew McConaughey lögfræðing sem er með einkabílstjóra á færanlegri skrifstofu sinni, sem er baksætið á gamalli Lincoln-eðaldrossíu Lögfræðingurinn í Lincolninum

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.