Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Síða 6

Frjáls verslun - 01.03.2010, Síða 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 RITSTJÓRNARGREIN Var útrásin eitt stórt Ponzi-svindl? WILLIM K. BLACK, lögfræðingur og fjármála eftir lits­ maður í Bandaríkjunum, kom til landsins á dög un­ um og hélt tvo fyrirlestra í Háskóla Íslands, auk þess að koma fram í viðtalsþáttum. Annar fyrirlestra hans bar yfir skriftina Besta leiðin til að ræna íslenskan banka er að „eigann“. „Þetta er Ponzi­svindl,“ sagði Black og á hon um var að skilja að stjórnendur íslensku bankanna og eigendur þeirra hefðu hugsað Ponzi­svikamylluna í þaula frá fyrsta degi til að hagnast hratt. Og það er ekki verið að ræða um neitt venjulegt svindl; sjálfa útrásina með bankana í fararbroddi. Auðvitað skiptir ekki máli hvaða nafni svikamyllum er gefið – en þetta eru forvitnilegar pælingar hjá Black. Ég er á þeirri skoðun að nokkrir af toppstjórnendum bankanna og helstu eigendur þeirra kunni þegar upp verði staðið að verða dæmdir fyrir skatt svik, skjalafals, auðgunarbrot og brot gegn hluta­ félagalögum vegna ein stakra mála síðasta árið fyrir hrun. Sér stakur saksóknari er þegar byrjaður að sýna klærnar. En mér finnst vel í lagt að halda því fram að kaupin á bönk unum og útrásin öll hafi frá fyrsta degi verið ein stór svikamylla; til að ræna bankana. Það merkir að verið var að blekkja almenning, íslenskt atvinnulíf, fjár festa, erl­ enda athafnamenn og sparifjáreigendur ekki síst stærstu og þekktustu banka heims. Það er mikið sam særi. Förum betur ofan í þessa kenningu Williams K. Black um að þetta sé kerfis­ bundið Ponzi­svindl frá upphafi. Þeir, sem töpuðu mestu á hruni íslensku bankanna og eignar­ haldsfélögum helstu eigenda þeirra, eru hvorki meira né minna en þekktustu og stærstu bankar í heimi sem kunna öll trixin í bókinni. Þeir mokuðu fé, aftur og aftur, sam kvæmt Ponzi­hugsuninni, í ís lensku bankana. Tap þeirra er á bilinu 8 til 9 þús und milljarðar króna þegar allt tínist til – en stærð banka kerfi sins var nálægt 14 þúsund milljörðum króna fyrir hrun. Starfsemi íslensku bankanna var langmest erlendis í útrásinni, í erlendum bönkum sem þeir keyptu og heyrðu undir fjár málaeftirlit og seðlabanka í viðkomandi löndum. Mér finnst sennilegra að útrásaravíkingarnir hafi orðið eigin græðgi, hroka og barnaskap að bráð fremur en að teikna upp og hanna svæsna Pozi­svikamyllu frá fyrsta degi. Mikið vill meira og margur verður af aurum api. Þeir héldu að þeir væru ósigrandi eftir ágætt gengi árin 2003 til 2006; allir vegir færir. Ef toppstjórnendur bank­ anna og eigendur þeirra voru svona útpældir, hvers vegna seldu þeir ekki bankana þegar þeir voru búnir að skrúfa verð þeirra upp og hirtu hagnaðinn? Margir stjórnendur bankanna högnuðust hratt á kaup rétti hlutabréfa og greiddu m.a. tekjuskatt af þeim hagnaði. En þeir seldu ekki hlutabréfin, nema Bjarni Árm annss on, og sitja uppi með tap af þeim. Fyrst þeir seldu ekki bréfin urðu þeir ríkir um tíma en væntanlega fátækir við hrunið. Eða eru þeir allir moldríkir í dag með fé sitt á Tortóla? Kannski. Svo er að skilja á umræðunni. Krafan er að þeir greiði allt til baka en þá má ætla að erlendu stórbankarnir, sem töpuðu 9 þúsund milljörðum á hruninu, fái obbann af því fé – og Bretar og Hollendingar hluta af því vegna Icesave. Þegar rætt er um Ponzi­svindl er verið að vísa til Carlos Ponzi sem kom sem innflytjandi til Boston frá Ítalíu árið 1903. Hann var allslaus en auðgaðist hratt og árið 1920 var hann orðinn þekktur viðskiptajöfur og fjárfestir. Ponzi rakaði til sín milljónum dollara frá grunlausum fjárfestum og notaði fé nýjustu fjár festanna til að borga þeim sem vildu innleysa fé sitt. Svikamylla Madoffs í New York var af þessum toga. Hann tók við fé frá þekktu og ágætlega greindu fólki og lofaði að ávaxta það á ofurvöxtum. Hann stóðst grandskoðun banda ríska fjármálaeftirlitsins sjö sinnum. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis tekur af öll tvímæli um furðuleg vinnubrögð innan bankanna síðasta árið fyrir hrun. Almenningur hefur túlkað skýrsl una í anda Blacks; að víkingarnir hafi eignast bank ana til að tæma þá. Það er mikið sagt, en eftir stendur þetta: Það fer ekki vel á því að bankar séu í eigu stærstu fyrirtækja og leikenda í viðskiptalífinu – eða þá að bankar eigi stærstu fyrirtæki landsins; eins og nú er raunin með krumlu bankanna. Hart skal taka á málum. Það verður hinns vegar fróðlegt ef dómstólar komast að því að upp bygging íslensku bankanna og útrásin hafi verið eitt stykki stór svikamylla frá degi eitt; úthugsað Ponzi­svindl. Það vissi hvert mannsbarn að útrásin var tekin að láni erlendis frá. Og lán þarf víst að borga. En ef þetta var allt Ponzi­ svindl frá fyrsta degi þá söfnuðust hund ruð illa innrættra; toppstjórnenda, sérfræðinga, endurskoðenda, lög fræð­ inga og fjármálaráðgjafa inn í bankana á sama tíma og tóku þátt í Ponzi­svindli með eigendum sínum gagnvart þekktustu bönkum í heimi. Það finnst mér nokkuð stórt samsæri og ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Jón G. Hauksson Hverjir voru fyrst og fremst blekktir hafi þetta verið Ponzi-svindl? Það voru stærstu og þekktustu bankar í heimi sem kunna öll trixin í bókinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.