Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Síða 25

Frjáls verslun - 01.03.2010, Síða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 25 2005 Kúlulán verða vinsælt umræðuefni. Þú tekur lán og greiðir það með „einu skoti“ til baka eftir kannski 5 eða 10 ár. Rök með: Fjárfestingin á eftir að hækka miklu meira íverði á tímabilinu en lánið. Rök á móti: Hvað ef ekki fæst nýtt kúlulán til að greiða gamla kúlulánið og fjárfestingin hefur lækkað í verði? 2006 Erlend matsfyrirtæki höfðu gefið íslensku bönkunum góða einkunn til þessa. Nú bregður svo við að þau setja út á íslensku bankana og ræða sérstaklega um krosseignatengsl og einhliða fjármögnun (lán). Gagnrýnt er að bankarnir eigi í stærstu fyrirtækjunum og stærstu fyrirtækin eigi í bönkunum. 2006 Brugðist er við athugasemdum erlendra matsfyrirtækja með því að „skera á krosseignatengslin“ í kringum bankana. Síðar kom í ljós að það var meira í orði en á borði. 2006 Sérfræðingur Danske Bank, Lars Christiansen, segir að íslenskt efna hagslíf geti brotlent harka lega vegna of mikillar skuld asöfnunar og við skipta halla. Viðbrögðin eru á einn veg; að hann sé alltof svartsýnn og skýringin kunni að vera hve Danir séu óhressir með kaup Íslendinga á þekktum dönskum fyrirtækjum. 2007 Margir öfundast út í þá sem hafa orðið ríkir af hlutabréfaviðskiptum og bölsótast yfir að hafa „misst sjálfir af vagninum“. 2007 Um mitt sumar 2007 yfirtekur Björgólfur Thor Actavis Group þar sem hann átti 39% fyrir. Hann greiðir um 4 þúsund hluthöfum 190 milljarða króna. Deutsche Bank annast fjármögnunina. 2008 Mikil umræða að lánalínur séu að þorna upp og að bankar treysti ekki lengur hverjir öðrum. Það er erfiðara en áður fyrir banka að hringja í næsta banka og fá lán. 2007 Um haustið byrja hluta bréfa­ vísitölur um allan heim að lækka vegna minna lánsfjár í umferð. Fæstir trúa því að bankar eigi eftir að hrynja þó verð þeirra í kauphöllum „muni eflaust lækka“. 2008 Íslensku bankarnir hrynja. Þeir eru tíu sinnum stærri en íslenska hagkerfið. Þeir eru svo stórir að íslenska ríkið hefur ekki efni á eða burði til að hjálpa þeim. 2008 Hrunið er staðreynd. Spilaborgin hrunin. Þetta var bæði banka­ og gjaldmiðilshrun. 2010 Skýrsla rannsókna­ rnefndar kemur út. Ástandið í ís lensku bönkunum var miklu verra en allir héldu. Bank­ arnir mokuðu fé í eigendur sína mjög ábyrgða rlaust. Bankarnir voru misnotaðir af eigend um sínum. Uppi eru getgátur um að líklegast hafi ekki verið hægt að forða bönkunum frá falli eftir mitt ár 2006. 2010 Skýrslan er hluti af uppgjöri þjóðarinnar við hrunið. Á næstunni mun umræðan líklegast mest snúast um endurreisn viðskiptalífsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.