Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 31

Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 31
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 31 TEXTI: GÍSLI KRISTJÁNSSON Þ egar menn eiga mikla peninga, eða vantar mikla peninga, tala þeir eins og götustrákar. Þeir sletta og segja hjeddna og sko og bara og hætta í miðjum setningum. Af skýrslu Rann sóknarnefndar Alþingis má ráða að með auði og völdum fylgi óvandað mál. Eða hvað? Það er hægt að finna ótal undarlegar setn ingar í munnlegum skýrslum þeirra sem rannsóknarnefnd Alþingis ræddi við vegna Hrunsins. Þetta virðist oft á tíðum strákslegt mál og alls ekki það sem Íslendingar lesa daglega í blöðum og bókum. Talar fólk með völd og áhrif í raun og veru svona? Eru menn virkilega ekki form­ legri í tali en þetta þegar rætt er um mikla og stóra peninga? Eða eru þessir menn ef til vill ótalandi sumir hverjir? Þessar spurningar hafa vaknað við lestur á skýrslu rannsóknarnefndar Alþings, það er hinn munnlega framburð þeirra sem fyrir nefndina komu. Í skýrslunni er vitnað í allt orðrétt með hiki og þögnum. Ekki reynt að koma skipulagi á tungumálið, fylgja hefðbundinni setningaskipan og að taka út óþarfa orð eða botna hálfsagðar setningar. „Ég taldi þá að ég ætlaði bara að hafa vaðið fyrir neðan mig í raun. Það var nú eiginlega bara þannig.“ Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður. Viðtöl í blöðum eru oft tekin upp á segul band en það þykir galli á viðtali ef segul bandsbragurinn skín í gegn. Hefðin er að endurrita, hreinsa og lagfæra. Kunnir ritsstjórar hafa meira að segja lagt að blaða­ mönnum sínum að taka viðtölin ekki upp og treysta þess í stað á minni og glósur. Textinn verður bara betri. Upptöku má þó hafa til vara ef ágreiningur rís um hvað sagt var í viðtalinu. En uppskrift af upptöku eru litlar bókmenntir. Og þessari hefð við að endurrita eða lagfæra hefur til dæmis alltaf verið fylgt hjá Alþingi við útgáfur á ræðum í Alþingis­ tíðindum – einnig eftir að farið var að taka þær upp árið 1952. Fyrir dómi er hins vegar orðið algengara að láta allt standa orðrétt. „Við lagfærum textann alltaf og tökum út óþarfa orð og endurtekningar,“ segir María Gréta Guðjónsdóttir, annar ritstjóra Alþingistíðinda. Reglan er að hennar sögn að lagfæra „án þess þó að færa ræðuna yfir á gullaldarmál og án þess að breyta merkingu.“ María segir að hún eins og fleiri hafi heyrt frá fólki að því finnst málfar þeirra sem gáfu skýrslu fyrir Rannsóknarnefndinni sérkennilegt. „Fólk hnýtur um þetta og spyr hvort bankamenn séu ekki betur máli farnir en þetta,“ segir María. Og við förum með spurninguna upp í Háskóla Íslands og spyrjum þar hvort þetta peningamál nýja Íslands nái nokkurri átt. Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar og sérfræðingur í munnlegri sagnahefð, svarar og ver meinta bögubósa: „Það er ekki hægt að fordæma fólk fyrir slappleika í málfari með þessar uppskriftir að vopni. Jafnvel færustu sagnamenn sem eru mjög áheyrilegir í munnlegum flutningi missa alveg flugið, séu þeir teknir orðréttir niður á blað,“ segir Gísli. „Það verður að taka tillit til þess að fólkið er að tala við þau sem sitja fyrir framan þau, jafnvel að bregðast við spurningum og halda oft mörgum boltum á lofti samtímis – eins og títt er í talmáli,“ segir Gísli ennfremur. En segir málfarið á í hinum munnlega þætti skýrslunnar nokkuð um viðskiptamál samtímans? „Mér er til efs að hægt sé að álykta sér­ staklega um stöðu viðskiptamáls af þessum uppskriftum,“ segir Gísli. „Ef færustu sérfræðingum og háskólakennurum í Árna­ garði væri smalað saman og þeir látnir ræða um mál og málvöndun sín á milli, eða spjalla saman um helstu kenningar sínar í fræðunum, er hætt við að sams konar sýn á tungumálið kæmi fram ef það væri allt saman skráð orðrétt niður.“ „Og það kemur í fréttunum um kvöldið að við höfum verið og hérna reynt að spyrjast og sagt að það hefðu ekki fengist nein svör hvað við værum að gera nema það að forsætisráðherra segir eitthvað á þá leið: Ég er nú bara að koma frá útlöndum ...“ Davíð Oddsson bankastjóri. Og Gísli Sigurðsson biður menn að taka þessu tungumáli með yfirvegun. Í raun birtist fólki aðeins sá munur sem er á talmáli og ritmáli. Hið óvenjulega er að þetta talmál er í rituðu formi. Fólk er vant því að alltaf sé búið að breyta talmálinu í ritmál fyrir prentun. „Mikill hluti merkingarinnar felst í því hvernig fólk talar, tónfalli, hiki, hléum og líkamsbeitingu sem skilar sér vel manna á milli í raunverulegu samtali og styður við sjálf orðin sem sögð eru,“ segir Gísli. Þannig getur fólk skilið eftir ókláraðar setningar, vaðið úr einu í annað og jafnvel tekið upp þráðinn löngu síðar án þess að það valdi vandræðum í samtali – en sömu orð verða óskiljanleg eða að minnsta kosti mjög ruglingsleg þegar þau eru skrifuð niður. Og Gísli segir að „...ritmálið er ekki sá spegill tungumálsins sem við höldum, eins og greinilega kemur fram í Skýrslunni.“ „...þetta er náttúrlega algjör skandall að það hafi ekki verið ég meina, að þú ert þó með sérfræðiþekkingu...“ Þórarinn Pétursson hagfræðingur. María Gréta Guðjónsdóttir, ritstjóri Alþingistíðinda, segir að erfitt sé að setja endan legar reglur um hvernig talmáli úr ræðustóli þingsins sé breytt í ritmál. Megin­ reglan er að breyta sem minnstu og ekki merkingunni. Þingmenn fái einnig að lesa yfir og lagfæra að vissu marki. Sumir gera það, aðrir ekki. Annars ræðst umritunin oft af málsmekk þeirra sem skrifa ræðuna niður af upptökunni. Og ef ágreiningur er um hvað þingmaðurinn sagði í raun og veru eru upptökurnar til. Gísli er sammála því að ekki sé hægt að setja fram neina allsherjarreglu um hvort það eigi að umrita talmál fyrir birtingu á prenti. „Það hefur augljóslega þjónað sannleiks­ leit skýrsluhöfunda að leggja ekki í þá umorðun og óumflýjanlegu túlkun sem slík málhreinsun hefur í för með sér,“ segir Gísli. „Með þessari framsetningu sýna þeir milliliðalaust hvernig hugsunin flæðir í „yfirheyrslunum“ og koma því vel til skila.“ Prófessorinn vill því heldur fagna því að málið á munnlegum hlutum rann sóknar­ skýrslunnar hafi ekki verið hreinsað og standi á prenti nærri því eins og orðin féllu fyrir Rannsóknarnefndinni. MÁLFARIÐ Í SKÝRSLUNNI

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.