Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 42

Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 S tóráföll hafa dunið yfir íslenskt efna­ hagslíf. Stærstu bankarnir hrundu allir eins og spilaborg haustið 2008. Gengi krónunnar hrundi sömuleiðis á sama tíma. Í kjölfarið hefur fjöldi fyrirtækja farið á höfuðið eftir að skuldir í erlendri mynt tvö földuðust á einu bretti. Bakland margra stór fyrirtækja er horfið eftir að veðtryggingar fuku út í veður og vind. Margir einstaklingar eru í vanda og segja opinberar skýrslur að yfir 37 þúsund heimili eigi ekki eignir fyrir skuldum. Efnahagsáföllin blasa hvarvetna við og þeim var haustið 2008 líkt við náttúruhamfarir. Djúp efnahagslægð kom sem hvirfilbylur yfir landið. En það voru fáar áfallaáætlanir til eða þá að þær máttu sín lítils. Síðustu vikurnar hefur eldgos í Eyjafjalla­ jökli spúð ösku og eimyrju og valdið bú sifj um í landbúnaði og ferðaþjónustu í allri Evrópu. Hvern gat órað fyrir því að flug í Evrópu legðist af í nokkra daga vegna öskufalls frá eldgosi í Eyjafjallajökli? Nýlega var sagt var frá því að almanna­ varnir í Noregi væru að endurmeta allar sínar almannavarnir í lofti vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Það reiknaði enginn með því að aska frá eldgosi frá Íslandi legði niður allt flug í Evrópu. Það var ekki inni í neinni áfallaáætlun. Bankahrunið og dóminó­áhrifin í kjölfar þess voru heldur ekki inni í neinni áfalla­ áætlun hjá íslenskum fyrirtækjum. Var til efnahagsleg viðbragðsáætlun innan bankakerfisins? Voru ríkisstjórn, seðlabanki, TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: ÝMSIR Stóráföll hafa dunið yfir íslenskt efnahagslíf. Bankahrun, gengishrun og eldgos. Kristinn Jón Bjarnason skrifaði meist ara r itgerð um áfallastjórnun vorið 2009 og komst að þeirri niðurstöðu að áfallaáætlun sé til staðar hjá 28% af stærstu fyrir tækjum á Íslandi. ÁFALLASTJÓRNUN Á ÓLGUTÍMUM

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.