Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 61

Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 61
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 61 HENDRIKKA WAAGE, SKARTGRIPAHÖNNUÐUR OG ATHAFNAKONA: Hendrikka Waage hefur haslað sér völl úti í hinum stóra heimi sem skartgripahönnuður en hönnun hennar fæst víða. Þá stendur hún fyrir skartgripahönnunarkeppni og kemur íslenskum listamönnum á framfæri erlendis. Hendrikka er einn af stofnendum og forseti alþjóðlegu góðgerðarsamtakanna Kids Parliament. Á vormánuðum kom út bókin Rikka og töfrahringurinn á Íslandi en allur ágóði hennar rennur til samtakanna. Hún segist hafa alist upp í viðskiptalegu umhverfi frá unga aldri. Faðir hennar, Sigurður Waage, var forstjóri gosdrykkjaverksmiðjunnar Sanitas og varði hún miklum tíma í vinnunni með honum. Hún var 18 ára þegar hún hóf ásamt móður sinni, Guðrúnu Waage, að flytja inn silkiblóm og silkitré frá Bandaríkjunum og Kína. Síðar stofnuðu þær versl­ un ina Silkiblóm sem fjölskyldan rak í 12 ár. Hendrikka varð stúdent frá Kvennaskólanum í Reykjavík og um árabil stund aði hún söngnám hjá Guðmundu Elíasdóttur. Hún hélt til Bandaríkjanna þegar hún var 27 ára ásamt barnsföður sínum og sambýlismanni, Böðvari E. Guð­ jónssyni, en þá voru þau nýbúin að eignast son sinn, Guðjón Kjartan. Hún nam viðskiptafræði þar í landi og síðar lauk hún meistaragráðu í alþjóð legum við skiptum. Í dag stundar hún nám í listasögu við Oxford­háskóla meðfram starfi sínu. Hendrikka flutti til Moskvu árið 1997 strax eftir námið þar sem hún starfaði sem markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í tvö og hálft ár. „Það var mjög krefjandi að vinna í Rússlandi. Það var erfiður tími í landinu á þessum árum en hann herti mig og þroskaði eins og erfiðleikar gera yfirleitt. Á þessum tíma var mikill hagvöxtur en 16. ágúst 1998 hrundi allt og milli­ stéttin, sem hafði verið að vaxa, hvarf smátt og smátt. Tíminn eftir hrunið var mjög krefjandi en ég öðlaðist góða reynslu í staðinn.“ Hendrikka vann síðan hjá indversku/bandarísku tölvufyrirtæki í þrjú ár sem var með útibú í London. Hún þurfti stundum að fara til Indlands og þá aðal lega til Bombay og Dehli. Þar byrjaði skartgripaævintýrið. „Í einni ferðinni teiknaði ég hálsmen og hring og lét búa til skartgripina fyrir mig. Ég ákvað árið 2004 að stökkva út fyrir þægindarammann og að fara að hanna skartgripi. Þetta var eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera þótt það hafi verið erfitt. Svona fylgir mikil óvissa og fjarvera frá fjölskyldunni. Ég trúði á sjálfa mig og hef reynt að taka lítil skref í einu. Ef ég hefði ekki seigluna þá væri ég eflaust búin að snúa mér að allt öðru því þetta er mjög erfiður bransi og mikil barátta.“ AÐ TRÚA Á SJÁLFA SIG H Ö N N U N

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.