Frjáls verslun - 01.01.2008, Page 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
Forsíðugrein
Hinn venjulegi Íslendingur, maðurinn á götunni, sem á engin hluta
bréf og hefur ekki orðið fyrir barðinu á verðfalli hlutabréfa, finnur
engu að síður fyrir verðhruninu. Andrúmið hefur gjörbreyst á örfáum
mánuðum. En þrátt fyrir aukna svartsýni á fólk ekki að missa trúna
á að spara. Margt venjulegt fólk; launþegar og ellilífeyrisþegar, eiga
hlutabréf og hafa orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu. Það gildir
um manninn á götunni eins og stóru fjárfestana; það er annað hvort
sæla eða svartnætti. En öll él styttir upp um síðir.
En launþegar þurfa að íhuga stöðu sína á næstu mánuðum. Þeir
munu finna fyrir því að þeir segja ekki upp á einum stað og eru
komnir í vinnu eftir kortér annars staðar. Það er að hægjast á öllu
kerfinu. Færri munu kaupa sér dýrt húsnæði og jafnvel bíða með að
skipta um húsnæði. Ýmislegt bendir til að verð á húsnæði muni lækka
þegar líður á árið. Þegar harðnar á dalnum finnst það fyrst á fasteigna
markaðnum og bílamarkaðnum. Minni líkur eru á að fjölskyldan
hætti við utanlandsferðina í sumarfríinu.
Hvað nú? Meiri hófsemd - minni fjárfestingar.
Sálfræðilegu áhrifin eru afar sterk hjá fyrirtækjum. Það er minni
fjárfestingargeta hjá þeim núna eftir að lánsfjárkreppan skall á. Það
blasir við að á næstu mánuðum hægist mjög á því að „pakkað verði
inn dílum“, þ.e. að fyrirtæki yfirtaki önnur fyrirtæki. Í raun er búið
að taka einn til tvo snúninga á öllum stærstu fyrirtækjum landsins,
þ.e. selja þau og skipta um eigendur. Fjöldi einstaklinga hefur selt
fjölskyldufyrirtækin sín á síðustu sjö árum með aðstoð bankanna.
Þegar hægist á öllu efnahagslífinu verða færri kaupendur og bankarnir
geta ekki ausið fé, eins og áður, í slík kaup. Mjög líklega fara fyrirtæki
í að leita allra ráða til að spara. Með minni umsvifum kemur oft til
uppsagna starfsfólks.
Hvað nú? Minni fjárfestingargeta - færri dílar.
Í skugga vErðhrunsins
hvað nú?
Lausafjárkreppan hefur leikið fjárfesta
og banka grátt hvarvetna í heiminum.
Það vantar nýtt fé. En á meðan spyr
fólk: Hvað nú?
4. Aftur til fortíðar.Kúnstin að reka fyrirtækin
3. Auðmenn eru auðlind. Færumst við aftur í tímann?
2. Viðbrögð fyrirtækja? Minni fjárfestingargeta
1. Viðbrögð fólks? Seglin dregin saman
Einhverjir munu þurfa að draga saman seglin á næstu mánuðum.
texti: jón g. hauksson
LJ
Ó
S
M
Y
N
D
:
M
A
G
N
Ú
S
V
A
LU
R
P
Á
LS
S
O
N